Hyggjast taka harðar á ólátum áhorfenda Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2022 12:45 Stuðningsmenn Everton tóku yfir Goodison Park eftir leik liðsins við Crystal Palace á síðustu leiktíð. Visionhaus/Getty Images Enska knattspyrnusambandið og enska úrvalsdeildin hafa kynnt nýjar reglur sem ætlað er að temja ólátahegðun áhorfenda. Töluvert var um að stuðningsmenn stormuðu inn á velli á Englandi í lok leikja á síðustu leiktíð. Patrick Vieira, þjálfari Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, er á meðal þeirra sem varð fyrir barðinu á ólátum stuðningsmanna þegar Goodison Park, heimavöllur Everton, fylltist af fólki eftir leik Everton við Palace. Billy Sharp, aðstoðarþjálfari Sheffield United, var þá skallaður í andlitið af stuðningsmanni Nottingham Forest eftir leik liðanna í Championship-deildinni. Sá stuðningsmaður var dæmdur í 24 vikna fangelsi. Töluvert var um slíka tilburði á leikjum í ensku deildunum í fyrra og nú hefur enska knattspyrnusambandið, í samstarfi við deildirnar í landinu, kynnt harðara regluverk til sögunnar sem ætlað er að vinna gegn ólátum áhorfenda. Fótboltaaðdáendur munu nú fá sjálfkrafa bann frá liði sínu ef þeir hlaupa inn á völlinn. Það sama má segja um notkun blysa eða reyksprengja, kynþáttaníð eða aðra hatursfulla orðræðu, eiturlyfjanotkun og þá er einnig tekið harðar á því að fleygja hlutum úr stúkunni. Entering the pitch Use of flares & smoke bombs Throwing objects Discriminatory behaviour Taking drugsFootball is coming together to bring in strong measures to tackle antisocial and criminal behaviour: https://t.co/FbftQnEt8x#LoveFootball #ProtectTheGame pic.twitter.com/a4tzmvxT7i— Premier League (@premierleague) July 25, 2022 Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Sjá meira
Patrick Vieira, þjálfari Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, er á meðal þeirra sem varð fyrir barðinu á ólátum stuðningsmanna þegar Goodison Park, heimavöllur Everton, fylltist af fólki eftir leik Everton við Palace. Billy Sharp, aðstoðarþjálfari Sheffield United, var þá skallaður í andlitið af stuðningsmanni Nottingham Forest eftir leik liðanna í Championship-deildinni. Sá stuðningsmaður var dæmdur í 24 vikna fangelsi. Töluvert var um slíka tilburði á leikjum í ensku deildunum í fyrra og nú hefur enska knattspyrnusambandið, í samstarfi við deildirnar í landinu, kynnt harðara regluverk til sögunnar sem ætlað er að vinna gegn ólátum áhorfenda. Fótboltaaðdáendur munu nú fá sjálfkrafa bann frá liði sínu ef þeir hlaupa inn á völlinn. Það sama má segja um notkun blysa eða reyksprengja, kynþáttaníð eða aðra hatursfulla orðræðu, eiturlyfjanotkun og þá er einnig tekið harðar á því að fleygja hlutum úr stúkunni. Entering the pitch Use of flares & smoke bombs Throwing objects Discriminatory behaviour Taking drugsFootball is coming together to bring in strong measures to tackle antisocial and criminal behaviour: https://t.co/FbftQnEt8x#LoveFootball #ProtectTheGame pic.twitter.com/a4tzmvxT7i— Premier League (@premierleague) July 25, 2022
Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Sjá meira