Heimspekilegar pælingar um neyslumenningu Steinar Fjeldsted skrifar 9. ágúst 2022 14:30 Ljósmynd: Anna Maggý. Fimmtudaginn 11. ágúst sendir Ásgeir frá sér aðra smáskífuna af væntanlegri plötu Time On My Hands - sem kemur út á vegum útgáfu fyrirtækisins One Little Independent í október. Lagið sem heitir Limitless og er falleg ballaða er talsvert ólíkt fyrstu smáskífu plötunnar, Snowblind. Í texta lagsins eru heimspekilegar pælingar um neyslumenningu og ys og þys hins daglega lífs og hversu ómerkilegt og smálegt slíkt er í samanburði við fegurð og stærð alheimsins. Á meðan textinn hvetur hlustandann til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni, býður draumkenndur hljóðheimurinn upp á ferðalag út í víðáttur geimsins þar sem okkar jarðvist verður agnarsmá. Það er mikið um að vera hjá Ásgeiri á þessu ári því ásamt því að gefa út nýja plötu, fagnar hann 10 ára afmæli plötunnar Dýrð í dauðaþögn sem naut mikilla vinsælda um heim allan. Afmælinu verður m.a. fagnað með stórtónleikum í Hörpu þann 27. ágúst. Miðasala á tónleikana fer fram á Tix. Framundan hjá Ásgeiri er jafnframt fjöldinn allur af tónleikum um Evrópu til að kynna nýja plötu. Hér má sjá Tónleikadagskrá Ásgeirs: 27/08 – Eldborg í Hörpu, Reykjavík 28/09 – Bürgerhaus Stollwerck, Köln, Þýskalandi 29/09 – Freiheitshalle, München, Þýskalandi 01/10 – Markthalle, Hamborg, Þýskalandi 02/10 – Botanique, Brussel, Belgíu 03/10 – Paterskerk, Eindhoven, Hollandi 05/10 – La Cigale, París, Frakklandi 06/10 – Central Station, Darmstadt, Þýskalandi 07/10 – Taubchenthal, Leipzig, Þýskalandi 09/10 – X-Tra, Zurich, Sviss 10/10 – Les Docks, Lausanne, Sviss 12/10 – A38 Ship, Búdapest, Ungverjalandi 13/10 – Arena Club, Vín, Austurríki 14/10 – Locomotive Club, Bologna, Ítalíu 16/10 - La Grand Mix, Tourcoing, Frakklandi 17/10 – Tivoli Vrendenburg - Grote Zaal, Utrecht, Hollandi Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið
Lagið sem heitir Limitless og er falleg ballaða er talsvert ólíkt fyrstu smáskífu plötunnar, Snowblind. Í texta lagsins eru heimspekilegar pælingar um neyslumenningu og ys og þys hins daglega lífs og hversu ómerkilegt og smálegt slíkt er í samanburði við fegurð og stærð alheimsins. Á meðan textinn hvetur hlustandann til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni, býður draumkenndur hljóðheimurinn upp á ferðalag út í víðáttur geimsins þar sem okkar jarðvist verður agnarsmá. Það er mikið um að vera hjá Ásgeiri á þessu ári því ásamt því að gefa út nýja plötu, fagnar hann 10 ára afmæli plötunnar Dýrð í dauðaþögn sem naut mikilla vinsælda um heim allan. Afmælinu verður m.a. fagnað með stórtónleikum í Hörpu þann 27. ágúst. Miðasala á tónleikana fer fram á Tix. Framundan hjá Ásgeiri er jafnframt fjöldinn allur af tónleikum um Evrópu til að kynna nýja plötu. Hér má sjá Tónleikadagskrá Ásgeirs: 27/08 – Eldborg í Hörpu, Reykjavík 28/09 – Bürgerhaus Stollwerck, Köln, Þýskalandi 29/09 – Freiheitshalle, München, Þýskalandi 01/10 – Markthalle, Hamborg, Þýskalandi 02/10 – Botanique, Brussel, Belgíu 03/10 – Paterskerk, Eindhoven, Hollandi 05/10 – La Cigale, París, Frakklandi 06/10 – Central Station, Darmstadt, Þýskalandi 07/10 – Taubchenthal, Leipzig, Þýskalandi 09/10 – X-Tra, Zurich, Sviss 10/10 – Les Docks, Lausanne, Sviss 12/10 – A38 Ship, Búdapest, Ungverjalandi 13/10 – Arena Club, Vín, Austurríki 14/10 – Locomotive Club, Bologna, Ítalíu 16/10 - La Grand Mix, Tourcoing, Frakklandi 17/10 – Tivoli Vrendenburg - Grote Zaal, Utrecht, Hollandi Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið