Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 21:01 Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og hinsegin kona, fyrir framan skiltin í dag - sem þá höfðu verið þrifin. Vísir/Egill Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. Vegfarendur gengu í gær fram á umrædd skilti hinsegin daga útkrotuð óheillavænlegum táknum. Skiltin hafa nú öll verið þrifin en áletrunin sem á þeim stóð, 1488, er tákn sem nýnasistar hafa tileinkað sér. Stjórn hinsegin daga hefur kært skemmdarverkin til lögreglu og vísar til hatursorðræðu. Málið er ekki einsdæmi; í byrjun júlí var sagt frá því að gelt hefði verið á hjón vegna samkynhneigðar, 23. júlí var „antikristur“ málaður yfir hinsegin fána við Grafarvogskirkju - og önnur fjandsamleg biblíutilvísun máluð yfir fánann þremur dögum síðar. Í síðustu viku skáru unglingar niður regnbogafána á Hellu og nú síðast fyrir þremur dögum var hinsegin fáni Hjallakirkju skorinn niður. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og hinsegin kona, bendir þó á að þetta séu verk örlítils minnihluta. „Í fyrsta lagi þá finnst mér einhvern veginn ekki að ég ætti að gefa þessum kjánalegu aðgerðum of mikinn fókus því ég hef áhyggjur af því að það geti ýtt undir svona hegðun. En að hinu leytinu er ég bara verulega uggandi og áhyggjufull.“ Það megi ekki taka því léttvægt þegar kerfisbundið sé ráðist á sameiningartákn hinsegin fólks. Hún fái samt sem áður kvíðahnút í magann þegar talað er um bakslag í baráttunni, orðfæri sem hún þó skilji vel. „Við skulum samt ekki gleyma því að fólk hefur verið að hegða sér svona árum saman og það hafa alltaf verið fordómar, leynir og ljósir, gegn hinsegin fólki í gegnum tíðina.“ En atburðir síðustu daga verði vonandi til þess að hleypa lífi í hinsegin fræðslu. „Svo má líka þakka þessum kjánum fyrir það að þau þjappa okkur hinsegin fólkinu saman og við höfum aldrei upplifað meiri samtakamátt en akkúrat núna, þannig að bara kærar þakkir fyrir það,“ segir Katrín. Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Tengdar fréttir „Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04 Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55 Reynir greiddi upp yfirdrátt Samtakanna 78: „Svona falleg samtök eiga ekki að þurfa borga yfirdrátt“ Reynir Grétarsson taldi óásættanlegt að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni og lagði einfaldlega inn á samtökin svo þau gætu greitt upp yfirdráttinn, sem var kominn í fimm milljónir króna. 12. ágúst 2022 14:25 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Vegfarendur gengu í gær fram á umrædd skilti hinsegin daga útkrotuð óheillavænlegum táknum. Skiltin hafa nú öll verið þrifin en áletrunin sem á þeim stóð, 1488, er tákn sem nýnasistar hafa tileinkað sér. Stjórn hinsegin daga hefur kært skemmdarverkin til lögreglu og vísar til hatursorðræðu. Málið er ekki einsdæmi; í byrjun júlí var sagt frá því að gelt hefði verið á hjón vegna samkynhneigðar, 23. júlí var „antikristur“ málaður yfir hinsegin fána við Grafarvogskirkju - og önnur fjandsamleg biblíutilvísun máluð yfir fánann þremur dögum síðar. Í síðustu viku skáru unglingar niður regnbogafána á Hellu og nú síðast fyrir þremur dögum var hinsegin fáni Hjallakirkju skorinn niður. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og hinsegin kona, bendir þó á að þetta séu verk örlítils minnihluta. „Í fyrsta lagi þá finnst mér einhvern veginn ekki að ég ætti að gefa þessum kjánalegu aðgerðum of mikinn fókus því ég hef áhyggjur af því að það geti ýtt undir svona hegðun. En að hinu leytinu er ég bara verulega uggandi og áhyggjufull.“ Það megi ekki taka því léttvægt þegar kerfisbundið sé ráðist á sameiningartákn hinsegin fólks. Hún fái samt sem áður kvíðahnút í magann þegar talað er um bakslag í baráttunni, orðfæri sem hún þó skilji vel. „Við skulum samt ekki gleyma því að fólk hefur verið að hegða sér svona árum saman og það hafa alltaf verið fordómar, leynir og ljósir, gegn hinsegin fólki í gegnum tíðina.“ En atburðir síðustu daga verði vonandi til þess að hleypa lífi í hinsegin fræðslu. „Svo má líka þakka þessum kjánum fyrir það að þau þjappa okkur hinsegin fólkinu saman og við höfum aldrei upplifað meiri samtakamátt en akkúrat núna, þannig að bara kærar þakkir fyrir það,“ segir Katrín.
Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Tengdar fréttir „Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04 Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55 Reynir greiddi upp yfirdrátt Samtakanna 78: „Svona falleg samtök eiga ekki að þurfa borga yfirdrátt“ Reynir Grétarsson taldi óásættanlegt að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni og lagði einfaldlega inn á samtökin svo þau gætu greitt upp yfirdráttinn, sem var kominn í fimm milljónir króna. 12. ágúst 2022 14:25 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
„Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04
Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55
Reynir greiddi upp yfirdrátt Samtakanna 78: „Svona falleg samtök eiga ekki að þurfa borga yfirdrátt“ Reynir Grétarsson taldi óásættanlegt að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni og lagði einfaldlega inn á samtökin svo þau gætu greitt upp yfirdráttinn, sem var kominn í fimm milljónir króna. 12. ágúst 2022 14:25