Enginn Tvíhöfði í haust Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2022 20:17 Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr skipa Tvíhöfða. Vísir Það verða engir Tvíhöfða-þættir í haust en þættirnir hafa verið á dagskrá á Rás 2 síðan árið 2017. Þættirnir hófu göngu sína árið 1994 en ekki er útilokað að Tvíhöfði snúi aftur seinna. Það eru grínistarnir og leikararnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr sem skipa Tvíhöfða en tæknimaður þeirra Þórður Helgi Þórðarson, oftast þekktur sem Doddi litli eða Love Guru, hefur einnig verið hluti af þáttunum síðan árið 2017. Í gegnum árin hafa þættirnir verið með þeim vinsælustu hér á landi og sitja einstaka þættir iðulega á topplistum helstu hlaðvarpsveitna. Það verður þó enginn Tvíhöfði í haust. „Tvíhöfði kemur ekki til landsins með haustskipunum eins og áætlað var. Auðvitað og eðlilega er fólk slegið yfir því,“ segir í tilkynningu frá Tvíhöfða sem birt var á Facebook-síðu þáttarins í kvöld. Jón Gnarr er skrifaður fyrir tilkynningunni en hann gefur upp nokkrar ástæður fyrir sambandsslitunum. Hann nefnir illvægilegt líkþorn á vinstri il og að hann vilji einbeita sér að öðrum verkefnum. Kristileg færsla „Ég hreinlega nenni þessu ekki lengur og langar til að nýta mína skapandi krafta til annars á nýjum og spennandi vettvangi þjóðmálanna, eins og ég hef gert undanfarin ár. Ég hlakka til að sjá ykkur í leikhúsinu, í Bónus og Costco,“ segir Jón. Færslan er ansi kristileg og er Jesú Kristur oft nefndur á nafn og dæmisögur hans sagðar. Hringadróttinssaga og Hobbitabækurnar koma einnig við sögu í færslunni. „Ég er vissulega fullur af sorg og trega. Ég hafði hlakkað mikið til að kynna ykkur fyrir nýjum manni sem er að berjast við það að hætta að drekka. Ég er með svo mörg ný orð sem mig langaði að deila með ykkur. Ég hlakkaði alveg sérstaklega mikið til að heyra Suðu Sigfús kenna okkur að elda hin fullkomnu súkkulaðisvið,“ segir Jón og bendir á að missir hans sé meiri en missir hlustenda. „Það sem fyrir ykkur eru ónot er fyrir mér kvöl.“ Menning Ríkisútvarpið Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira
Það eru grínistarnir og leikararnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr sem skipa Tvíhöfða en tæknimaður þeirra Þórður Helgi Þórðarson, oftast þekktur sem Doddi litli eða Love Guru, hefur einnig verið hluti af þáttunum síðan árið 2017. Í gegnum árin hafa þættirnir verið með þeim vinsælustu hér á landi og sitja einstaka þættir iðulega á topplistum helstu hlaðvarpsveitna. Það verður þó enginn Tvíhöfði í haust. „Tvíhöfði kemur ekki til landsins með haustskipunum eins og áætlað var. Auðvitað og eðlilega er fólk slegið yfir því,“ segir í tilkynningu frá Tvíhöfða sem birt var á Facebook-síðu þáttarins í kvöld. Jón Gnarr er skrifaður fyrir tilkynningunni en hann gefur upp nokkrar ástæður fyrir sambandsslitunum. Hann nefnir illvægilegt líkþorn á vinstri il og að hann vilji einbeita sér að öðrum verkefnum. Kristileg færsla „Ég hreinlega nenni þessu ekki lengur og langar til að nýta mína skapandi krafta til annars á nýjum og spennandi vettvangi þjóðmálanna, eins og ég hef gert undanfarin ár. Ég hlakka til að sjá ykkur í leikhúsinu, í Bónus og Costco,“ segir Jón. Færslan er ansi kristileg og er Jesú Kristur oft nefndur á nafn og dæmisögur hans sagðar. Hringadróttinssaga og Hobbitabækurnar koma einnig við sögu í færslunni. „Ég er vissulega fullur af sorg og trega. Ég hafði hlakkað mikið til að kynna ykkur fyrir nýjum manni sem er að berjast við það að hætta að drekka. Ég er með svo mörg ný orð sem mig langaði að deila með ykkur. Ég hlakkaði alveg sérstaklega mikið til að heyra Suðu Sigfús kenna okkur að elda hin fullkomnu súkkulaðisvið,“ segir Jón og bendir á að missir hans sé meiri en missir hlustenda. „Það sem fyrir ykkur eru ónot er fyrir mér kvöl.“
Menning Ríkisútvarpið Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira