Henderson enn með forystu en spennan eykst Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 15:30 Henderson skráði sig í sögubækurnar með fyrstu tveimur hringjunum en munurinn á toppnum er þó aðeins tvö högg. Stuart Franklin/Getty Images Hin kanadíska Brooke Henderson er enn í forystu á Evian-risamótinu í golfi sem fram fer í Frakklandi. Þriðji hringur LPGA-mótsins var leikinn í dag en forysta Henderson er höggi minni en eftir daginn í gær. Henderson var höggi frá forystunni eftir fyrsta hringinn á fimmtudag en var efst eftir annan hringinn í gær, þar sem hún lék á 64 höggum, sjö undir pari vallar, rétt eins og hún gerði fyrsta daginn. Hún varð með því sú fyrsta í sögunni til að leika fyrstu tvo hringi LPGA-móts á 64 höggum eða minna. SO CLOSE! @thesophiagolf with a near ACE on 16! pic.twitter.com/cz4yBYS49O— LPGA (@LPGA) July 23, 2022 Hún fékk skolla á fyrstu braut í dag en svaraði vel fyrir það með fjórum fuglum á næstu tólf holum. Aðrar brautir fór hún á pari og lék því á þremur höggum undir pari og er á 17 undir parinu í heildina. Hin suður-kóreska So Yeon Ryu er önnur á mótinu á 15 höggum undir pari, fjórum höggum á eftir Henderson, eftir að hafa leikið hring dagsins á sex undir pari. Aðeins tveimur höggum munar því á þeim fyrir lokadaginn. Þriðja er hin bandaríska Sophia Schubert á 13 undir pari. Carlota Ciganda frá Spáni og Sei Young Kim frá Suður-Kóreu er þá á 12 undir pari í fjórða sætinu en fimm kylfingar eru höggi á eftir þeim, jafnar í því sjötta. .@1soyeonryu is closing in.After her 7th birdie of the day, she moves within three of the lead! pic.twitter.com/kq8eBU9nDw— LPGA (@LPGA) July 23, 2022 Hin svissneska Albane Valenzuela lék kvenna best á hringnum í dag er hún fór hringinn á sjö höggum undir pari vallar. Með þeim árangri fór hún upp um 39 sæti, í það ellefta, hvar hún er jöfn Lydiu Ko frá Ástralíu á tíu undir pari. Lokahringur mótsins verður leikinn á morgun og hefst bein útsending frá honum á Stöð 2 Golf klukkan 9:30 í fyrramálið. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Henderson var höggi frá forystunni eftir fyrsta hringinn á fimmtudag en var efst eftir annan hringinn í gær, þar sem hún lék á 64 höggum, sjö undir pari vallar, rétt eins og hún gerði fyrsta daginn. Hún varð með því sú fyrsta í sögunni til að leika fyrstu tvo hringi LPGA-móts á 64 höggum eða minna. SO CLOSE! @thesophiagolf with a near ACE on 16! pic.twitter.com/cz4yBYS49O— LPGA (@LPGA) July 23, 2022 Hún fékk skolla á fyrstu braut í dag en svaraði vel fyrir það með fjórum fuglum á næstu tólf holum. Aðrar brautir fór hún á pari og lék því á þremur höggum undir pari og er á 17 undir parinu í heildina. Hin suður-kóreska So Yeon Ryu er önnur á mótinu á 15 höggum undir pari, fjórum höggum á eftir Henderson, eftir að hafa leikið hring dagsins á sex undir pari. Aðeins tveimur höggum munar því á þeim fyrir lokadaginn. Þriðja er hin bandaríska Sophia Schubert á 13 undir pari. Carlota Ciganda frá Spáni og Sei Young Kim frá Suður-Kóreu er þá á 12 undir pari í fjórða sætinu en fimm kylfingar eru höggi á eftir þeim, jafnar í því sjötta. .@1soyeonryu is closing in.After her 7th birdie of the day, she moves within three of the lead! pic.twitter.com/kq8eBU9nDw— LPGA (@LPGA) July 23, 2022 Hin svissneska Albane Valenzuela lék kvenna best á hringnum í dag er hún fór hringinn á sjö höggum undir pari vallar. Með þeim árangri fór hún upp um 39 sæti, í það ellefta, hvar hún er jöfn Lydiu Ko frá Ástralíu á tíu undir pari. Lokahringur mótsins verður leikinn á morgun og hefst bein útsending frá honum á Stöð 2 Golf klukkan 9:30 í fyrramálið. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira