Litla sveitabúðin hefur slegið í gegn í Svarfaðardal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júlí 2022 20:03 Bjarni og Hrafnhildur eru alsæl í Svarfaðardalnum með Litlu sveitabúðina sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjónin á bænum Völlum í Svarfaðardal kalla ekki allt ömmu sína þegar um verslun og viðskipti er að ræða því þau eru með litla sveitabúið á hlaðinu hjá sér þar sem hægt er að fá allskonar sælkeravörur úr ræktun þeirra. Bleikja er líka ræktuð í tjörn á bænum. Það er frábært að koma á bæinn Velli því þar er mikill drifkraftur í fólkinu á staðnum, þau rækta og rækta og framleiða íslenskar vörur, sem njóta mikill vinsælda. „Hér erum við að rækta ýmislegt, ber og tína jurtir og reykja osta, gæs og bleikju og gera sultur og saft og bara nefndu það,“ segir Bjarni Óskarsson alsæll með sveitabúðina. „Þetta átti að vera sumarbústaður en nú eru þetta þrælabúðir en þær eru mjög fallegar þessar þrælabúðir og okkur líður ekki illa hérna,“ segir Hrafnhildur Ingimarsdóttir hlægjandi, en hún er eiginkona Bjarna. Á Völlum er líka glæsilegur salur þar sem hægt er að taka á móti hópum og halda veislur. Bjarni segir að salurinn sé vinsæll.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjónunum þykir frábært að vera með sveitabúðina í Svarfaðardal. „Já, jákvæð, enda var hann kosinn fallegasti dalur á landinu fyrir nokkrum árum. Hann er svo fallegur, veðursæll og það er gott fólk, sem býr hérna og það er ekkert mý þó að það sé gott veður,“ segir Bjarni. Bjarni og Hrafnhildur eru líka að rækta bleikjur í tjörn hjá sér, stóra og fallega fiska. „Já, það er gaman af þessu, bara hobbí, leyfa barnabörnum að veiða, þetta er mjög skemmtilegt,“ bætir Bjarni við. Hægt er að gera góð kaup á ýmsu góðgæti hjá Bjarna og Hrafnhildi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða staðarins Landbúnaður Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Verslun Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Það er frábært að koma á bæinn Velli því þar er mikill drifkraftur í fólkinu á staðnum, þau rækta og rækta og framleiða íslenskar vörur, sem njóta mikill vinsælda. „Hér erum við að rækta ýmislegt, ber og tína jurtir og reykja osta, gæs og bleikju og gera sultur og saft og bara nefndu það,“ segir Bjarni Óskarsson alsæll með sveitabúðina. „Þetta átti að vera sumarbústaður en nú eru þetta þrælabúðir en þær eru mjög fallegar þessar þrælabúðir og okkur líður ekki illa hérna,“ segir Hrafnhildur Ingimarsdóttir hlægjandi, en hún er eiginkona Bjarna. Á Völlum er líka glæsilegur salur þar sem hægt er að taka á móti hópum og halda veislur. Bjarni segir að salurinn sé vinsæll.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjónunum þykir frábært að vera með sveitabúðina í Svarfaðardal. „Já, jákvæð, enda var hann kosinn fallegasti dalur á landinu fyrir nokkrum árum. Hann er svo fallegur, veðursæll og það er gott fólk, sem býr hérna og það er ekkert mý þó að það sé gott veður,“ segir Bjarni. Bjarni og Hrafnhildur eru líka að rækta bleikjur í tjörn hjá sér, stóra og fallega fiska. „Já, það er gaman af þessu, bara hobbí, leyfa barnabörnum að veiða, þetta er mjög skemmtilegt,“ bætir Bjarni við. Hægt er að gera góð kaup á ýmsu góðgæti hjá Bjarna og Hrafnhildi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða staðarins
Landbúnaður Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Verslun Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira