Tiger Woods að safna liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2022 10:31 Tiger Woods ætlar að gera sitt í baráttunni fyrir framtíð PGA-mótaraðarinnar. Getty/Andrew Redington Tiger Woods ætlar að taka frumkvæðið í baráttunni fyrir framtíð bandarísku PGA-mótaraðarinnar í golfi nú þegar forríku Sádarnir tæla til sína hvern kylfinginn á fætur öðrum. LIV mótaröðin hefur náð til sín mörgum öflugum kylfingum sem elta peninginn en fórna um leið frekari þátttöku á mótum bandarísku mótaraðarinnar þar á meðal öllum risamótunum. Reports say Tiger Woods to meet with PGA Tour players at BMW Championship in effort to fend off LIV Golf https://t.co/Vr8GZStpap— Golfweek (@golfweek) August 16, 2022 Tiger er sagður ætla að fá kylfinga á sinn fund í dag til að safna liði til stuðnings PGA-mótaraðarinnar. Fundurinn mun fara fram á BMW Championship mótinu í Wilmington í Delaware fylki en þar mun annar hluti FedEx úrslitakeppninnar byrja á fimmtudaginn. Kylfingur sem var boðaður á fundinn sagði ESPN að á boðslistanum séu margir af tuttugu efstu kylfingum heimslistans sem og fullt af áhrifamiklum kylfingum sem hafa ekki hoppað yfir á LIV vagninn. Tiger Woods will reportedly meet with several of the world's top golfers to discuss PGA TOUR's next steps in the face of a mounting threat from LIV Golf. https://t.co/9iFVYrBZ1E pic.twitter.com/ezpfvvvPPF— theScore (@theScore) August 16, 2022 „Þetta er fundur til að fá tuttugu bestu kylfinga heimsins á sömu blaðsíðu og hvernig við getum haldið áfram að gera PGA-mótaröðina besti vöruna í atvinnumannagolfi,“ hefur ESPN eftir ein boðsgestinum. Tiger hefur unnið fimmtán risatitla og er án efa vinsælasti kylfingur sögunnar. Hann er fyrirmynd margra af yngri kylfingnum og hefur haldið tryggð við PGA þrátt fyrir gylliboð frá Sádi-Aröbunum. Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
LIV mótaröðin hefur náð til sín mörgum öflugum kylfingum sem elta peninginn en fórna um leið frekari þátttöku á mótum bandarísku mótaraðarinnar þar á meðal öllum risamótunum. Reports say Tiger Woods to meet with PGA Tour players at BMW Championship in effort to fend off LIV Golf https://t.co/Vr8GZStpap— Golfweek (@golfweek) August 16, 2022 Tiger er sagður ætla að fá kylfinga á sinn fund í dag til að safna liði til stuðnings PGA-mótaraðarinnar. Fundurinn mun fara fram á BMW Championship mótinu í Wilmington í Delaware fylki en þar mun annar hluti FedEx úrslitakeppninnar byrja á fimmtudaginn. Kylfingur sem var boðaður á fundinn sagði ESPN að á boðslistanum séu margir af tuttugu efstu kylfingum heimslistans sem og fullt af áhrifamiklum kylfingum sem hafa ekki hoppað yfir á LIV vagninn. Tiger Woods will reportedly meet with several of the world's top golfers to discuss PGA TOUR's next steps in the face of a mounting threat from LIV Golf. https://t.co/9iFVYrBZ1E pic.twitter.com/ezpfvvvPPF— theScore (@theScore) August 16, 2022 „Þetta er fundur til að fá tuttugu bestu kylfinga heimsins á sömu blaðsíðu og hvernig við getum haldið áfram að gera PGA-mótaröðina besti vöruna í atvinnumannagolfi,“ hefur ESPN eftir ein boðsgestinum. Tiger hefur unnið fimmtán risatitla og er án efa vinsælasti kylfingur sögunnar. Hann er fyrirmynd margra af yngri kylfingnum og hefur haldið tryggð við PGA þrátt fyrir gylliboð frá Sádi-Aröbunum.
Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira