Nýja tækið mælir magn frjókorna í rauntíma en einn helsti ókostur mælingatækjanna sem hafa verið notuð hingað til er sagður vera hraði niðurstaðna, gömlu tækin þurfi heilan dag til þess að skila af sér niðurstöðum.
Í umfjöllun sem skrifuð er af Ewu Przedpelska-Wasowicz, líffræðingi hjá Náttúrufræðistofnun segir að betri upplýsingar um frjókorn geti dregið úr kostnaði heilbrigðiskerfisins. „Það getur hjálpað til við að fækka komum á bráðamóttöku eða sjúkrahúsinnlagnir af völdum frjókornaofnæmis og tengdra sjúkdóma.“
Upplýsingarnar frá nýja tækinu verða gerðar aðgengilegar á næstu vikum á heimasíðu stofnunarinnar, ni.is.