Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2022 19:01 Atvinnurekendur og stéttarfélög eru farin á fullt í vinnu fyrir kjarasamningsgerð. Sumir keyra herferðir en aðrir eru með nýstárlegar hugmyndir og vilja lægja öldurnar. vísir/skjáskot/einar Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. Eftir að átök innan verkalýðshreyfingarinnar virðast hafa náð hámarki sínu velta nú leiðtogar nokkurra minni stéttarfélaga sem hafa skipt sér í hóp gegn leiðtogum þeirra stærri hvort réttast væri að fara nýja leið í kjarasamningsgerð í ár. Þeim líst mörgum ekki á að fela Starfsgreinasambandinu umboð sitt til að gera samning við atvinnurekendur. „Auðvitað hefur maður velt þessu fyrir sér; hvað sé eðlilegast eða best ef að það stefnir í það að menn ætli í átök átakanna vegna án þess að nánast að ræða hlutina og telja ekki fullreynt fyrr en það sé búið að fara í verkfall,“ segir Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags. Þórarinn er afar svartsýnn á framtíð ASÍ.skjáskot/Stöð 2 Á sama tíma reyna atvinnurekendur að lægja öldurnar og leita sáttaleiða. Þannig skrifaði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, grein í Viðskiptablaðið í gær þar sem hann leggur til að forstjórar stærstu fyrirtækja landsins lækki laun sín. „Þar er hægt að nefna dæmi frá undanförnum misserum um launahækkanir forstjóra sem nema margföldum verkamannalaunum, um að bónusgreiðslurnar til dæmis hjá fjármálafyrirtækjunum sem voru eiginlega horfnar eftir hrun séu komnar aftur og arðgreiðslur séu svona býsna ríflegar,“ segir Ólafur. Afar svartsýnir fyrir kjaraviðræður Það styttist í kjaraviðræður og hagsmunaöflin eru þegar komin á fullt. Nafnlaus auglýsingaherferð hefur til dæmis vakið talsverð viðbrögð á Facebook en Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að það væri VR sem stæði að baki henni. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við fréttastofu. Hér má líta dæmi úr herferðinni. Við horfðum á auglýsinguna, sem má finna með því að klikka á slóðina hér að framan, með Ólafi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hér má sjá skjáskot af Facebook-herferð VR, þar sem Þorsteinn Bachmann spilar stórt hlutverk.vísir/skjáskot Þetta rímar nú svona aðeins við þær hugmyndir sem þú ert að tala um er það ekki? „Já, já, þetta er bara ágætt dæmi um þá umræðu sem verður til þegar þegar stóru fyrirtækin misstíga sig svoldið og þau þurfa bara að gæta alveg sérstaklega vel að sér,“ segir Ólafur. Hann telur nefnilega hætt við að fólk leggi öll fyrirtæki landsins að jöfnu. „Það er að sjálfsögðu hættan að menn setji alla atvinnurekendur undir sama hatt og segi það er nóg til þarna - er ekki nóg til alls staðar?“ segir Ólafur. Það sé alls ekki raunin og smærri fyrirtæki hafi lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana við efnahagsástandið eins og það er í dag. Almennt eru báðar hliðar því svartsýnar á kjaraviðræðurnar. „Það eru margir í mínu félagi, minni atvinnurekendur, sem hafa miklar áhyggjur af haustinu og ástandinu á vinnumarkaðinum. Þannig að jú það er óhætt að segja að menn eru ekkert óskaplega bjartsýnir á stöðuna,“ segir Ólafur og Þórarinn hjá Öldunni tekur í sama streng: „Ég hef allavega ekki mikla trú á að hún skili einhverri tímamótaniðurstöðu. Já, ég hef pínu áhyggjur af því,“ segir hann. Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaramál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Eftir að átök innan verkalýðshreyfingarinnar virðast hafa náð hámarki sínu velta nú leiðtogar nokkurra minni stéttarfélaga sem hafa skipt sér í hóp gegn leiðtogum þeirra stærri hvort réttast væri að fara nýja leið í kjarasamningsgerð í ár. Þeim líst mörgum ekki á að fela Starfsgreinasambandinu umboð sitt til að gera samning við atvinnurekendur. „Auðvitað hefur maður velt þessu fyrir sér; hvað sé eðlilegast eða best ef að það stefnir í það að menn ætli í átök átakanna vegna án þess að nánast að ræða hlutina og telja ekki fullreynt fyrr en það sé búið að fara í verkfall,“ segir Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags. Þórarinn er afar svartsýnn á framtíð ASÍ.skjáskot/Stöð 2 Á sama tíma reyna atvinnurekendur að lægja öldurnar og leita sáttaleiða. Þannig skrifaði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, grein í Viðskiptablaðið í gær þar sem hann leggur til að forstjórar stærstu fyrirtækja landsins lækki laun sín. „Þar er hægt að nefna dæmi frá undanförnum misserum um launahækkanir forstjóra sem nema margföldum verkamannalaunum, um að bónusgreiðslurnar til dæmis hjá fjármálafyrirtækjunum sem voru eiginlega horfnar eftir hrun séu komnar aftur og arðgreiðslur séu svona býsna ríflegar,“ segir Ólafur. Afar svartsýnir fyrir kjaraviðræður Það styttist í kjaraviðræður og hagsmunaöflin eru þegar komin á fullt. Nafnlaus auglýsingaherferð hefur til dæmis vakið talsverð viðbrögð á Facebook en Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að það væri VR sem stæði að baki henni. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við fréttastofu. Hér má líta dæmi úr herferðinni. Við horfðum á auglýsinguna, sem má finna með því að klikka á slóðina hér að framan, með Ólafi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hér má sjá skjáskot af Facebook-herferð VR, þar sem Þorsteinn Bachmann spilar stórt hlutverk.vísir/skjáskot Þetta rímar nú svona aðeins við þær hugmyndir sem þú ert að tala um er það ekki? „Já, já, þetta er bara ágætt dæmi um þá umræðu sem verður til þegar þegar stóru fyrirtækin misstíga sig svoldið og þau þurfa bara að gæta alveg sérstaklega vel að sér,“ segir Ólafur. Hann telur nefnilega hætt við að fólk leggi öll fyrirtæki landsins að jöfnu. „Það er að sjálfsögðu hættan að menn setji alla atvinnurekendur undir sama hatt og segi það er nóg til þarna - er ekki nóg til alls staðar?“ segir Ólafur. Það sé alls ekki raunin og smærri fyrirtæki hafi lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana við efnahagsástandið eins og það er í dag. Almennt eru báðar hliðar því svartsýnar á kjaraviðræðurnar. „Það eru margir í mínu félagi, minni atvinnurekendur, sem hafa miklar áhyggjur af haustinu og ástandinu á vinnumarkaðinum. Þannig að jú það er óhætt að segja að menn eru ekkert óskaplega bjartsýnir á stöðuna,“ segir Ólafur og Þórarinn hjá Öldunni tekur í sama streng: „Ég hef allavega ekki mikla trú á að hún skili einhverri tímamótaniðurstöðu. Já, ég hef pínu áhyggjur af því,“ segir hann.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaramál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira