Tveir sem spiluðu úrslitaleik HM 2014 gætu mætt á Kópavogsvöll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2022 14:30 Mesut Özil og Lucas Biglia í úrslitaleik Þýskalands og Argentínu á HM 2014. Þeir gætu mætt á Kópavogsvöll í næstu viku. getty/Matthias Hangst Breiðablik fær heldur betur krefjandi verkefni í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í liði andstæðinganna eru meðal annars tveir leikmenn sem byrjuðu inn á í úrslitaleik HM 2014. Þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Buducnost í Podgorica í Svartfjallalandi í gær komst Breiðablik áfram í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli, 2-0, og einvígið, 3-2 samanlagt. Í 3. umferðinni mætir Breiðablik Istanbul Basaksehir. Liðið hefur verið í hópi þeirra sterkustu í Tyrklandi undanfarin ár og varð meistari þar í landi 2020. Tímabilið eftir tók Istanbul þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og vann þá meðal annars Manchester United, 2-1, á heimavelli. Þess má geta að Istanbul er eftirlætis lið Receps Erdogan Tyrklandsforseta. Leikmenn Istanbul Basaksehir fagna marki í sigrinum á Manchester United haustið 2020.getty/Burak Kara Istanbul virðast hafa talsvert aðdráttarafl en á undanförnum árum hefur liðið sankað að sér þekktum leikmönnum sem eru komnir aðeins yfir sitt besta. Í leikmannahópi Istanbul í dag má meðal annars finna tvo leikmenn sem spiluðu úrslitaleik HM í Brasilíu fyrir átta árum. Þetta er annars vegar þýska stórstjarnan Mesut Özil og hins vegar Argentínumaðurinn Lucas Biglia. Özil gekk í raðir Istanbul í sumar eftir að samningi hans við Fenerbache var rift. Özil á enn eftir að þreyta frumraun sína með Istanbul en hann var utan hóps þegar liðið sigraði Maccabi Netanya frá Ísrael, 0-1, í gær. Biglia spilaði aftur á móti allan leikinn. Hann kom til Istanbul frá Fatih Karagümrük í ár. Hann lék áður meðal annars með Lazio og AC Milan á Ítalíu. Sem fyrr sagði áttust Biglia og Özil við þegar Argentína og Þýskaland mættust í úrslitaleik HM 2014. Þeir voru báðir í byrjunarliðinu en Özil var tekinn af velli undir lok leiks. Þjóðverjar unnu leikinn, 1-0, með marki Marios Götze og urðu þar með heimsmeistarar í fjórða sinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0MIea7FY8U4">watch on YouTube</a> Meðal annarra þekktra leikmanna í röðum Istanbul má nefna Nacer Chadli, þrautreyndan belgískan landsliðsmann og fyrrverandi leikmann Tottenham, Volkan Babacan sem varði mark tyrkneska landsliðsins um tíma og ítalska framherjann Stefano Okaka. Þjálfari Istanbul er einnig þekkt stærð, Emre Belözoglu. Hann lék 101 landsleik og var hluti af tyrkneska landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM 2002. Emre lék um fjögurra ára skeið með Inter og spilaði svo fyrir Newcastle United á árunum 2005-08. Hann tók við Istanbul í október á síðasta ári. Fyrri leikur Breiðabliks og Istanbul fer fram á Kópavogsvelli á fimmtudaginn. Liðin mætast svo á Fatih Terim leikvanginum í Istanbúl 11. ágúst. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tyrkneski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Sjá meira
Þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Buducnost í Podgorica í Svartfjallalandi í gær komst Breiðablik áfram í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli, 2-0, og einvígið, 3-2 samanlagt. Í 3. umferðinni mætir Breiðablik Istanbul Basaksehir. Liðið hefur verið í hópi þeirra sterkustu í Tyrklandi undanfarin ár og varð meistari þar í landi 2020. Tímabilið eftir tók Istanbul þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og vann þá meðal annars Manchester United, 2-1, á heimavelli. Þess má geta að Istanbul er eftirlætis lið Receps Erdogan Tyrklandsforseta. Leikmenn Istanbul Basaksehir fagna marki í sigrinum á Manchester United haustið 2020.getty/Burak Kara Istanbul virðast hafa talsvert aðdráttarafl en á undanförnum árum hefur liðið sankað að sér þekktum leikmönnum sem eru komnir aðeins yfir sitt besta. Í leikmannahópi Istanbul í dag má meðal annars finna tvo leikmenn sem spiluðu úrslitaleik HM í Brasilíu fyrir átta árum. Þetta er annars vegar þýska stórstjarnan Mesut Özil og hins vegar Argentínumaðurinn Lucas Biglia. Özil gekk í raðir Istanbul í sumar eftir að samningi hans við Fenerbache var rift. Özil á enn eftir að þreyta frumraun sína með Istanbul en hann var utan hóps þegar liðið sigraði Maccabi Netanya frá Ísrael, 0-1, í gær. Biglia spilaði aftur á móti allan leikinn. Hann kom til Istanbul frá Fatih Karagümrük í ár. Hann lék áður meðal annars með Lazio og AC Milan á Ítalíu. Sem fyrr sagði áttust Biglia og Özil við þegar Argentína og Þýskaland mættust í úrslitaleik HM 2014. Þeir voru báðir í byrjunarliðinu en Özil var tekinn af velli undir lok leiks. Þjóðverjar unnu leikinn, 1-0, með marki Marios Götze og urðu þar með heimsmeistarar í fjórða sinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0MIea7FY8U4">watch on YouTube</a> Meðal annarra þekktra leikmanna í röðum Istanbul má nefna Nacer Chadli, þrautreyndan belgískan landsliðsmann og fyrrverandi leikmann Tottenham, Volkan Babacan sem varði mark tyrkneska landsliðsins um tíma og ítalska framherjann Stefano Okaka. Þjálfari Istanbul er einnig þekkt stærð, Emre Belözoglu. Hann lék 101 landsleik og var hluti af tyrkneska landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM 2002. Emre lék um fjögurra ára skeið með Inter og spilaði svo fyrir Newcastle United á árunum 2005-08. Hann tók við Istanbul í október á síðasta ári. Fyrri leikur Breiðabliks og Istanbul fer fram á Kópavogsvelli á fimmtudaginn. Liðin mætast svo á Fatih Terim leikvanginum í Istanbúl 11. ágúst.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tyrkneski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Sjá meira