Vitlaust að gera á Norðurlandi við að þjónusta ferðamenn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2022 15:03 Arnheiður (t.v.) og Katrín Harðardóttir, starfsmenn Markaðsstofu Norðurlands, sem hafa haft meira en nóg að gera í sumar, ásamt öðru starfsfólki stofunnar við að þjónusta ferðamenn á Norðurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Norðlendingar eru í skýjunum með það hvað ferðasumarið hefur gengið vel fram að þessu og þeir reikna með að það verði allt fullt af ferðamönnum á svæðinu fram á haust. „Það er allt vitlaust að gera“, segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Þó að veðrið hafi ekki alltaf verið með besta móti það sem af er sumri hvað varðar hitastig hefur það ekki látið ferðamenn stoppa sig við að staldra á Akureyri eða skoða sig um víða á Norðurlandi. Sumarið fór mjög vel á stað hvað varðar fjölda ferðamanna og þannig verður það væntanlega alveg fram á haust, allt fullt af ferðamönnum hér og þar um svæðið. „Já, já, það hefur verður brjálað að gera. Við sjáum fram á sumar eins og var 2019 miðað við bókanir, já, það er bara allt vitlaust að gera. Asíumarkaðurinn er ekki komin enn þá en við erum að sjá mikið Bandaríkjamenn núna, Breta, Þýskaland, Frakka og Ítali koma aftur, þessar þjóðir, sem við þekkjum,“ segir Arnheiður. Mjög mikið af ferðamönnum eru alltaf á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Arnheiður segir að það verði mjög mikið um skemmtiferðaskip á nokkrum stöðum á Norðurlandi í allt sumar í nokkrum höfnum. „Þau eru auðvitað að skila til okkar bæði fjölda ferðamanna, sem eru að kaupa sér þjónustu. Leiðsögn í ferðir, mat og minjagripi meðal annars.“ Hvað eru svona vinsælustu ferðamannastaðirnir á þessu svæði? „Mývatn er auðvitað vinsælasti áfangastaðurinn á þessu svæði, Mývatn og allt, sem að því tengist. Dettifoss og Goðafoss eru líka mjög sterkir. Svo erum við að sjá Húsavík og Siglufjörð koma mjög sterkt inn og svo er mjög vaxandi áhugi á Norðurlandi vestra,“ segir Arnheiður. Arnheiður segir að Markaðsstofa Norðurlands, sem hún stýrir sé að vinna með um 250 ferðaþjónustuaðilum og sveitarfélögunum á svæðinu og sú vinna gangi ljómandi vel og að hún gangi meðal annars út á að byggja upp heilsársferðaþjónustu. Og þið komist ekkert í sumarfrí eða hvað? „Nei, nei, menn eru búnir að taka vorfrí og svo verður tekið haustfrí og allt það en það er bara eitthvað, sem ferðaþjónustan er vön,“ segir Arnheiður skælbrosandi með ferðasumarið 2022. Hér er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Þó að veðrið hafi ekki alltaf verið með besta móti það sem af er sumri hvað varðar hitastig hefur það ekki látið ferðamenn stoppa sig við að staldra á Akureyri eða skoða sig um víða á Norðurlandi. Sumarið fór mjög vel á stað hvað varðar fjölda ferðamanna og þannig verður það væntanlega alveg fram á haust, allt fullt af ferðamönnum hér og þar um svæðið. „Já, já, það hefur verður brjálað að gera. Við sjáum fram á sumar eins og var 2019 miðað við bókanir, já, það er bara allt vitlaust að gera. Asíumarkaðurinn er ekki komin enn þá en við erum að sjá mikið Bandaríkjamenn núna, Breta, Þýskaland, Frakka og Ítali koma aftur, þessar þjóðir, sem við þekkjum,“ segir Arnheiður. Mjög mikið af ferðamönnum eru alltaf á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Arnheiður segir að það verði mjög mikið um skemmtiferðaskip á nokkrum stöðum á Norðurlandi í allt sumar í nokkrum höfnum. „Þau eru auðvitað að skila til okkar bæði fjölda ferðamanna, sem eru að kaupa sér þjónustu. Leiðsögn í ferðir, mat og minjagripi meðal annars.“ Hvað eru svona vinsælustu ferðamannastaðirnir á þessu svæði? „Mývatn er auðvitað vinsælasti áfangastaðurinn á þessu svæði, Mývatn og allt, sem að því tengist. Dettifoss og Goðafoss eru líka mjög sterkir. Svo erum við að sjá Húsavík og Siglufjörð koma mjög sterkt inn og svo er mjög vaxandi áhugi á Norðurlandi vestra,“ segir Arnheiður. Arnheiður segir að Markaðsstofa Norðurlands, sem hún stýrir sé að vinna með um 250 ferðaþjónustuaðilum og sveitarfélögunum á svæðinu og sú vinna gangi ljómandi vel og að hún gangi meðal annars út á að byggja upp heilsársferðaþjónustu. Og þið komist ekkert í sumarfrí eða hvað? „Nei, nei, menn eru búnir að taka vorfrí og svo verður tekið haustfrí og allt það en það er bara eitthvað, sem ferðaþjónustan er vön,“ segir Arnheiður skælbrosandi með ferðasumarið 2022. Hér er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira