Fólk duglegt að kaupa í matinn og kippa með vínflösku hjá Heimkaupum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2022 13:44 Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, er ánægur að verslunin skuli stíga það skref að hefja netverslun áfengis. Vísir/Ívar Vefverslunin Heimkaup hóf um síðustu mánaðamót áfengissölu. Forstjóri Heimkaupa segir söluna hafa farið prýðilega vel af stað og fólk sé hóflegt í kaupunum. Það sé helst með matarkaupum sem vínflaska eða kippa af bjór sé látin fylgja með í körfuna. Líkt og landsmönnum er kunnugt er ÁTVR eina innlenda fyrirtækið sem má selja áfengi beint til neytenda. Það er því danska fyrirtækið Heimkaup ApS sem selur áfengið en Heimkaup (Wedo ehf.) sem dreifir vörunni. Pálmi Jónsson forstjóri Heimkaupa segir það til skoðunar að færa söluna út á dankan markað sömuleiðis. Hann segir fólk heldur stunda kaupin af kappi en sjaldgæft sé að áfengið sé það eina sem lendi í körfunni hjá fólki. „Þetta er hófsamt og maður tekur eftir því þegar nær dregur helgi þá sér maður aukningu. Það er fylgni milli sölu áfengis og sölu á mat. Þegar fólk er að kaupa sér steik fyrir helgina er greinilega verið að versla rauðvín með. Eða þegar er fótboltaleikur framundan er fólk að kaupa bjór og eitthvað snarl í partýið,“ segir Pálmi í samtali við fréttastofu. Fólk kaupi tjöld, mat og vín fyrir útileguna Verslunarmannahelgin er framundan og segir Pálmi greinilegt að viðskiptavinir vilji slá tvær flugur í einu höggi. „Fólk er líka að versla í útileguna. Við erum með kæliboxin og tjöldin og ýmislegt í útileguna þannig að fólk er að nýta það að geta verslað allt á sama stað. Ekki að fara á einn stað að kaupa svefnpoka, annan til að kaupa mat og enn annan til að kaupa vín,“ segir Pálmi. „Fólk er ekki að kaupa áfengi eingöngu heldur fær það ásamt mat. Hrein sala af áfengi sjálfu er svipuð en áfengi auk matar, í því er aukning.“ Markmiðið ekki endilega að vera ódýrari en ÁTVR Verðlagningin á víninu er svipuð og í ÁTVR og samkvæmt bráðabirgðaútreikningum blaðamanns er eitthvað ódýrara. Til dæmis kostar 24 stykkja kassi af Stella Artois bjór í 330 ml glerflöskum 8.299 krónur hjá heimkaupum en 9.336 krónur í ríkinu. Annað kostar þó meira, til dæmis rúta af Víking Lite 500 ml dósum. Rúta af því kostar 3.790 krónur hjá Heimkaupum en 3.050 krónur í ríkinu. „Við erum auðvitað að selja vöru plús þjónustu. Þannig að í grunninn erum við að sjá um dreifingu á áfengi þannig að ég sé ekki það að við náum að verða mikið ódýrari en ríkið. Við náum því einhvers staðar að sjálfsögðu. Það sem er fyrst og fremst er að við náum fram hagræðingu að ná að dreifa matnum líka. Þar felst sparnaðurinn fyrir okkur og fyrir viðskiptavini,“ segir Pálmi. Ekki nóg að vera á Facetime úr vinnunni Hann segir viðskiptavini Heimkaupa hafa tekið vel í áfengissöluna. Til að byrja með hafi komið ábendingar um hvað betur mætti fara sem hafi verið lagað. Heimkaup bjóði til dæmis upp á matseðla og við þá hafi áfengislausu víni verið bætt og áfengislausum kokteilum, fyrir þá sem ekki neyti áfengis. Þá er eftirlitið með vínsölunni metnaðarfull. Að sögn Pálma kemur ekki til greina að fólki undir lögaldri sé óvart afhent áfengi. „Þú þarft að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum og við afhendum ekki áfengið nema viðkomandi geti sýnt fram á að hann sé orðinn tvítugur. Þú getur til dæmis ekki látið barnið þitt taka á móti, þá tökum við allt til baka. Í rauninni getur sendillinn ekki klárað pöntunina fyrr en hann er búinn að sjá skilríki,“ segir Pálmi. „Þannig að það þýðir ekkert að vera á Facetime í vinnunni, sýna skilríkið og láta barnið taka við eða kalla fram úr sturtunni. Þú verður að koma fram sjálfur eða sjálf. Það þarf ekki endilega að vera sami aðili, sem tekur við, og gerði pöntunina. Bara þannig að sá sem tekur á móti pöntuninni þarf að vera tvítugur eða yfir. Við erum í rauninni eini aðilinn sem er með svona strúktúrerað eftirlit með þessu.“ Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Líkt og landsmönnum er kunnugt er ÁTVR eina innlenda fyrirtækið sem má selja áfengi beint til neytenda. Það er því danska fyrirtækið Heimkaup ApS sem selur áfengið en Heimkaup (Wedo ehf.) sem dreifir vörunni. Pálmi Jónsson forstjóri Heimkaupa segir það til skoðunar að færa söluna út á dankan markað sömuleiðis. Hann segir fólk heldur stunda kaupin af kappi en sjaldgæft sé að áfengið sé það eina sem lendi í körfunni hjá fólki. „Þetta er hófsamt og maður tekur eftir því þegar nær dregur helgi þá sér maður aukningu. Það er fylgni milli sölu áfengis og sölu á mat. Þegar fólk er að kaupa sér steik fyrir helgina er greinilega verið að versla rauðvín með. Eða þegar er fótboltaleikur framundan er fólk að kaupa bjór og eitthvað snarl í partýið,“ segir Pálmi í samtali við fréttastofu. Fólk kaupi tjöld, mat og vín fyrir útileguna Verslunarmannahelgin er framundan og segir Pálmi greinilegt að viðskiptavinir vilji slá tvær flugur í einu höggi. „Fólk er líka að versla í útileguna. Við erum með kæliboxin og tjöldin og ýmislegt í útileguna þannig að fólk er að nýta það að geta verslað allt á sama stað. Ekki að fara á einn stað að kaupa svefnpoka, annan til að kaupa mat og enn annan til að kaupa vín,“ segir Pálmi. „Fólk er ekki að kaupa áfengi eingöngu heldur fær það ásamt mat. Hrein sala af áfengi sjálfu er svipuð en áfengi auk matar, í því er aukning.“ Markmiðið ekki endilega að vera ódýrari en ÁTVR Verðlagningin á víninu er svipuð og í ÁTVR og samkvæmt bráðabirgðaútreikningum blaðamanns er eitthvað ódýrara. Til dæmis kostar 24 stykkja kassi af Stella Artois bjór í 330 ml glerflöskum 8.299 krónur hjá heimkaupum en 9.336 krónur í ríkinu. Annað kostar þó meira, til dæmis rúta af Víking Lite 500 ml dósum. Rúta af því kostar 3.790 krónur hjá Heimkaupum en 3.050 krónur í ríkinu. „Við erum auðvitað að selja vöru plús þjónustu. Þannig að í grunninn erum við að sjá um dreifingu á áfengi þannig að ég sé ekki það að við náum að verða mikið ódýrari en ríkið. Við náum því einhvers staðar að sjálfsögðu. Það sem er fyrst og fremst er að við náum fram hagræðingu að ná að dreifa matnum líka. Þar felst sparnaðurinn fyrir okkur og fyrir viðskiptavini,“ segir Pálmi. Ekki nóg að vera á Facetime úr vinnunni Hann segir viðskiptavini Heimkaupa hafa tekið vel í áfengissöluna. Til að byrja með hafi komið ábendingar um hvað betur mætti fara sem hafi verið lagað. Heimkaup bjóði til dæmis upp á matseðla og við þá hafi áfengislausu víni verið bætt og áfengislausum kokteilum, fyrir þá sem ekki neyti áfengis. Þá er eftirlitið með vínsölunni metnaðarfull. Að sögn Pálma kemur ekki til greina að fólki undir lögaldri sé óvart afhent áfengi. „Þú þarft að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum og við afhendum ekki áfengið nema viðkomandi geti sýnt fram á að hann sé orðinn tvítugur. Þú getur til dæmis ekki látið barnið þitt taka á móti, þá tökum við allt til baka. Í rauninni getur sendillinn ekki klárað pöntunina fyrr en hann er búinn að sjá skilríki,“ segir Pálmi. „Þannig að það þýðir ekkert að vera á Facetime í vinnunni, sýna skilríkið og láta barnið taka við eða kalla fram úr sturtunni. Þú verður að koma fram sjálfur eða sjálf. Það þarf ekki endilega að vera sami aðili, sem tekur við, og gerði pöntunina. Bara þannig að sá sem tekur á móti pöntuninni þarf að vera tvítugur eða yfir. Við erum í rauninni eini aðilinn sem er með svona strúktúrerað eftirlit með þessu.“
Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira