Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. júlí 2022 18:09 Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30. Við höldum áfram að fjalla um málefni hinsegin hælisleitenda sem fréttastofan byrjaði á í gærkvöldi, en í tengslum við málið skrifaði vararíkissaksóknari umdeild ummæli á Facebook, sem dómsmálaráðherra hefur furðað sig á. Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sönnur fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Fólk sem dvalið hefur í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn segir það grátlegt að þurfa að pakka saman og yfirgefa svæðið. Sumir hafa varið sumartímanum þar í hátt í fjörutíu ár. Í fréttatímanum lítum við við hjá þeim og förum yfir stöðuna. Úkraínumenn og Rússar hafa gert með sér samning um að hleypa 22 milljónum tonna af korni og öðrum landbúnaðarvörum frá Úkraínu og út á heimsmarkaðinn. Vörurnar hafa setið fastar í höfnum við Svartahaf í marga mánuði vegna stríðsins. Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson syndir nú frá Vestmannaeyjum að landi á Landeyjarsöndum til styrktar samtökum Barnaheilla. Sigurgeir hefur undirbúið sig lengi fyrir sundið og safnað áheitum en allur ágóði söfnunarinnar rennur til barna sem búa á átakasvæðum. Þá kíkir Magnús Hlynur á Kidda Vídeoflugu og sjálfsala hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamennirnir eru duglegir að skilja eftir miða og þakka Kidda fyrir framtakið. Þetta og margt fleira í fréttum okkar á Stöð 2 klukkan 18:30 en hægt er að hlusta á þær í beinni í spilaranum hér að neðan. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Við höldum áfram að fjalla um málefni hinsegin hælisleitenda sem fréttastofan byrjaði á í gærkvöldi, en í tengslum við málið skrifaði vararíkissaksóknari umdeild ummæli á Facebook, sem dómsmálaráðherra hefur furðað sig á. Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sönnur fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Fólk sem dvalið hefur í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn segir það grátlegt að þurfa að pakka saman og yfirgefa svæðið. Sumir hafa varið sumartímanum þar í hátt í fjörutíu ár. Í fréttatímanum lítum við við hjá þeim og förum yfir stöðuna. Úkraínumenn og Rússar hafa gert með sér samning um að hleypa 22 milljónum tonna af korni og öðrum landbúnaðarvörum frá Úkraínu og út á heimsmarkaðinn. Vörurnar hafa setið fastar í höfnum við Svartahaf í marga mánuði vegna stríðsins. Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson syndir nú frá Vestmannaeyjum að landi á Landeyjarsöndum til styrktar samtökum Barnaheilla. Sigurgeir hefur undirbúið sig lengi fyrir sundið og safnað áheitum en allur ágóði söfnunarinnar rennur til barna sem búa á átakasvæðum. Þá kíkir Magnús Hlynur á Kidda Vídeoflugu og sjálfsala hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamennirnir eru duglegir að skilja eftir miða og þakka Kidda fyrir framtakið. Þetta og margt fleira í fréttum okkar á Stöð 2 klukkan 18:30 en hægt er að hlusta á þær í beinni í spilaranum hér að neðan.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira