Fyrstu drög að nýjum miðbæ á Höfn í Hornafirði Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. ágúst 2022 18:23 Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, kynnti í dag fyrstu drög að nýjum miðbæ á Höfn í Hornarfirði. Samsett Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, greindi í dag frá fyrstu drögum að uppbyggingu nýs miðbæjar á Höfn í Hornafirði. Útgerðarfyrirtækið Skinney-Þinganes stendur að baki verkefninu í samstarfi við Batteríið arkitekta sem hönnuðu meðal annars nýja miðbæinn á Selfossi. Aðspurður út í aðdragandann að þessum drögum sagði Sigurjón að skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins hefði fengið teikningarnar inn á sitt borð nýlega. Þar hafi drögin verið kynnt fyrir nefndarmeðlimum og nú væru þau að koma þessu út í kosmósinn til að fólk geti séð hugmyndirnar og það geti átt sér stað umræða meðal íbúa. Sigurjón sagði síðan að skipulagsvinna færi fljótlega af stað. Í þessum fyrirhugaða nýja miðbæ segir Sigurjón að sé meðal annars gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði, mathöll og „svæði til að halda skemmtilegar hátíðir og gera sögunni skil.“ Engin ljón í veginum „Við þurfum að taka upp samtal við þá sem vilja fara í uppbygginguna og við þurfum að tryggja alla samninga, meðal annars um lóðir,“ sagði Sigurjón um hver næstu skref væru. Loftmynd af nýja miðbænum þar sem má sjá íbúðarhúsnæði, garð og opið svæði með plássi fyrir tónleikahald.Aðsent Þá sagði hann að það þyrfti að færa eina götu og huga að ýmsu varðandi lagnir en hins vegar væru engin „ljón í veginum, nema vinna,“ eins og hann orðaði það. Sveitarfélagið þyrfti ekki að kaupa upp nein hús eða byggingar þar sem flestar bygginganna væru í eigu Skinneyjar-Þinganes og uppbyggingarsvæðið væri á þeirra athafnasvæði sem væri núna að færast til. „En það er gert ráð fyrir því að vernda hluta af gömlu húsunum, gamla bragga,“ bætti hann við. Þurfi að bregðast við skorti á húsnæði Sigurjón segir að Skinney-Þinganes, útgerðarfélag á staðnum, standi að baki verkefninu í samráði við arkitektastofuna Batteríið arkitekta sem gerðu líka nýja miðbæinn á Selfossi. Eins og þar geti þessi nýi miðbær trekkt fólk að. Opna svæðið í nýja miðbænum séð frá jörðu. Þarna virðist vra gert ráð fyrir sérstöku svæði fyrir tónleika eða aðrar útiskemmtanir.Aðsent Þá segir Sigurjón að þessi nýi miðbær sé hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem sé í gangi í sveitarfélaginu nú þegar. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði hérna. Það hefur ekki verið nægilega mikið byggt og við erum í vandræðum, bæði með húsnæði fyrir fólk sem vill búa hérna og starfa en líka fyrir fólk sem kemur hingað að vinna,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að þörfin sé því mikil og sveitarfélagið ætli í þá uppbyggingu samhliða nýja miðbænum. Nú þurfi sveitarfélagið að taka samtalið við Skinney-Þinganes um alls konar atriði og samninga, heyra í íbúum og hagsmunaaðilum og „svo bara fulla ferð,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að sveitarfélagið þurfi ekki að kaupa upp neitt húsnæði þar sem flest húsin á svæðinu séu í eigu Skinneyjar-Þinganess.Aðsent Húsnæðismál Sveitarfélagið Hornafjörður Byggðamál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Aðspurður út í aðdragandann að þessum drögum sagði Sigurjón að skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins hefði fengið teikningarnar inn á sitt borð nýlega. Þar hafi drögin verið kynnt fyrir nefndarmeðlimum og nú væru þau að koma þessu út í kosmósinn til að fólk geti séð hugmyndirnar og það geti átt sér stað umræða meðal íbúa. Sigurjón sagði síðan að skipulagsvinna færi fljótlega af stað. Í þessum fyrirhugaða nýja miðbæ segir Sigurjón að sé meðal annars gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði, mathöll og „svæði til að halda skemmtilegar hátíðir og gera sögunni skil.“ Engin ljón í veginum „Við þurfum að taka upp samtal við þá sem vilja fara í uppbygginguna og við þurfum að tryggja alla samninga, meðal annars um lóðir,“ sagði Sigurjón um hver næstu skref væru. Loftmynd af nýja miðbænum þar sem má sjá íbúðarhúsnæði, garð og opið svæði með plássi fyrir tónleikahald.Aðsent Þá sagði hann að það þyrfti að færa eina götu og huga að ýmsu varðandi lagnir en hins vegar væru engin „ljón í veginum, nema vinna,“ eins og hann orðaði það. Sveitarfélagið þyrfti ekki að kaupa upp nein hús eða byggingar þar sem flestar bygginganna væru í eigu Skinneyjar-Þinganes og uppbyggingarsvæðið væri á þeirra athafnasvæði sem væri núna að færast til. „En það er gert ráð fyrir því að vernda hluta af gömlu húsunum, gamla bragga,“ bætti hann við. Þurfi að bregðast við skorti á húsnæði Sigurjón segir að Skinney-Þinganes, útgerðarfélag á staðnum, standi að baki verkefninu í samráði við arkitektastofuna Batteríið arkitekta sem gerðu líka nýja miðbæinn á Selfossi. Eins og þar geti þessi nýi miðbær trekkt fólk að. Opna svæðið í nýja miðbænum séð frá jörðu. Þarna virðist vra gert ráð fyrir sérstöku svæði fyrir tónleika eða aðrar útiskemmtanir.Aðsent Þá segir Sigurjón að þessi nýi miðbær sé hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem sé í gangi í sveitarfélaginu nú þegar. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði hérna. Það hefur ekki verið nægilega mikið byggt og við erum í vandræðum, bæði með húsnæði fyrir fólk sem vill búa hérna og starfa en líka fyrir fólk sem kemur hingað að vinna,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að þörfin sé því mikil og sveitarfélagið ætli í þá uppbyggingu samhliða nýja miðbænum. Nú þurfi sveitarfélagið að taka samtalið við Skinney-Þinganes um alls konar atriði og samninga, heyra í íbúum og hagsmunaaðilum og „svo bara fulla ferð,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að sveitarfélagið þurfi ekki að kaupa upp neitt húsnæði þar sem flest húsin á svæðinu séu í eigu Skinneyjar-Þinganess.Aðsent
Húsnæðismál Sveitarfélagið Hornafjörður Byggðamál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira