Chambers tryggði lærisveinum Gerrards jafntefli gegn United Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 11:49 Chambers var hetja Villa-liðsins. Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images Manchester United mistókst að vinna fjórða leik sinn í röð á undirbúningstímabili liðsins. Callum Chambers tryggði Aston Villa 2-2 jafntefli með marki úr síðustu snertingu leiksins. United var töluvert sterkari aðilinn framan af leik og náði forystunni á 25. mínútu. Liðið átti þá laglega sókn þar sem Marcus Rashford fann Luke Shaw sem kom í utanáhlaup vinstra megin í vítateig Aston Villa. Shaw gaf boltann fyrir og fann Jadon Sancho einan á auðum sjó á markteig og honum var eftirleikurinn auðveldur er hann kom liðinu í forystu. A superb @Sanchooo10 volley opens the scoring in Perth! #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 Sancho var aftur á ferðinni á 42. mínútu þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörn Villa. Marcus Rashford veitti honum aðstoð og fyrirgjöf Sancho fann Rashford sem skaut boltanum í Matty Cash, varnarmann Villa, hvaðan boltinn fór í netið. 2-0 stóð því í hléi en eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik minnkaði Jamaíkumaðurinn Leon Bailey muninn fyrir Aston Villa með fallegu vinstri fótar skoti frá hægra horni vítateigsins eftir um 30 metra sprett upp hægri kantinn. 2-1 stóð fram á 93. mínútu þegar varnarmaðurinn Callum Chambers jafnaði fyrir Villa með skalla á markteig eftir hornspyrnu Bailey frá hægri. Varnarmenn United og David De Gea telja líklega að þeir hafi getað gert betur í markinu en um var að ræða síðustu snertingu leiksins og 2-2 jafntefli niðurstaðan. A stormy encounter so far! Here's how we gained a 2-goal advantage in today's friendly #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 United hefur gert vel á undirbúningstímabilinu en um er að fyrsta leikinn sem liðinu mistekst að vinna. Liðið vann Liverpool 4-0 í Tælandi fyrir 4-1 sigur á Melbourne Victory og 3-1 sigur á Crystal Palace. Rauðu djöflarnir halda nú aftur til Evrópu eftir 12 daga túr um Asíu og Ástralíu en næsti leikur liðsins er við Atlético Madrid á Ullevaal-leikvanginum í Osló 30. júlí. Aston Villa, sem stýrt er af Steven Gerrard, vann 1-0 sigra á Leeds United og Brisbane Roar á Ástralíuferðalagi sínu en eiga einnig næsta leik sinn 30. júlí, þeirra síðasta á undirbúningstímabilinu, gegn Stade Rennais í Frakklandi. Enski boltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Mamardashvili í markinu gegn United Enski boltinn Fleiri fréttir Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Sjá meira
United var töluvert sterkari aðilinn framan af leik og náði forystunni á 25. mínútu. Liðið átti þá laglega sókn þar sem Marcus Rashford fann Luke Shaw sem kom í utanáhlaup vinstra megin í vítateig Aston Villa. Shaw gaf boltann fyrir og fann Jadon Sancho einan á auðum sjó á markteig og honum var eftirleikurinn auðveldur er hann kom liðinu í forystu. A superb @Sanchooo10 volley opens the scoring in Perth! #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 Sancho var aftur á ferðinni á 42. mínútu þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörn Villa. Marcus Rashford veitti honum aðstoð og fyrirgjöf Sancho fann Rashford sem skaut boltanum í Matty Cash, varnarmann Villa, hvaðan boltinn fór í netið. 2-0 stóð því í hléi en eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik minnkaði Jamaíkumaðurinn Leon Bailey muninn fyrir Aston Villa með fallegu vinstri fótar skoti frá hægra horni vítateigsins eftir um 30 metra sprett upp hægri kantinn. 2-1 stóð fram á 93. mínútu þegar varnarmaðurinn Callum Chambers jafnaði fyrir Villa með skalla á markteig eftir hornspyrnu Bailey frá hægri. Varnarmenn United og David De Gea telja líklega að þeir hafi getað gert betur í markinu en um var að ræða síðustu snertingu leiksins og 2-2 jafntefli niðurstaðan. A stormy encounter so far! Here's how we gained a 2-goal advantage in today's friendly #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 United hefur gert vel á undirbúningstímabilinu en um er að fyrsta leikinn sem liðinu mistekst að vinna. Liðið vann Liverpool 4-0 í Tælandi fyrir 4-1 sigur á Melbourne Victory og 3-1 sigur á Crystal Palace. Rauðu djöflarnir halda nú aftur til Evrópu eftir 12 daga túr um Asíu og Ástralíu en næsti leikur liðsins er við Atlético Madrid á Ullevaal-leikvanginum í Osló 30. júlí. Aston Villa, sem stýrt er af Steven Gerrard, vann 1-0 sigra á Leeds United og Brisbane Roar á Ástralíuferðalagi sínu en eiga einnig næsta leik sinn 30. júlí, þeirra síðasta á undirbúningstímabilinu, gegn Stade Rennais í Frakklandi.
Enski boltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Mamardashvili í markinu gegn United Enski boltinn Fleiri fréttir Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Sjá meira