Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2022 23:56 Donald Trump heldur ræðu í Alaska fyrir stuðningsmenn Repúblíkana í júlí síðastliðnum. Getty Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024. Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, sem hefur fjallað mikið um Donald Trump og er að vinna að bók um forsetatíð forsetans fyrrverandi, birti brot úr yfirlýsingu Trump á Twitter. Heimili Trump í Mar-a-Lago í Flórída er ansi glæsilegt.Getty Miðað við lýsingar Trump virðast aðgerðir Alríkislögreglunnar á heimili Trump hafa falið í sér húsleit en það er ekki enn ljóst hvers vegna ráðist var í hana enda ýmislegt sem kemur til greina. Hugsanlega tengjast aðgerðirnar því að Trump tók fjölda leynilegra skjala með sér til Flórída eftir að forsetatíð hans lauk. Trump sjálfur hefur hins vegar þvertekið fyrir þær ásakanir. Einnig gæti húsleitin tengst rannsókn Alríkislögreglunnar á síðustu forsetakosningum Bandaríkjanna. Fyrr í sumar framkvæmdu Alríkislögregluþjónar fjölda húsleita heima hjá stuðningsmönnum Trump í tengslum við tilraunir þeirra til að tefla fram fölskum kjörmönnum til að halda forsetanum fyrrverandi við völd í kosningunum í fyrra. Húsleitin sé vopnvæðing dómskerfisins og árás róttækra vinstrimanna Á skjáskoti sem Haberman birtir af yfirlýsingunni segir Trump að ekkert í líkingu við þetta hafi nokkru sinni komið fyrir forseta Bandaríkjanna. Þá hafi „þessi óvænta skyndiárás“ hvorki verið „nauðsynleg né viðeigandi“ eftir að hann hafði fúslega unnið með yfirvöldum. Trump segir að „árásin“ feli í sér misferli saksóknara, hún sé „vopnvæðing dómskerfisins“ og „árás róttækra vinstrisinnaðra Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig fram til forseta. Trump says MAL has been searched by feds pic.twitter.com/UEC5KE5pJm— Maggie Haberman (@maggieNYT) August 8, 2022 Hann segir jafnframt að slík árás gæti aðeins átt sér stað í brotnum þriðja heims ríkjum sem Bandaríkin séu því miður orðin vegna spillingar. Hann segir að lögreglumennirnir hafi meira að segja brotist inn í peningaskáp hans. Þá veltir Trump því fyrir sér hver sé munurinn á þessari aðgerð Alríkislögreglunnar og aðgerða spæjara í Watergate-hneykslinu. Að lokum segir hann að þetta sé þáttur í áframhaldandi pólitískri ofsókn gegn sér sem hafi staðið yfir í mörg ár. Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. 27. júlí 2022 15:40 Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, sem hefur fjallað mikið um Donald Trump og er að vinna að bók um forsetatíð forsetans fyrrverandi, birti brot úr yfirlýsingu Trump á Twitter. Heimili Trump í Mar-a-Lago í Flórída er ansi glæsilegt.Getty Miðað við lýsingar Trump virðast aðgerðir Alríkislögreglunnar á heimili Trump hafa falið í sér húsleit en það er ekki enn ljóst hvers vegna ráðist var í hana enda ýmislegt sem kemur til greina. Hugsanlega tengjast aðgerðirnar því að Trump tók fjölda leynilegra skjala með sér til Flórída eftir að forsetatíð hans lauk. Trump sjálfur hefur hins vegar þvertekið fyrir þær ásakanir. Einnig gæti húsleitin tengst rannsókn Alríkislögreglunnar á síðustu forsetakosningum Bandaríkjanna. Fyrr í sumar framkvæmdu Alríkislögregluþjónar fjölda húsleita heima hjá stuðningsmönnum Trump í tengslum við tilraunir þeirra til að tefla fram fölskum kjörmönnum til að halda forsetanum fyrrverandi við völd í kosningunum í fyrra. Húsleitin sé vopnvæðing dómskerfisins og árás róttækra vinstrimanna Á skjáskoti sem Haberman birtir af yfirlýsingunni segir Trump að ekkert í líkingu við þetta hafi nokkru sinni komið fyrir forseta Bandaríkjanna. Þá hafi „þessi óvænta skyndiárás“ hvorki verið „nauðsynleg né viðeigandi“ eftir að hann hafði fúslega unnið með yfirvöldum. Trump segir að „árásin“ feli í sér misferli saksóknara, hún sé „vopnvæðing dómskerfisins“ og „árás róttækra vinstrisinnaðra Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig fram til forseta. Trump says MAL has been searched by feds pic.twitter.com/UEC5KE5pJm— Maggie Haberman (@maggieNYT) August 8, 2022 Hann segir jafnframt að slík árás gæti aðeins átt sér stað í brotnum þriðja heims ríkjum sem Bandaríkin séu því miður orðin vegna spillingar. Hann segir að lögreglumennirnir hafi meira að segja brotist inn í peningaskáp hans. Þá veltir Trump því fyrir sér hver sé munurinn á þessari aðgerð Alríkislögreglunnar og aðgerða spæjara í Watergate-hneykslinu. Að lokum segir hann að þetta sé þáttur í áframhaldandi pólitískri ofsókn gegn sér sem hafi staðið yfir í mörg ár.
Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. 27. júlí 2022 15:40 Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. 27. júlí 2022 15:40
Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24
Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49