Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate andlega eða líkamlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 09:30 Ryan Gigga sést hér á leið í dómsal ásamt verjendateymi sínu á sjötta degi réttarhaldanna í gær. Reiknað er með því að réttarhöldin muni standa yfir í 10 daga. Christopher Furlong/Getty Images Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. Hinn 48 ára gamli Giggs er ásakaður um að ráðast á tvær konu, Kate og Emmu. Ásamt því að beita Kate andlegu og líkamlegu ofbeldi á þeim tíma er þau voru saman þá á hann að ahfa hent henni nakinni út af hótelherbergi og sýnt af sér stjórnandi hegðun nær allan tímann er samband þeirra stóð. Giggs, sem er sigursælasti leikmaður í sögu Manchester Untied, hefur ávallt neitað sök og sagt að um ýkjur og lygar sé að ræða. Hann bar vitni í gær. 'I feel extremely distressed, hurt and emotional by the way the relationship is being painted.'Day 7 of the Ryan Giggs trial saw the former #MUFC player in the witness box.'I was attacked,' he says, amid some extraordinary exchanges with his own QC.https://t.co/d8fUAlRP5B— Daniel Taylor (@DTathletic) August 16, 2022 Leikmaðurinn fyrrverandi viðurkenndi að hafa haldið framhjá Kate er hann var spurður út í það af eigin lögfræðiteymi. Hann sagðist eiga erfitt með að standast freistingar og að hann hefði haldið framhjá í öllum þeim samböndum sem hann hefði verið á lífsleiðinni. Eins og frægt er orðið hélt Giggs við konu bróður síns um árabil. Giggs tók hins vegar fram að hann hefði aldrei ráðist á Kate né aðrar konur sem hann hefði verið með í gegnum árin. Hann viðurkenndi að það hefði átt sér stað einhverskonar „ryskingar“ eða „stimpingar“ (e. tussle, tangle, scuffle). Það var hins vegar því að Kate réðst á hann, öfugt við það sem hún og systur hennar segja. Þá rákust höfuð þeirra óvart saman en Giggs sagðist ekki hafa skallað Kate viljandi. „Ég gæti hafa rekist í Kate og systur hennar í stimpingunum (e. scuffle) en það var aldrei vilji minn að meiða aðra hvora.“ Í vitnisburði Kate og Emmu hafði komið í ljós að Kate ætlaði að fara frá Giggs eftir að upp komst um framhjáhöld hans. Hann sagðist ekki hafa vitað af því og hann trúði því að þau ættu framtíð saman. Þau voru að skipuleggja kaup á nýju húsi og að stofna fjölskyldu. Hann trúði því að þau gætu fundið lausn á vandamálum sínum, meira að segja eftir að hann var handtekinn. Getur ekki sætt sig við ásakanir Kate og Emmu Giggs sagðist sjá eftir rifrildinu og að það hafi farið úr böndunum. Hann gæti hins vegar ekki með nokkru móti skilið eða samþykkt ásakanirnar gegn sér. Þá bætti hann við að það væri Kate sem sýndi af sér stjórnandi hegðun, sérstaklega þegar hún væri undir áhrifum áfengis. „Flest atvikanna áttu sér stað eftir að Kate drakk of mikið. Hún verður mjög öfundsjúk þegar hún er drukkin og viðurkennir að hafa reynt að espa mig upp til að fá viðbrögð frá mér. Þrátt fyrir það þá myndi ég aldrei bregðast við með ofbeldi.“ Þá sagði leikmaðurinn fyrrverandi að Kate hafði skipað honum að senda skilaboð á konur sem hún hélt að hann væri að halda við. Vildi hún fá staðfestingu frá þeim hvort eitthvað hefði gerst milli þeirra og Giggs. Segir fráleitt að hann hafi reynt að kúga Kate Giggs hafði áður verið ásakaður um að reyna kúga Kate með því að hóta að senda kynferðisleg myndbönd af Kate á samstarfsfélaga hennar. Hann segir það fráleitt. „Ég væri dauðhræddur við þá fjölmiðlaumfjöllun sem myndi fylgja slíku atviki. Kate veit hvað mér finnst um fjölmiðla og neikvæða umfjöllun.“ Varðandi tölvupóst sem Giggs sendi Kate - sem var titlaður „kúgun“ - þá sagði hann að um hefði verið að ræða myndband af Kate að dansa við lagið Last Christmas með Wham. Kate sagðist hafa eytt tölvupóstinum án þess að horfa á myndbandið. „Þetta var grín milli mín og Kate.“ Giggs lýsti Kate, sem er meira en áratug yngri en hann, sem þroskaðri og sjálfstæðri konu. Hann sagði að hann hefði alltaf hvatt hana í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og að hann væri stoltur af afrekum hennar. Þá sagði Giggs að sú lýsing sem hann hefði heyrt á sambandi þeirra undanfarna daga væri gjörólík skilningi hans á sambandinu. Hann sagði að sambandið hefði verið frábært en vissulega hefðu þau rifist einstaka sinnum eins og gerist í öllum langtíma samböndum. „Ég viðurkenni að sambandið var ekki fullkomið en að byggðist að mestu á ást og umhyggju.“ Um atvikið þann 20. nóvember Þann 20. nóvember áttu sér stað stimpingar á heimili Giggs sem enduðu með því að höfuð hans og Kate rákust saman. Þá rakst olnbogi hans í andlit systur hennar, Emmu. Það var þetta kvöld sem lögreglan var kölluð til og handtók Giggs. Hann tjáði sig um þetta örlagaríka kvöld í vitnisburði sínum. Er lögreglan tók skýrslu af Giggs sagði leikmaðurinn fyrrverandi að hann og Kate hefðu ætlað að gista á hóteli í miðbæ Manchester-borgar. Eftir að hafa rifist þá fór Kate heim, Giggs tekur fyrir að hafa vitað að hún ætlaði að fara frá honum sama kvöld. Hann var því eðlilega ekki í góðu skapi er hann komst að því. Svo áttu sér stað stimpingar, sem Giggs segir að Kate hafi átt upptökin að. Eftir það hafi Giggs ákveðið að fara út úr húsinu til að koma í veg fyrir frekari átök. Hann fór til nágranna síns og bað hana um að hringja á lögregluna, hún gerði það ekki en bauðst til að gefa Giggs síma til að hringja úr. Þegar hann sneri aftur til baka þá brutust út frekari stimpingar. Hann viðurkenndi að höfuð þeirra hefðu rekist saman en það var alls ekki viljandi. „Ég gerði enga tilraun til að slá Kate á neinum tímapunkti. Í bæði skiptin var ráðist á mig. Það síðasta sem ég myndi vilja væri að meiða hana (Kate), andlega eða líkamlega.“ Réttarhöldin halda áfram á morgun. Þar mun Giggs svara fleiri spurningum. Fótbolti Heimilisofbeldi Enski boltinn Mál Ryan Giggs Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Hinn 48 ára gamli Giggs er ásakaður um að ráðast á tvær konu, Kate og Emmu. Ásamt því að beita Kate andlegu og líkamlegu ofbeldi á þeim tíma er þau voru saman þá á hann að ahfa hent henni nakinni út af hótelherbergi og sýnt af sér stjórnandi hegðun nær allan tímann er samband þeirra stóð. Giggs, sem er sigursælasti leikmaður í sögu Manchester Untied, hefur ávallt neitað sök og sagt að um ýkjur og lygar sé að ræða. Hann bar vitni í gær. 'I feel extremely distressed, hurt and emotional by the way the relationship is being painted.'Day 7 of the Ryan Giggs trial saw the former #MUFC player in the witness box.'I was attacked,' he says, amid some extraordinary exchanges with his own QC.https://t.co/d8fUAlRP5B— Daniel Taylor (@DTathletic) August 16, 2022 Leikmaðurinn fyrrverandi viðurkenndi að hafa haldið framhjá Kate er hann var spurður út í það af eigin lögfræðiteymi. Hann sagðist eiga erfitt með að standast freistingar og að hann hefði haldið framhjá í öllum þeim samböndum sem hann hefði verið á lífsleiðinni. Eins og frægt er orðið hélt Giggs við konu bróður síns um árabil. Giggs tók hins vegar fram að hann hefði aldrei ráðist á Kate né aðrar konur sem hann hefði verið með í gegnum árin. Hann viðurkenndi að það hefði átt sér stað einhverskonar „ryskingar“ eða „stimpingar“ (e. tussle, tangle, scuffle). Það var hins vegar því að Kate réðst á hann, öfugt við það sem hún og systur hennar segja. Þá rákust höfuð þeirra óvart saman en Giggs sagðist ekki hafa skallað Kate viljandi. „Ég gæti hafa rekist í Kate og systur hennar í stimpingunum (e. scuffle) en það var aldrei vilji minn að meiða aðra hvora.“ Í vitnisburði Kate og Emmu hafði komið í ljós að Kate ætlaði að fara frá Giggs eftir að upp komst um framhjáhöld hans. Hann sagðist ekki hafa vitað af því og hann trúði því að þau ættu framtíð saman. Þau voru að skipuleggja kaup á nýju húsi og að stofna fjölskyldu. Hann trúði því að þau gætu fundið lausn á vandamálum sínum, meira að segja eftir að hann var handtekinn. Getur ekki sætt sig við ásakanir Kate og Emmu Giggs sagðist sjá eftir rifrildinu og að það hafi farið úr böndunum. Hann gæti hins vegar ekki með nokkru móti skilið eða samþykkt ásakanirnar gegn sér. Þá bætti hann við að það væri Kate sem sýndi af sér stjórnandi hegðun, sérstaklega þegar hún væri undir áhrifum áfengis. „Flest atvikanna áttu sér stað eftir að Kate drakk of mikið. Hún verður mjög öfundsjúk þegar hún er drukkin og viðurkennir að hafa reynt að espa mig upp til að fá viðbrögð frá mér. Þrátt fyrir það þá myndi ég aldrei bregðast við með ofbeldi.“ Þá sagði leikmaðurinn fyrrverandi að Kate hafði skipað honum að senda skilaboð á konur sem hún hélt að hann væri að halda við. Vildi hún fá staðfestingu frá þeim hvort eitthvað hefði gerst milli þeirra og Giggs. Segir fráleitt að hann hafi reynt að kúga Kate Giggs hafði áður verið ásakaður um að reyna kúga Kate með því að hóta að senda kynferðisleg myndbönd af Kate á samstarfsfélaga hennar. Hann segir það fráleitt. „Ég væri dauðhræddur við þá fjölmiðlaumfjöllun sem myndi fylgja slíku atviki. Kate veit hvað mér finnst um fjölmiðla og neikvæða umfjöllun.“ Varðandi tölvupóst sem Giggs sendi Kate - sem var titlaður „kúgun“ - þá sagði hann að um hefði verið að ræða myndband af Kate að dansa við lagið Last Christmas með Wham. Kate sagðist hafa eytt tölvupóstinum án þess að horfa á myndbandið. „Þetta var grín milli mín og Kate.“ Giggs lýsti Kate, sem er meira en áratug yngri en hann, sem þroskaðri og sjálfstæðri konu. Hann sagði að hann hefði alltaf hvatt hana í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og að hann væri stoltur af afrekum hennar. Þá sagði Giggs að sú lýsing sem hann hefði heyrt á sambandi þeirra undanfarna daga væri gjörólík skilningi hans á sambandinu. Hann sagði að sambandið hefði verið frábært en vissulega hefðu þau rifist einstaka sinnum eins og gerist í öllum langtíma samböndum. „Ég viðurkenni að sambandið var ekki fullkomið en að byggðist að mestu á ást og umhyggju.“ Um atvikið þann 20. nóvember Þann 20. nóvember áttu sér stað stimpingar á heimili Giggs sem enduðu með því að höfuð hans og Kate rákust saman. Þá rakst olnbogi hans í andlit systur hennar, Emmu. Það var þetta kvöld sem lögreglan var kölluð til og handtók Giggs. Hann tjáði sig um þetta örlagaríka kvöld í vitnisburði sínum. Er lögreglan tók skýrslu af Giggs sagði leikmaðurinn fyrrverandi að hann og Kate hefðu ætlað að gista á hóteli í miðbæ Manchester-borgar. Eftir að hafa rifist þá fór Kate heim, Giggs tekur fyrir að hafa vitað að hún ætlaði að fara frá honum sama kvöld. Hann var því eðlilega ekki í góðu skapi er hann komst að því. Svo áttu sér stað stimpingar, sem Giggs segir að Kate hafi átt upptökin að. Eftir það hafi Giggs ákveðið að fara út úr húsinu til að koma í veg fyrir frekari átök. Hann fór til nágranna síns og bað hana um að hringja á lögregluna, hún gerði það ekki en bauðst til að gefa Giggs síma til að hringja úr. Þegar hann sneri aftur til baka þá brutust út frekari stimpingar. Hann viðurkenndi að höfuð þeirra hefðu rekist saman en það var alls ekki viljandi. „Ég gerði enga tilraun til að slá Kate á neinum tímapunkti. Í bæði skiptin var ráðist á mig. Það síðasta sem ég myndi vilja væri að meiða hana (Kate), andlega eða líkamlega.“ Réttarhöldin halda áfram á morgun. Þar mun Giggs svara fleiri spurningum.
Fótbolti Heimilisofbeldi Enski boltinn Mál Ryan Giggs Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira