Eiður Smári: „Verðum að hætta að bjóða sjálfum okkur upp á að gera okkur lífið svona erfitt“ Árni Jóhansson skrifar 11. ágúst 2022 21:00 Fjalar Þorgeirsson og Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfair FH. Vísir/Diego Þjálfara FH, Eið Smára Guðjohnsen, var skiljanlega létt eftir að hans menn náðu að klára verkefnið í kvöld þegar liðið lagði Kórdrengi 2-4 í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hann var ánægður með ýmislegt í kvöld en biðlaði til sinna manna hætta að koma sér í klandur. „Léttir? Já. Auðvitað. Við ætluðum okkur áfram í þessari keppni en við gerðum okkur erfitt fyrir ef ég á að segja alveg eins og er. Við sýndum þó að það braut okkur ekki á bak aftur. Við komum til baka, héldum ró okkar, betur en við höfum gert undanfarnar vikur en þetta er aldrei auðvelt. Alveg sama hver mótherjinn er“, sagði Eiður þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningum sínum eftir leikinn og hvort honum væri ekki létt. Hann var næst spurður hver skilaboðin voru í hálfleik til sinna manna. Þeir gerðu sér erfitt fyrir en það sem Eiður lagði upp með hefur gengið eftir. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og við verðum að hætta að bjóða sjálfum okkur upp með að gera okkur lífið svona erfitt. Það sem ég lagði mest upp með var að hreyfa boltann eins mikið og við getum. Helst of margar sendingar, aðeins að yfirspila, þannig myndum við drepa tempóið í leiknum og þá myndi markið koma að sjálfum sér. Sem það gerði.“ Steven Lennon gerði þrennu í leiknum. Hann sýndi gæði sín í því að vera réttur maður á réttum stað og klára færin sín í dag og Eiður var spurður hvort það væri ekki þægilegt að eiga hann inni. „Kominn tími á að hann sprakk út“, sagði Eiður og hló við áður en hann hélt áfram: „Eins og ég hef alltaf sagt, Lenny er ennþá sami leikmaðurinn sem ég þjálfaði fyrir tveimur árum. Hann þarf bara að halda áfram.“ Eiður var neyddur í að gera tvöfalda breytingu í hálfleik en Eggert Gunnþór tognaði í lok hálfleiksins en einnig var Gunnari Nielsen, markverði, skipt út. Eiður var spurður að því hver pælingin hafi verið á bakvið þá breytingu. „Gunnar er með smávægileg meiðsli. Mér fannst ekki vera 100 prósent og þá vorum við bara óhræddir við að gera þá breytingu.“ Að lokum var Eiður spurður hvað þessi sigur gæfi FH. „Hann gefur okkur það að við erum komnir í undanúrslit í bikarnum. Við leggjum þessa keppni til hliðar núna, tímabundið og förum í stríð út í Eyjum á sunnudaginn.“ Mjólkurbikar karla FH Fótbolti Íslenski boltinn Kórdrengir Tengdar fréttir Leik lokið: Kórdrengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í fyrri hálfleik og FH fer í undanúrslit Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim. 11. ágúst 2022 20:10 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
„Léttir? Já. Auðvitað. Við ætluðum okkur áfram í þessari keppni en við gerðum okkur erfitt fyrir ef ég á að segja alveg eins og er. Við sýndum þó að það braut okkur ekki á bak aftur. Við komum til baka, héldum ró okkar, betur en við höfum gert undanfarnar vikur en þetta er aldrei auðvelt. Alveg sama hver mótherjinn er“, sagði Eiður þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningum sínum eftir leikinn og hvort honum væri ekki létt. Hann var næst spurður hver skilaboðin voru í hálfleik til sinna manna. Þeir gerðu sér erfitt fyrir en það sem Eiður lagði upp með hefur gengið eftir. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og við verðum að hætta að bjóða sjálfum okkur upp með að gera okkur lífið svona erfitt. Það sem ég lagði mest upp með var að hreyfa boltann eins mikið og við getum. Helst of margar sendingar, aðeins að yfirspila, þannig myndum við drepa tempóið í leiknum og þá myndi markið koma að sjálfum sér. Sem það gerði.“ Steven Lennon gerði þrennu í leiknum. Hann sýndi gæði sín í því að vera réttur maður á réttum stað og klára færin sín í dag og Eiður var spurður hvort það væri ekki þægilegt að eiga hann inni. „Kominn tími á að hann sprakk út“, sagði Eiður og hló við áður en hann hélt áfram: „Eins og ég hef alltaf sagt, Lenny er ennþá sami leikmaðurinn sem ég þjálfaði fyrir tveimur árum. Hann þarf bara að halda áfram.“ Eiður var neyddur í að gera tvöfalda breytingu í hálfleik en Eggert Gunnþór tognaði í lok hálfleiksins en einnig var Gunnari Nielsen, markverði, skipt út. Eiður var spurður að því hver pælingin hafi verið á bakvið þá breytingu. „Gunnar er með smávægileg meiðsli. Mér fannst ekki vera 100 prósent og þá vorum við bara óhræddir við að gera þá breytingu.“ Að lokum var Eiður spurður hvað þessi sigur gæfi FH. „Hann gefur okkur það að við erum komnir í undanúrslit í bikarnum. Við leggjum þessa keppni til hliðar núna, tímabundið og förum í stríð út í Eyjum á sunnudaginn.“
Mjólkurbikar karla FH Fótbolti Íslenski boltinn Kórdrengir Tengdar fréttir Leik lokið: Kórdrengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í fyrri hálfleik og FH fer í undanúrslit Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim. 11. ágúst 2022 20:10 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Leik lokið: Kórdrengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í fyrri hálfleik og FH fer í undanúrslit Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim. 11. ágúst 2022 20:10