Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Fanndís Birna Logadóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 2. ágúst 2022 21:30 Gunnlaugur Bragi Björnsson var kjörinn formaður Hinsegin daga í Reykjavík í fyrra. Hinsegin dagar Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. Við setningarathöfnina í dag sagði Eliza Reid forsetafrú regnbogann í miðbænum minna á mikilvægi baráttu hinsegin fólks. „Jafnrétti sprettur ekki upp af sjálfsdáðum og á meðan við fögnum öllum framfaraskrefum megum við aldrei gleyma hvað það er auðvelt að skrensa aftur á bak. Regnbogi fjölbreytileikans, litskrúðugi borðinn í miðborginni, er þörf áminning, bæði um það sem við höfum áorkað og leiðina sem við eigum enn eftir að feta. Hann er líka tákn um að við eigum öll rétt á okkur, óháð því hvar við erum í litrófinu,“ sagði Eliza við þetta tilefni. Opnunarhátíð Hinsegin daga fór fram í kvöld þar sem gleðin var að venju allsráðandi. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, sagði skömmu fyrir upphaf hátíðarinnar að það væri frábært að geta haldið Hinsegin daga með venjulegu sniði eftir tvö erfið ár sem lituðust af heimsfaraldri kórónuveiru. Hann hafi varla þorað að nefna það upphátt síðustu daga af ótta við að storka forlögunum. „Ég held að það sé orðið of seint að snúa við þannig að við erum auðvitað bara mjög spennt.“ Hlakka til að sjá samstöðuna með hinsegin fólki Gunnlaugur sagði sérstaklega mikilvægt sé að fá að halda Hinsegin daga nú þegar borið hafi á auknum fordómum gegn hinsegin fólki. Nýlega bárust fregnir af því að hinsegin unglingar verði í auknum mæli fyrir aðkasti og óprúttnir aðilar hafi krotað ítrekað á samstöðumerki hinsegin fólks við Grafarvogskirkju. „Við höfum alltaf sagt það að Hinsegin dagar eru mikilvægir, sýnileikinn og áframhaldandi barátta en ég held að við förum kannski svolítið öðruvísi inn í hátíðina núna eftir fréttir síðustu vikna og mánaða af þessu bakslagi sem við virðumst vera að horfa fram á núna,“ sagði Gunnlaugur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Friðrik Ómar Hjörleifsson, stjórnandi opnunarhátíðar Hinsegin daga, lofaði brjáluðu stuði á hátíðinni. „Svo hlökkum við bara til að sjá alla á laugardaginn standa með okkur.“
Við setningarathöfnina í dag sagði Eliza Reid forsetafrú regnbogann í miðbænum minna á mikilvægi baráttu hinsegin fólks. „Jafnrétti sprettur ekki upp af sjálfsdáðum og á meðan við fögnum öllum framfaraskrefum megum við aldrei gleyma hvað það er auðvelt að skrensa aftur á bak. Regnbogi fjölbreytileikans, litskrúðugi borðinn í miðborginni, er þörf áminning, bæði um það sem við höfum áorkað og leiðina sem við eigum enn eftir að feta. Hann er líka tákn um að við eigum öll rétt á okkur, óháð því hvar við erum í litrófinu,“ sagði Eliza við þetta tilefni. Opnunarhátíð Hinsegin daga fór fram í kvöld þar sem gleðin var að venju allsráðandi. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, sagði skömmu fyrir upphaf hátíðarinnar að það væri frábært að geta haldið Hinsegin daga með venjulegu sniði eftir tvö erfið ár sem lituðust af heimsfaraldri kórónuveiru. Hann hafi varla þorað að nefna það upphátt síðustu daga af ótta við að storka forlögunum. „Ég held að það sé orðið of seint að snúa við þannig að við erum auðvitað bara mjög spennt.“ Hlakka til að sjá samstöðuna með hinsegin fólki Gunnlaugur sagði sérstaklega mikilvægt sé að fá að halda Hinsegin daga nú þegar borið hafi á auknum fordómum gegn hinsegin fólki. Nýlega bárust fregnir af því að hinsegin unglingar verði í auknum mæli fyrir aðkasti og óprúttnir aðilar hafi krotað ítrekað á samstöðumerki hinsegin fólks við Grafarvogskirkju. „Við höfum alltaf sagt það að Hinsegin dagar eru mikilvægir, sýnileikinn og áframhaldandi barátta en ég held að við förum kannski svolítið öðruvísi inn í hátíðina núna eftir fréttir síðustu vikna og mánaða af þessu bakslagi sem við virðumst vera að horfa fram á núna,“ sagði Gunnlaugur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Friðrik Ómar Hjörleifsson, stjórnandi opnunarhátíðar Hinsegin daga, lofaði brjáluðu stuði á hátíðinni. „Svo hlökkum við bara til að sjá alla á laugardaginn standa með okkur.“
Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum