Með því versta sem reynslubolti á hálendinu hefur séð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2022 15:33 Ekið í allar áttir. Þórhallur Þorsteinsson Töluverð ummerki eru eftir utanvegaakstur á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í gær myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaakstur á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ segir Þórhallur. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Þórhallur vill að umhverfisráðuneytið, sveitarfélögin, Smyril Line og bílaleigurnar grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari utanvegaakstur.Þórhallur Þorsteinsson Þar nefnir hann sérstaklega Smyril Line, bílaleigurnar, umhverfisráðuneytið og sveitarfélagið Múlaþing. Þessir aðilar beri ábyrgð. Bæði á því að fræða erlenda ferðamenn um þær reglur sem gildi hér á landi og sömuleiðis að fylla í förin sem skemmdarvargar skilji eftir sig. Þórhallur segist sjá ný för í hvert skipti sem hann aki leiðina. Um sé að ræða svæði þar sem ekkert sé gert, ekki rakað yfir neitt og engar forvarnir. „Svo koma ferðamenn og sjá gamlan hring utan vegar. Spóla sjálfir og dettur svo í hug að gera þetta sjálfir. „Af hverju ekki ég?“,“ segir Þórhallur. Kverkfjallaleið, vegur F902 á kortinu.Þórhallur Þorsteinsson Hann telur megnið af ökumönnunum koma inn á hálendið eftir komu til landsins með Norrænu sem Smyril Line rekur. Hann kallar eftir því að upplýsingar um akstursreglur í íslensku umhverfi séu kynntar í Norrænu. Sömuleiðis hjá bílaleigunum. „Ríkisvaldið ber auðvitað höfuðábyrgðina.“ Vinsælir bílaleigubílar á borð við Dacia Duster og Kia jepplingar eru algeng sjón á leiðinni að sögn Þórhalls. Mótorhjólin sömuleiðis sem hafi skilið eftir sig för víða. Þórhallur segist enn sjá merki eftir utanvegaakstur frá 1994. För á borð við þessi fyllist seint og illa. Aðallega því enginn sinnir því.Þórhallur Þorsteinsson „Sárastur er maður þegar maður veit að Íslendingar eru að keyra utan vegar. Þeir vita alveg hvernig reglurnar eru en gera þetta samt.“ Hann nefnir fleiri slóða sem séu munaðarlausar leiðar. Slóðar á borð við Brúardalaleið sem urðu bara til en eru merktar. „Þar er enginn umsjónarmaður. Enginn kemur til að grjóthreinsa. Þarna keyra menn, einn vill keyra aðeins til vinstri fram hjá grjótinu og annar hörfa til hægri. Svo breikkar þetta alltaf.“ Hann mætir því fólki með meiri skilning sem viti ekki betur. Elti önnur för og fari utan vegar til að forðast grjót. Verst sé fólkið sem nýtir hálendið til að æfa sig að gera hundakúnstir. Að neðan má sjá myndband frá Kverkfjallaleið og fleiri myndir. Þórhallur segir fólk víða sýna náttúrunni óvirðingu.Þórhallur Þorsteinsson Hálendið í allri sinni dýrð, með för eftir utanvegaakstur í forgrunni.Þórhallur Þorsteinsson Hér hafa ökumenn greinilega leikið séð að aka í hringi.Þórhallur Þorsteinsson Múlaþing Umhverfismál Utanvegaakstur Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira
Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í gær myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaakstur á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ segir Þórhallur. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Þórhallur vill að umhverfisráðuneytið, sveitarfélögin, Smyril Line og bílaleigurnar grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari utanvegaakstur.Þórhallur Þorsteinsson Þar nefnir hann sérstaklega Smyril Line, bílaleigurnar, umhverfisráðuneytið og sveitarfélagið Múlaþing. Þessir aðilar beri ábyrgð. Bæði á því að fræða erlenda ferðamenn um þær reglur sem gildi hér á landi og sömuleiðis að fylla í förin sem skemmdarvargar skilji eftir sig. Þórhallur segist sjá ný för í hvert skipti sem hann aki leiðina. Um sé að ræða svæði þar sem ekkert sé gert, ekki rakað yfir neitt og engar forvarnir. „Svo koma ferðamenn og sjá gamlan hring utan vegar. Spóla sjálfir og dettur svo í hug að gera þetta sjálfir. „Af hverju ekki ég?“,“ segir Þórhallur. Kverkfjallaleið, vegur F902 á kortinu.Þórhallur Þorsteinsson Hann telur megnið af ökumönnunum koma inn á hálendið eftir komu til landsins með Norrænu sem Smyril Line rekur. Hann kallar eftir því að upplýsingar um akstursreglur í íslensku umhverfi séu kynntar í Norrænu. Sömuleiðis hjá bílaleigunum. „Ríkisvaldið ber auðvitað höfuðábyrgðina.“ Vinsælir bílaleigubílar á borð við Dacia Duster og Kia jepplingar eru algeng sjón á leiðinni að sögn Þórhalls. Mótorhjólin sömuleiðis sem hafi skilið eftir sig för víða. Þórhallur segist enn sjá merki eftir utanvegaakstur frá 1994. För á borð við þessi fyllist seint og illa. Aðallega því enginn sinnir því.Þórhallur Þorsteinsson „Sárastur er maður þegar maður veit að Íslendingar eru að keyra utan vegar. Þeir vita alveg hvernig reglurnar eru en gera þetta samt.“ Hann nefnir fleiri slóða sem séu munaðarlausar leiðar. Slóðar á borð við Brúardalaleið sem urðu bara til en eru merktar. „Þar er enginn umsjónarmaður. Enginn kemur til að grjóthreinsa. Þarna keyra menn, einn vill keyra aðeins til vinstri fram hjá grjótinu og annar hörfa til hægri. Svo breikkar þetta alltaf.“ Hann mætir því fólki með meiri skilning sem viti ekki betur. Elti önnur för og fari utan vegar til að forðast grjót. Verst sé fólkið sem nýtir hálendið til að æfa sig að gera hundakúnstir. Að neðan má sjá myndband frá Kverkfjallaleið og fleiri myndir. Þórhallur segir fólk víða sýna náttúrunni óvirðingu.Þórhallur Þorsteinsson Hálendið í allri sinni dýrð, með för eftir utanvegaakstur í forgrunni.Þórhallur Þorsteinsson Hér hafa ökumenn greinilega leikið séð að aka í hringi.Þórhallur Þorsteinsson
Múlaþing Umhverfismál Utanvegaakstur Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira