Vitlaust að gera á Norðurlandi við að þjónusta ferðamenn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2022 15:03 Arnheiður (t.v.) og Katrín Harðardóttir, starfsmenn Markaðsstofu Norðurlands, sem hafa haft meira en nóg að gera í sumar, ásamt öðru starfsfólki stofunnar við að þjónusta ferðamenn á Norðurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Norðlendingar eru í skýjunum með það hvað ferðasumarið hefur gengið vel fram að þessu og þeir reikna með að það verði allt fullt af ferðamönnum á svæðinu fram á haust. „Það er allt vitlaust að gera“, segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Þó að veðrið hafi ekki alltaf verið með besta móti það sem af er sumri hvað varðar hitastig hefur það ekki látið ferðamenn stoppa sig við að staldra á Akureyri eða skoða sig um víða á Norðurlandi. Sumarið fór mjög vel á stað hvað varðar fjölda ferðamanna og þannig verður það væntanlega alveg fram á haust, allt fullt af ferðamönnum hér og þar um svæðið. „Já, já, það hefur verður brjálað að gera. Við sjáum fram á sumar eins og var 2019 miðað við bókanir, já, það er bara allt vitlaust að gera. Asíumarkaðurinn er ekki komin enn þá en við erum að sjá mikið Bandaríkjamenn núna, Breta, Þýskaland, Frakka og Ítali koma aftur, þessar þjóðir, sem við þekkjum,“ segir Arnheiður. Mjög mikið af ferðamönnum eru alltaf á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Arnheiður segir að það verði mjög mikið um skemmtiferðaskip á nokkrum stöðum á Norðurlandi í allt sumar í nokkrum höfnum. „Þau eru auðvitað að skila til okkar bæði fjölda ferðamanna, sem eru að kaupa sér þjónustu. Leiðsögn í ferðir, mat og minjagripi meðal annars.“ Hvað eru svona vinsælustu ferðamannastaðirnir á þessu svæði? „Mývatn er auðvitað vinsælasti áfangastaðurinn á þessu svæði, Mývatn og allt, sem að því tengist. Dettifoss og Goðafoss eru líka mjög sterkir. Svo erum við að sjá Húsavík og Siglufjörð koma mjög sterkt inn og svo er mjög vaxandi áhugi á Norðurlandi vestra,“ segir Arnheiður. Arnheiður segir að Markaðsstofa Norðurlands, sem hún stýrir sé að vinna með um 250 ferðaþjónustuaðilum og sveitarfélögunum á svæðinu og sú vinna gangi ljómandi vel og að hún gangi meðal annars út á að byggja upp heilsársferðaþjónustu. Og þið komist ekkert í sumarfrí eða hvað? „Nei, nei, menn eru búnir að taka vorfrí og svo verður tekið haustfrí og allt það en það er bara eitthvað, sem ferðaþjónustan er vön,“ segir Arnheiður skælbrosandi með ferðasumarið 2022. Hér er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þó að veðrið hafi ekki alltaf verið með besta móti það sem af er sumri hvað varðar hitastig hefur það ekki látið ferðamenn stoppa sig við að staldra á Akureyri eða skoða sig um víða á Norðurlandi. Sumarið fór mjög vel á stað hvað varðar fjölda ferðamanna og þannig verður það væntanlega alveg fram á haust, allt fullt af ferðamönnum hér og þar um svæðið. „Já, já, það hefur verður brjálað að gera. Við sjáum fram á sumar eins og var 2019 miðað við bókanir, já, það er bara allt vitlaust að gera. Asíumarkaðurinn er ekki komin enn þá en við erum að sjá mikið Bandaríkjamenn núna, Breta, Þýskaland, Frakka og Ítali koma aftur, þessar þjóðir, sem við þekkjum,“ segir Arnheiður. Mjög mikið af ferðamönnum eru alltaf á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Arnheiður segir að það verði mjög mikið um skemmtiferðaskip á nokkrum stöðum á Norðurlandi í allt sumar í nokkrum höfnum. „Þau eru auðvitað að skila til okkar bæði fjölda ferðamanna, sem eru að kaupa sér þjónustu. Leiðsögn í ferðir, mat og minjagripi meðal annars.“ Hvað eru svona vinsælustu ferðamannastaðirnir á þessu svæði? „Mývatn er auðvitað vinsælasti áfangastaðurinn á þessu svæði, Mývatn og allt, sem að því tengist. Dettifoss og Goðafoss eru líka mjög sterkir. Svo erum við að sjá Húsavík og Siglufjörð koma mjög sterkt inn og svo er mjög vaxandi áhugi á Norðurlandi vestra,“ segir Arnheiður. Arnheiður segir að Markaðsstofa Norðurlands, sem hún stýrir sé að vinna með um 250 ferðaþjónustuaðilum og sveitarfélögunum á svæðinu og sú vinna gangi ljómandi vel og að hún gangi meðal annars út á að byggja upp heilsársferðaþjónustu. Og þið komist ekkert í sumarfrí eða hvað? „Nei, nei, menn eru búnir að taka vorfrí og svo verður tekið haustfrí og allt það en það er bara eitthvað, sem ferðaþjónustan er vön,“ segir Arnheiður skælbrosandi með ferðasumarið 2022. Hér er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira