Telja líklegt að ráðamenn séu undir áhrifum „undirróðursstarfsemi“ Uber Árni Sæberg skrifar 3. ágúst 2022 11:05 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur uppi áform um breytingar á lögum um leigubílaakstur. Leigubílstjórar eru ekki ánægðir með þau. Vísir/Vilhelm Tvö félög leigubílstjóra hafa sent frá sér harðorða umsögn um frumvarp innviðaráðherra til laga um leigubifreiðaakstur. Formaður þeirra telur að með frumvarpinu séu lögð drög að lagabreytingum sem munu gera út af við leigubílaakstur hér á landi. Bifreiðastjórafélagið Frami og Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra ítreka fyrri umsagnir sínar um fyrri frumvörp Sigurðar Inga Jóhannessonar um leigubifreiðaakstur. Áður höfðu félögin sagst leggjast alfarið gegn áformum um lagabreytingar og formaður félaganna, Daníel Orri Einarsson segir beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra með breytingum á lögum um leigubílaakstur. „Vegna þeirra breytinga sem fram koma í hinu nýja frumvarpi er þó þörf á að gera frekari athugasemdir,“ segir í nýrri umsókn sem Daníel Orri ritar undir fyrir hönd félagsmanna beggja félaganna. Í umsögninni segir að ekki sé annað að sjá en að ráðherra leggi fram drög að lagabreytingum sem munu gera út af við leigubifreiðaakstur hérlendis með því að heimila rekstrarform sem bjóða heim ójafnri samkeppni. Í frumvarpinu sé enn fremur opnað fyrir losarabrag í atvinnugreininni með afnámi vinnuskyldu og takmörkunarsvæða. Ekki tekið tillit til viðhorfa þeirra sem mesta þekkingu hafa „Í engu hefur verið tekið tillit til margháttaðra athugasemda leigubifreiðastjóra við fyrri frumvörp - þeirrar stéttar er eðli máls samkvæmt hefur mesta þekkingu og reynslu í viðkomandi atvinnugrein,“ segir í umsögninni. Þá segir enn fremur að ekki hafi verið horft til afleiðinga sem afregluvæðing leigubifreiðaaksturs hefur haft á hinum Norðurlöndunum. Leigubílstjórar segja þær afleiðingar hörmulegar. „Aftur á móti er frumvarpið sniðið eftir tillögum Viðskiptaráðs Íslands og Samkeppniseftirlitsins og lagt til að fyrirtæki megi starfrækja leigubifreiðar og að engin bönd verði á fjölda bifreiða,“ segir í umsögn. Leigubílsstjórar segja það vekja upp áleitnar spurningar hvers vegna sjónarmiðum samtaka atvinnurekenda sé fylgt til hlítar en röksemdir og ábendingar stéttar leigubifreiðastjóra og Alþýðusambands Íslands hundsaðar. Stjórnvöldum hafi verið í lófa lagið að fá undanþágu Í umsögninni segir að frumvarp innviðaráðherra sé kynnt þannig að óhjákvæmilegt sé að ráðast í breytingar á lögum um leigubílaaksturs vegna þess að eftirlitsstofnun EFTA kalli eftir því. „Íslenskum stjórnvöldum var í lófa lagið að leita undanþága sem þau gerðu ekki. Þau þurfa að svara fyrir eigin mistök í því efni og fá þau leiðrétt - ekki er hægt að leggja ábyrgðina á þeirri yfirsjón á herðar stéttar leigubifreiðastjóra og notenda þeirrar þjónustu er þeir veita,“ segir í umsögninni. Þá segir að Alþýðusamband Íslands hafi leitt að því rök að Íslandi sé ekki skylt samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að ganga eins langt í breytingum og lagt er til í frumvarpinu. Hneykslismál Uber ætti að drepa frumvarpið í fæðingu Leigubílstjórar segja að nýjar fréttir af hneykslismálum Uber og áhrifa stjórnenda þeirrar farveitu á stjórnmálamenn og blaðamenn víðs vegar um Evrópu, ættu út af fyrir sig að vera næg ástæða til að falla frá áformum um afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs hér á landi. Sér í lagi að koma í veg fyrir að erlendar farveitur nái hér fótfestu. „Líklegt má telja að íslenskir ráðamenn - líkt og ráðamenn víðs vegar annars staðar í álfunni - séu undir áhrifum af undirróðursstarfsemi Uber,“ segir í umsögninni. Umsögn Bifreiðastjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra má lesa hér. Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Bifreiðastjórafélagið Frami og Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra ítreka fyrri umsagnir sínar um fyrri frumvörp Sigurðar Inga Jóhannessonar um leigubifreiðaakstur. Áður höfðu félögin sagst leggjast alfarið gegn áformum um lagabreytingar og formaður félaganna, Daníel Orri Einarsson segir beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra með breytingum á lögum um leigubílaakstur. „Vegna þeirra breytinga sem fram koma í hinu nýja frumvarpi er þó þörf á að gera frekari athugasemdir,“ segir í nýrri umsókn sem Daníel Orri ritar undir fyrir hönd félagsmanna beggja félaganna. Í umsögninni segir að ekki sé annað að sjá en að ráðherra leggi fram drög að lagabreytingum sem munu gera út af við leigubifreiðaakstur hérlendis með því að heimila rekstrarform sem bjóða heim ójafnri samkeppni. Í frumvarpinu sé enn fremur opnað fyrir losarabrag í atvinnugreininni með afnámi vinnuskyldu og takmörkunarsvæða. Ekki tekið tillit til viðhorfa þeirra sem mesta þekkingu hafa „Í engu hefur verið tekið tillit til margháttaðra athugasemda leigubifreiðastjóra við fyrri frumvörp - þeirrar stéttar er eðli máls samkvæmt hefur mesta þekkingu og reynslu í viðkomandi atvinnugrein,“ segir í umsögninni. Þá segir enn fremur að ekki hafi verið horft til afleiðinga sem afregluvæðing leigubifreiðaaksturs hefur haft á hinum Norðurlöndunum. Leigubílstjórar segja þær afleiðingar hörmulegar. „Aftur á móti er frumvarpið sniðið eftir tillögum Viðskiptaráðs Íslands og Samkeppniseftirlitsins og lagt til að fyrirtæki megi starfrækja leigubifreiðar og að engin bönd verði á fjölda bifreiða,“ segir í umsögn. Leigubílsstjórar segja það vekja upp áleitnar spurningar hvers vegna sjónarmiðum samtaka atvinnurekenda sé fylgt til hlítar en röksemdir og ábendingar stéttar leigubifreiðastjóra og Alþýðusambands Íslands hundsaðar. Stjórnvöldum hafi verið í lófa lagið að fá undanþágu Í umsögninni segir að frumvarp innviðaráðherra sé kynnt þannig að óhjákvæmilegt sé að ráðast í breytingar á lögum um leigubílaaksturs vegna þess að eftirlitsstofnun EFTA kalli eftir því. „Íslenskum stjórnvöldum var í lófa lagið að leita undanþága sem þau gerðu ekki. Þau þurfa að svara fyrir eigin mistök í því efni og fá þau leiðrétt - ekki er hægt að leggja ábyrgðina á þeirri yfirsjón á herðar stéttar leigubifreiðastjóra og notenda þeirrar þjónustu er þeir veita,“ segir í umsögninni. Þá segir að Alþýðusamband Íslands hafi leitt að því rök að Íslandi sé ekki skylt samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að ganga eins langt í breytingum og lagt er til í frumvarpinu. Hneykslismál Uber ætti að drepa frumvarpið í fæðingu Leigubílstjórar segja að nýjar fréttir af hneykslismálum Uber og áhrifa stjórnenda þeirrar farveitu á stjórnmálamenn og blaðamenn víðs vegar um Evrópu, ættu út af fyrir sig að vera næg ástæða til að falla frá áformum um afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs hér á landi. Sér í lagi að koma í veg fyrir að erlendar farveitur nái hér fótfestu. „Líklegt má telja að íslenskir ráðamenn - líkt og ráðamenn víðs vegar annars staðar í álfunni - séu undir áhrifum af undirróðursstarfsemi Uber,“ segir í umsögninni. Umsögn Bifreiðastjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra má lesa hér.
Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira