Ánægðir íbúar á Djúpavogi - Algjör perla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júlí 2022 08:03 Um 500 manns búa á Djúpavogi. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Staðurinn er algjör perla, hér er æðislegt að ala upp börn, það er allt gott við staðinn og samfélagið er einstakt.“ Hér er verið að vitna í ummæli nokkurra íbúa á Djúpavogi, sem Magnús Hlynur heimsótti. "Það er samfélagið hér og umhverfið og fólkið, það er best við Djúpavog. Þetta er svona staður þar sem allt getur gerst en samt gerist ekki neitt,“ segir William Óðinn Lefever íbúi. William segir mjög gott að ala upp börn á staðnum. „Já, það er engin betri staður í heiminum að ala upp börn heldur en hér. Ég er sannfærður um það, annars væri ég ekki hérna,“ segir hann og hlær. William Óðinn Lefever er alsæll á Djúpavogi með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Ég held að það sé allt bara, mannlífið, náttúran, ég get ekki séð betur en að það sé allt, sem er svona gott við staðinn,“ segir Þór Vigfússon íbúi. "Bara kyrrðin og rólegheitin mest mengis, annars er þetta geggjaður staður. Fyrst og fremst er fólkið æðislegt hérna. Við auðvitað komum hingað ótengd algjörlega og okkur var ofsalega vel tekið og hefur verið alveg síðan. Þetta er lítill staður og lengst í burtu og kannski þess vegna leita allir inn á við heldur en út á við eftir aðstoð og hjálp og fyrir vikið verður til einstakt samfélag,“ segir Gréta Mjöll Samúelsdóttir íbúi. Gréta Mjöll er mjög ánægð með að búa á Djúpavogi með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Djúpivogur er algjör perla. Við stefnum að því við Þór Vigfússon að efla Djúpavog mjög mikið og laða fólk hingað að. Vísindi, listafólk og nýsköpun og setja á rafmagnsflugvéla samgöngur á milli Reykjavíkur og Djúpavogs og láta malbika flugvöllinn hérna niður á söndunum. Þegar þetta er komið í gang, blómlegt líf hérna, menningarlíf, sem nær langt út fyrir landsteinana, þá sækjum við um borgararéttindi fyrir Djúpavogsborg á undan Akureyringum,“ segir Sigurður Guðmundsson íbúi léttur í bragði eins og alltaf. Vinirnir og listamennirnir, Þór (t.v.) og Guðmundur, sem ætla að gera allt sem þeir geta til að efla Djúpavog enn frekar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, þetta er ekki flókið, íbúar þorpsins eru alsælir með að búa á á Djúpavogi, sem er greinilega frábær staður, enda mjög fallegur og friðsæll og lokkar mikið af ferðamönnum til sín allt árið, þó sumarið sé alltaf vinsælasti tíminn. Íbúar kauptúnsins eru rétt um 500. Það er einstaklega fallegt á Djúpavogi og alltaf gaman að koma þangað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Múlaþing Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
"Það er samfélagið hér og umhverfið og fólkið, það er best við Djúpavog. Þetta er svona staður þar sem allt getur gerst en samt gerist ekki neitt,“ segir William Óðinn Lefever íbúi. William segir mjög gott að ala upp börn á staðnum. „Já, það er engin betri staður í heiminum að ala upp börn heldur en hér. Ég er sannfærður um það, annars væri ég ekki hérna,“ segir hann og hlær. William Óðinn Lefever er alsæll á Djúpavogi með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Ég held að það sé allt bara, mannlífið, náttúran, ég get ekki séð betur en að það sé allt, sem er svona gott við staðinn,“ segir Þór Vigfússon íbúi. "Bara kyrrðin og rólegheitin mest mengis, annars er þetta geggjaður staður. Fyrst og fremst er fólkið æðislegt hérna. Við auðvitað komum hingað ótengd algjörlega og okkur var ofsalega vel tekið og hefur verið alveg síðan. Þetta er lítill staður og lengst í burtu og kannski þess vegna leita allir inn á við heldur en út á við eftir aðstoð og hjálp og fyrir vikið verður til einstakt samfélag,“ segir Gréta Mjöll Samúelsdóttir íbúi. Gréta Mjöll er mjög ánægð með að búa á Djúpavogi með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Djúpivogur er algjör perla. Við stefnum að því við Þór Vigfússon að efla Djúpavog mjög mikið og laða fólk hingað að. Vísindi, listafólk og nýsköpun og setja á rafmagnsflugvéla samgöngur á milli Reykjavíkur og Djúpavogs og láta malbika flugvöllinn hérna niður á söndunum. Þegar þetta er komið í gang, blómlegt líf hérna, menningarlíf, sem nær langt út fyrir landsteinana, þá sækjum við um borgararéttindi fyrir Djúpavogsborg á undan Akureyringum,“ segir Sigurður Guðmundsson íbúi léttur í bragði eins og alltaf. Vinirnir og listamennirnir, Þór (t.v.) og Guðmundur, sem ætla að gera allt sem þeir geta til að efla Djúpavog enn frekar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, þetta er ekki flókið, íbúar þorpsins eru alsælir með að búa á á Djúpavogi, sem er greinilega frábær staður, enda mjög fallegur og friðsæll og lokkar mikið af ferðamönnum til sín allt árið, þó sumarið sé alltaf vinsælasti tíminn. Íbúar kauptúnsins eru rétt um 500. Það er einstaklega fallegt á Djúpavogi og alltaf gaman að koma þangað.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Múlaþing Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira