Evrópskir ferðamenn fegnir að komast í svalann á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júlí 2022 21:01 Ferðamenn eru því fegnir að sleppa við ofurhitann í Evrópu. Vísir Greinilegt er að margir þeirra evrópsku ferðamanna sem komnir eru hingað til lands eru fegnir að vera lausir undan ofurhitanum á meginlandinu og í Bretlandi. Við hittum nokkra þeirra fyrir í miðbæ Reykjavíkur í dag. Töluverður straumur ferðamanna frá heitari svæðum hefur verið til landsins í sumar. Þar má sérstaklega nefna portúgalska, spænska, franska, breska, þýska og ítalska ferðamenn samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu Play. Þeir eru margir fegnir að komast í svalann á Íslandi. „Þetta er fullkomið andsvar við hitanum í Evrópu. Já, þetta er dásamlegt. Fullkomið,“ segir Karen, sem kom hingað til lands frá Bretlandi í dag. Hitinn náði rúmum fjörutíu gráðum í París í dag. Pierre, sem er frá Frakklandi, segist feginn því að hafa verið hér þegar hitinn var sem mestur í Frakklandi. „Fjölmargir eldar loga sem skaða náttúruna,“ segir Pierre. Eldar loga ekki aðeins í Frakklandi. Hin slóvensku Franz og Maja segja stöðuna hræðilega í ákveðnum hluta landsins. „Okkur finnst frábært að koma hingað þar sem hitinn er lægri. Hitinn hér hentar okkur vel. Okkur líkar ekki hitasvækjan á sumrin í Evrópu.“ Marita og Peter frá Hollandi segja vini sína í heimalandinu vart hafa komist úr húsi síðustu daga. „Vinir okkar hafa verið fasteir heima og ekki komist til vinnu. Í dag er ástandið verst. Hitinn er um 40 stig. Hitinn mun eitthvað lækka á morgun en ég er fegin að vera hér.“ Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Reykjavík Tengdar fréttir Berjast við fjölda elda í og við Lundúnir Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Lundúnum þar sem margir eldar hafa kviknað á sama tíma og mikil hitabylgja gengur yfir Bretland og hitamet hafa verið slegin. Hundruð slökkviliðsmanna vinna nú hörðum höndum við að berjast við elda í borginni og úthverfum hennar. 19. júlí 2022 15:52 „Heitasti tími dagsins enn eftir“ Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt. 19. júlí 2022 12:13 Hitamet slegið og von á enn meiri hækkun Svo virðist sem að hitamet hafi verið slegið í Bretlandi í morgun og er útlit fyrir að metið gæti verið slegið um allt að þrjár gráður. Hitamælar í Charlwood í Surrey sýndu í morgun 39,1 gráðu hita og verði sú mæling staðfest er það hæsta hitastig sem mælst hefur á Bretlandseyjum frá því mælingar hófust. 19. júlí 2022 11:31 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Töluverður straumur ferðamanna frá heitari svæðum hefur verið til landsins í sumar. Þar má sérstaklega nefna portúgalska, spænska, franska, breska, þýska og ítalska ferðamenn samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu Play. Þeir eru margir fegnir að komast í svalann á Íslandi. „Þetta er fullkomið andsvar við hitanum í Evrópu. Já, þetta er dásamlegt. Fullkomið,“ segir Karen, sem kom hingað til lands frá Bretlandi í dag. Hitinn náði rúmum fjörutíu gráðum í París í dag. Pierre, sem er frá Frakklandi, segist feginn því að hafa verið hér þegar hitinn var sem mestur í Frakklandi. „Fjölmargir eldar loga sem skaða náttúruna,“ segir Pierre. Eldar loga ekki aðeins í Frakklandi. Hin slóvensku Franz og Maja segja stöðuna hræðilega í ákveðnum hluta landsins. „Okkur finnst frábært að koma hingað þar sem hitinn er lægri. Hitinn hér hentar okkur vel. Okkur líkar ekki hitasvækjan á sumrin í Evrópu.“ Marita og Peter frá Hollandi segja vini sína í heimalandinu vart hafa komist úr húsi síðustu daga. „Vinir okkar hafa verið fasteir heima og ekki komist til vinnu. Í dag er ástandið verst. Hitinn er um 40 stig. Hitinn mun eitthvað lækka á morgun en ég er fegin að vera hér.“
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Reykjavík Tengdar fréttir Berjast við fjölda elda í og við Lundúnir Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Lundúnum þar sem margir eldar hafa kviknað á sama tíma og mikil hitabylgja gengur yfir Bretland og hitamet hafa verið slegin. Hundruð slökkviliðsmanna vinna nú hörðum höndum við að berjast við elda í borginni og úthverfum hennar. 19. júlí 2022 15:52 „Heitasti tími dagsins enn eftir“ Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt. 19. júlí 2022 12:13 Hitamet slegið og von á enn meiri hækkun Svo virðist sem að hitamet hafi verið slegið í Bretlandi í morgun og er útlit fyrir að metið gæti verið slegið um allt að þrjár gráður. Hitamælar í Charlwood í Surrey sýndu í morgun 39,1 gráðu hita og verði sú mæling staðfest er það hæsta hitastig sem mælst hefur á Bretlandseyjum frá því mælingar hófust. 19. júlí 2022 11:31 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Berjast við fjölda elda í og við Lundúnir Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Lundúnum þar sem margir eldar hafa kviknað á sama tíma og mikil hitabylgja gengur yfir Bretland og hitamet hafa verið slegin. Hundruð slökkviliðsmanna vinna nú hörðum höndum við að berjast við elda í borginni og úthverfum hennar. 19. júlí 2022 15:52
„Heitasti tími dagsins enn eftir“ Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt. 19. júlí 2022 12:13
Hitamet slegið og von á enn meiri hækkun Svo virðist sem að hitamet hafi verið slegið í Bretlandi í morgun og er útlit fyrir að metið gæti verið slegið um allt að þrjár gráður. Hitamælar í Charlwood í Surrey sýndu í morgun 39,1 gráðu hita og verði sú mæling staðfest er það hæsta hitastig sem mælst hefur á Bretlandseyjum frá því mælingar hófust. 19. júlí 2022 11:31