Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2022 19:01 Atvinnurekendur og stéttarfélög eru farin á fullt í vinnu fyrir kjarasamningsgerð. Sumir keyra herferðir en aðrir eru með nýstárlegar hugmyndir og vilja lægja öldurnar. vísir/skjáskot/einar Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. Eftir að átök innan verkalýðshreyfingarinnar virðast hafa náð hámarki sínu velta nú leiðtogar nokkurra minni stéttarfélaga sem hafa skipt sér í hóp gegn leiðtogum þeirra stærri hvort réttast væri að fara nýja leið í kjarasamningsgerð í ár. Þeim líst mörgum ekki á að fela Starfsgreinasambandinu umboð sitt til að gera samning við atvinnurekendur. „Auðvitað hefur maður velt þessu fyrir sér; hvað sé eðlilegast eða best ef að það stefnir í það að menn ætli í átök átakanna vegna án þess að nánast að ræða hlutina og telja ekki fullreynt fyrr en það sé búið að fara í verkfall,“ segir Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags. Þórarinn er afar svartsýnn á framtíð ASÍ.skjáskot/Stöð 2 Á sama tíma reyna atvinnurekendur að lægja öldurnar og leita sáttaleiða. Þannig skrifaði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, grein í Viðskiptablaðið í gær þar sem hann leggur til að forstjórar stærstu fyrirtækja landsins lækki laun sín. „Þar er hægt að nefna dæmi frá undanförnum misserum um launahækkanir forstjóra sem nema margföldum verkamannalaunum, um að bónusgreiðslurnar til dæmis hjá fjármálafyrirtækjunum sem voru eiginlega horfnar eftir hrun séu komnar aftur og arðgreiðslur séu svona býsna ríflegar,“ segir Ólafur. Afar svartsýnir fyrir kjaraviðræður Það styttist í kjaraviðræður og hagsmunaöflin eru þegar komin á fullt. Nafnlaus auglýsingaherferð hefur til dæmis vakið talsverð viðbrögð á Facebook en Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að það væri VR sem stæði að baki henni. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við fréttastofu. Hér má líta dæmi úr herferðinni. Við horfðum á auglýsinguna, sem má finna með því að klikka á slóðina hér að framan, með Ólafi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hér má sjá skjáskot af Facebook-herferð VR, þar sem Þorsteinn Bachmann spilar stórt hlutverk.vísir/skjáskot Þetta rímar nú svona aðeins við þær hugmyndir sem þú ert að tala um er það ekki? „Já, já, þetta er bara ágætt dæmi um þá umræðu sem verður til þegar þegar stóru fyrirtækin misstíga sig svoldið og þau þurfa bara að gæta alveg sérstaklega vel að sér,“ segir Ólafur. Hann telur nefnilega hætt við að fólk leggi öll fyrirtæki landsins að jöfnu. „Það er að sjálfsögðu hættan að menn setji alla atvinnurekendur undir sama hatt og segi það er nóg til þarna - er ekki nóg til alls staðar?“ segir Ólafur. Það sé alls ekki raunin og smærri fyrirtæki hafi lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana við efnahagsástandið eins og það er í dag. Almennt eru báðar hliðar því svartsýnar á kjaraviðræðurnar. „Það eru margir í mínu félagi, minni atvinnurekendur, sem hafa miklar áhyggjur af haustinu og ástandinu á vinnumarkaðinum. Þannig að jú það er óhætt að segja að menn eru ekkert óskaplega bjartsýnir á stöðuna,“ segir Ólafur og Þórarinn hjá Öldunni tekur í sama streng: „Ég hef allavega ekki mikla trú á að hún skili einhverri tímamótaniðurstöðu. Já, ég hef pínu áhyggjur af því,“ segir hann. Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaramál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Eftir að átök innan verkalýðshreyfingarinnar virðast hafa náð hámarki sínu velta nú leiðtogar nokkurra minni stéttarfélaga sem hafa skipt sér í hóp gegn leiðtogum þeirra stærri hvort réttast væri að fara nýja leið í kjarasamningsgerð í ár. Þeim líst mörgum ekki á að fela Starfsgreinasambandinu umboð sitt til að gera samning við atvinnurekendur. „Auðvitað hefur maður velt þessu fyrir sér; hvað sé eðlilegast eða best ef að það stefnir í það að menn ætli í átök átakanna vegna án þess að nánast að ræða hlutina og telja ekki fullreynt fyrr en það sé búið að fara í verkfall,“ segir Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags. Þórarinn er afar svartsýnn á framtíð ASÍ.skjáskot/Stöð 2 Á sama tíma reyna atvinnurekendur að lægja öldurnar og leita sáttaleiða. Þannig skrifaði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, grein í Viðskiptablaðið í gær þar sem hann leggur til að forstjórar stærstu fyrirtækja landsins lækki laun sín. „Þar er hægt að nefna dæmi frá undanförnum misserum um launahækkanir forstjóra sem nema margföldum verkamannalaunum, um að bónusgreiðslurnar til dæmis hjá fjármálafyrirtækjunum sem voru eiginlega horfnar eftir hrun séu komnar aftur og arðgreiðslur séu svona býsna ríflegar,“ segir Ólafur. Afar svartsýnir fyrir kjaraviðræður Það styttist í kjaraviðræður og hagsmunaöflin eru þegar komin á fullt. Nafnlaus auglýsingaherferð hefur til dæmis vakið talsverð viðbrögð á Facebook en Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að það væri VR sem stæði að baki henni. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við fréttastofu. Hér má líta dæmi úr herferðinni. Við horfðum á auglýsinguna, sem má finna með því að klikka á slóðina hér að framan, með Ólafi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hér má sjá skjáskot af Facebook-herferð VR, þar sem Þorsteinn Bachmann spilar stórt hlutverk.vísir/skjáskot Þetta rímar nú svona aðeins við þær hugmyndir sem þú ert að tala um er það ekki? „Já, já, þetta er bara ágætt dæmi um þá umræðu sem verður til þegar þegar stóru fyrirtækin misstíga sig svoldið og þau þurfa bara að gæta alveg sérstaklega vel að sér,“ segir Ólafur. Hann telur nefnilega hætt við að fólk leggi öll fyrirtæki landsins að jöfnu. „Það er að sjálfsögðu hættan að menn setji alla atvinnurekendur undir sama hatt og segi það er nóg til þarna - er ekki nóg til alls staðar?“ segir Ólafur. Það sé alls ekki raunin og smærri fyrirtæki hafi lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana við efnahagsástandið eins og það er í dag. Almennt eru báðar hliðar því svartsýnar á kjaraviðræðurnar. „Það eru margir í mínu félagi, minni atvinnurekendur, sem hafa miklar áhyggjur af haustinu og ástandinu á vinnumarkaðinum. Þannig að jú það er óhætt að segja að menn eru ekkert óskaplega bjartsýnir á stöðuna,“ segir Ólafur og Þórarinn hjá Öldunni tekur í sama streng: „Ég hef allavega ekki mikla trú á að hún skili einhverri tímamótaniðurstöðu. Já, ég hef pínu áhyggjur af því,“ segir hann.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaramál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira