Telja líklegt að ráðamenn séu undir áhrifum „undirróðursstarfsemi“ Uber Árni Sæberg skrifar 3. ágúst 2022 11:05 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur uppi áform um breytingar á lögum um leigubílaakstur. Leigubílstjórar eru ekki ánægðir með þau. Vísir/Vilhelm Tvö félög leigubílstjóra hafa sent frá sér harðorða umsögn um frumvarp innviðaráðherra til laga um leigubifreiðaakstur. Formaður þeirra telur að með frumvarpinu séu lögð drög að lagabreytingum sem munu gera út af við leigubílaakstur hér á landi. Bifreiðastjórafélagið Frami og Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra ítreka fyrri umsagnir sínar um fyrri frumvörp Sigurðar Inga Jóhannessonar um leigubifreiðaakstur. Áður höfðu félögin sagst leggjast alfarið gegn áformum um lagabreytingar og formaður félaganna, Daníel Orri Einarsson segir beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra með breytingum á lögum um leigubílaakstur. „Vegna þeirra breytinga sem fram koma í hinu nýja frumvarpi er þó þörf á að gera frekari athugasemdir,“ segir í nýrri umsókn sem Daníel Orri ritar undir fyrir hönd félagsmanna beggja félaganna. Í umsögninni segir að ekki sé annað að sjá en að ráðherra leggi fram drög að lagabreytingum sem munu gera út af við leigubifreiðaakstur hérlendis með því að heimila rekstrarform sem bjóða heim ójafnri samkeppni. Í frumvarpinu sé enn fremur opnað fyrir losarabrag í atvinnugreininni með afnámi vinnuskyldu og takmörkunarsvæða. Ekki tekið tillit til viðhorfa þeirra sem mesta þekkingu hafa „Í engu hefur verið tekið tillit til margháttaðra athugasemda leigubifreiðastjóra við fyrri frumvörp - þeirrar stéttar er eðli máls samkvæmt hefur mesta þekkingu og reynslu í viðkomandi atvinnugrein,“ segir í umsögninni. Þá segir enn fremur að ekki hafi verið horft til afleiðinga sem afregluvæðing leigubifreiðaaksturs hefur haft á hinum Norðurlöndunum. Leigubílstjórar segja þær afleiðingar hörmulegar. „Aftur á móti er frumvarpið sniðið eftir tillögum Viðskiptaráðs Íslands og Samkeppniseftirlitsins og lagt til að fyrirtæki megi starfrækja leigubifreiðar og að engin bönd verði á fjölda bifreiða,“ segir í umsögn. Leigubílsstjórar segja það vekja upp áleitnar spurningar hvers vegna sjónarmiðum samtaka atvinnurekenda sé fylgt til hlítar en röksemdir og ábendingar stéttar leigubifreiðastjóra og Alþýðusambands Íslands hundsaðar. Stjórnvöldum hafi verið í lófa lagið að fá undanþágu Í umsögninni segir að frumvarp innviðaráðherra sé kynnt þannig að óhjákvæmilegt sé að ráðast í breytingar á lögum um leigubílaaksturs vegna þess að eftirlitsstofnun EFTA kalli eftir því. „Íslenskum stjórnvöldum var í lófa lagið að leita undanþága sem þau gerðu ekki. Þau þurfa að svara fyrir eigin mistök í því efni og fá þau leiðrétt - ekki er hægt að leggja ábyrgðina á þeirri yfirsjón á herðar stéttar leigubifreiðastjóra og notenda þeirrar þjónustu er þeir veita,“ segir í umsögninni. Þá segir að Alþýðusamband Íslands hafi leitt að því rök að Íslandi sé ekki skylt samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að ganga eins langt í breytingum og lagt er til í frumvarpinu. Hneykslismál Uber ætti að drepa frumvarpið í fæðingu Leigubílstjórar segja að nýjar fréttir af hneykslismálum Uber og áhrifa stjórnenda þeirrar farveitu á stjórnmálamenn og blaðamenn víðs vegar um Evrópu, ættu út af fyrir sig að vera næg ástæða til að falla frá áformum um afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs hér á landi. Sér í lagi að koma í veg fyrir að erlendar farveitur nái hér fótfestu. „Líklegt má telja að íslenskir ráðamenn - líkt og ráðamenn víðs vegar annars staðar í álfunni - séu undir áhrifum af undirróðursstarfsemi Uber,“ segir í umsögninni. Umsögn Bifreiðastjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra má lesa hér. Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Bifreiðastjórafélagið Frami og Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra ítreka fyrri umsagnir sínar um fyrri frumvörp Sigurðar Inga Jóhannessonar um leigubifreiðaakstur. Áður höfðu félögin sagst leggjast alfarið gegn áformum um lagabreytingar og formaður félaganna, Daníel Orri Einarsson segir beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra með breytingum á lögum um leigubílaakstur. „Vegna þeirra breytinga sem fram koma í hinu nýja frumvarpi er þó þörf á að gera frekari athugasemdir,“ segir í nýrri umsókn sem Daníel Orri ritar undir fyrir hönd félagsmanna beggja félaganna. Í umsögninni segir að ekki sé annað að sjá en að ráðherra leggi fram drög að lagabreytingum sem munu gera út af við leigubifreiðaakstur hérlendis með því að heimila rekstrarform sem bjóða heim ójafnri samkeppni. Í frumvarpinu sé enn fremur opnað fyrir losarabrag í atvinnugreininni með afnámi vinnuskyldu og takmörkunarsvæða. Ekki tekið tillit til viðhorfa þeirra sem mesta þekkingu hafa „Í engu hefur verið tekið tillit til margháttaðra athugasemda leigubifreiðastjóra við fyrri frumvörp - þeirrar stéttar er eðli máls samkvæmt hefur mesta þekkingu og reynslu í viðkomandi atvinnugrein,“ segir í umsögninni. Þá segir enn fremur að ekki hafi verið horft til afleiðinga sem afregluvæðing leigubifreiðaaksturs hefur haft á hinum Norðurlöndunum. Leigubílstjórar segja þær afleiðingar hörmulegar. „Aftur á móti er frumvarpið sniðið eftir tillögum Viðskiptaráðs Íslands og Samkeppniseftirlitsins og lagt til að fyrirtæki megi starfrækja leigubifreiðar og að engin bönd verði á fjölda bifreiða,“ segir í umsögn. Leigubílsstjórar segja það vekja upp áleitnar spurningar hvers vegna sjónarmiðum samtaka atvinnurekenda sé fylgt til hlítar en röksemdir og ábendingar stéttar leigubifreiðastjóra og Alþýðusambands Íslands hundsaðar. Stjórnvöldum hafi verið í lófa lagið að fá undanþágu Í umsögninni segir að frumvarp innviðaráðherra sé kynnt þannig að óhjákvæmilegt sé að ráðast í breytingar á lögum um leigubílaaksturs vegna þess að eftirlitsstofnun EFTA kalli eftir því. „Íslenskum stjórnvöldum var í lófa lagið að leita undanþága sem þau gerðu ekki. Þau þurfa að svara fyrir eigin mistök í því efni og fá þau leiðrétt - ekki er hægt að leggja ábyrgðina á þeirri yfirsjón á herðar stéttar leigubifreiðastjóra og notenda þeirrar þjónustu er þeir veita,“ segir í umsögninni. Þá segir að Alþýðusamband Íslands hafi leitt að því rök að Íslandi sé ekki skylt samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að ganga eins langt í breytingum og lagt er til í frumvarpinu. Hneykslismál Uber ætti að drepa frumvarpið í fæðingu Leigubílstjórar segja að nýjar fréttir af hneykslismálum Uber og áhrifa stjórnenda þeirrar farveitu á stjórnmálamenn og blaðamenn víðs vegar um Evrópu, ættu út af fyrir sig að vera næg ástæða til að falla frá áformum um afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs hér á landi. Sér í lagi að koma í veg fyrir að erlendar farveitur nái hér fótfestu. „Líklegt má telja að íslenskir ráðamenn - líkt og ráðamenn víðs vegar annars staðar í álfunni - séu undir áhrifum af undirróðursstarfsemi Uber,“ segir í umsögninni. Umsögn Bifreiðastjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra má lesa hér.
Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira