Lífshættulegt að slökkva ekki á búnaði í útilegum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2022 22:55 Eyþór Víðisson öryggisfræðingur. Vísir/Ívar Fannar Öryggisfræðingur segir nauðsynlegt að fólk hugi vel að búnaði í ferðahýsum fyrir ferðalög. Lífshættulegt geti verið að sofa með kveikt á gas-, olíu- eða rafmagnsbúnaði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýstu hjónin Bylgja Dís Birkisdóttir og Bragi Jónsson því þegar þau og tveggja ára sonur þeirra vöknuðu úr værum svefni í útilegu á Akureyri. Þau dvöldu þar í fellihýsi en Bylgja vaknaði með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarörðugleika. Ekki leið á löngu þar til Bragi var farinn að finna svipuð einkenni. Þau áttuðu sig á að eitthvað væri í loftinu og drifu sig út. Í ljós kom að koltvísýringur hefði komið inn í fellihýsið í gegn um miðstöðina sem var í gangi um nóttina og litlu mátti muna að þau hefðu öll farist. „Það sem gerist sennilega þarna er að þau hafa notað olíu til að hita fellihýsið. Við olíubruna, eins og við þekkjum bara á bílunum okkar, þá verður til koltvísýringur sem að virðist fara að leka þarna inn í rýmið,“ segir Eyþór Víðisson öryggisfræðingu. Mikilvægt sé að fólk fari ekki að sofa frá einhverju sem kveikt er á. „Hvort sem það er gas, olía, jafnvel rafmagnshitarar. Ég skil það vel að það geti orðið kalt á nóttunni á Íslandi. Þá er bara að búa sig að öðru leyti, klæða sig vel og vera með góða sæng,“ segir Eyþór. „Við förum ekki að sofa heima hjá okkur frá kerti sem logar og þetta er sama reglan. Við vitum aldrei hvað getur gerst.“ Fólk kanni ástand búnaðar vel fyrir ferðalög Fólk þurfi að huga vel að búnaði fyrir ferðalög. „Það skiptir rosa miklu máli að vita hvað maður er með í höndunum, hvers konar búnaður þetta er. Gas eða olía eða annað og síðan hvernig ástandið er fyrir hvert sumar,“ segir Eyþór. „Að skoða búnaðinn vel, toga í allt og skoða festingar og ef það er eitthvað að skipta um.“ Oft hafi komið upp dæmi sem þessi sem hafi farið verr. „Maður hefur oft heyrt þetta í gegn um tíðina og maður hefur líka lesið fréttir um andlát vegna þess að fólk sofnaði frá búnaði, hvort sem það eru prímusar í tjöldum eða einhverskonar gasbúnaður.“ Mikil mildi sé að ekki fór verr. „Þetta fólk er alveg ótrúlega heppið og maður bara þakkar guðunum að ekkki fór verr vegna þess að það hefði vissulega getað gert það,“ segir Eyþór. Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Slysavarnir Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýstu hjónin Bylgja Dís Birkisdóttir og Bragi Jónsson því þegar þau og tveggja ára sonur þeirra vöknuðu úr værum svefni í útilegu á Akureyri. Þau dvöldu þar í fellihýsi en Bylgja vaknaði með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarörðugleika. Ekki leið á löngu þar til Bragi var farinn að finna svipuð einkenni. Þau áttuðu sig á að eitthvað væri í loftinu og drifu sig út. Í ljós kom að koltvísýringur hefði komið inn í fellihýsið í gegn um miðstöðina sem var í gangi um nóttina og litlu mátti muna að þau hefðu öll farist. „Það sem gerist sennilega þarna er að þau hafa notað olíu til að hita fellihýsið. Við olíubruna, eins og við þekkjum bara á bílunum okkar, þá verður til koltvísýringur sem að virðist fara að leka þarna inn í rýmið,“ segir Eyþór Víðisson öryggisfræðingu. Mikilvægt sé að fólk fari ekki að sofa frá einhverju sem kveikt er á. „Hvort sem það er gas, olía, jafnvel rafmagnshitarar. Ég skil það vel að það geti orðið kalt á nóttunni á Íslandi. Þá er bara að búa sig að öðru leyti, klæða sig vel og vera með góða sæng,“ segir Eyþór. „Við förum ekki að sofa heima hjá okkur frá kerti sem logar og þetta er sama reglan. Við vitum aldrei hvað getur gerst.“ Fólk kanni ástand búnaðar vel fyrir ferðalög Fólk þurfi að huga vel að búnaði fyrir ferðalög. „Það skiptir rosa miklu máli að vita hvað maður er með í höndunum, hvers konar búnaður þetta er. Gas eða olía eða annað og síðan hvernig ástandið er fyrir hvert sumar,“ segir Eyþór. „Að skoða búnaðinn vel, toga í allt og skoða festingar og ef það er eitthvað að skipta um.“ Oft hafi komið upp dæmi sem þessi sem hafi farið verr. „Maður hefur oft heyrt þetta í gegn um tíðina og maður hefur líka lesið fréttir um andlát vegna þess að fólk sofnaði frá búnaði, hvort sem það eru prímusar í tjöldum eða einhverskonar gasbúnaður.“ Mikil mildi sé að ekki fór verr. „Þetta fólk er alveg ótrúlega heppið og maður bara þakkar guðunum að ekkki fór verr vegna þess að það hefði vissulega getað gert það,“ segir Eyþór.
Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Slysavarnir Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira