Ancelotti segir að Benzema sé skilvirkasti leikmaður heims.
Benzema hjálpaði Real Madrid að vinna enn einn titilinn í gær þegar hann skoraði seinna markið í 2-0 sigri á Evrópudeildarmeisturunum í leiknum um Ofurbikar Evrópu.
Karim Benzema picking up where he left off last season pic.twitter.com/0G3Ik1LkYc
— B/R Football (@brfootball) August 10, 2022
„Benzema er leiðtogi. Að við séum hérna er að hluta til honum að þakka. Hann skoraði fullt af mörkum. Varðandi Gullhnöttinn ... er einhver vafi? Ég held að það efist enginn um það að hann eigi að fá hann,“ sagði Carlo Ancelotti við Movistar eftir leikinn.
„Hann er mikilvægasti leikmaður okkar og skilvirkasti leikmaður heims á þessari stundu,“ sagði Ancelotti um hinn 34 ára gamla franska framherja.
324 - Karim Benzema has become @realmadrid's second all-time top scorer in all competitions with 324 goals, surpassing Raúl González Blanco (323). Only Cristiano Ronaldo (450) has scored more than the Frenchman with The Whites. Myth. pic.twitter.com/DT4NsHHJDp
— OptaJose (@OptaJose) August 10, 2022
„Hann var mjög mikilvægur þegar við unnum Meistaradeildina. Hann skoraði ekki í úrslitaleiknum en við komust í úrslitaleikinn þökk sé mörkum hans,“ sagði Ancelotti.
„Hann skoraði á móti [Manchester] City, á móti Chelsea og á móti Paris [Saint-Germain]. Hann er svo mikilvægur fyrir okkur og það enginn vafi í mínum huga að hann er sá besti á þessum tímapunkti,“ sagði Ancelotti.
@Benzema
— #SuperCup (@ChampionsLeague) August 10, 2022
First trophy as club captain pic.twitter.com/hxkJKsLI6m