Smith leiðir Opna breska eftir dag tvö Atli Arason skrifar 15. júlí 2022 23:00 Cameron Smith átti frábæran hring í dag og er samtals á 13 höggum undir pari. Patrick Smith/Getty Images Ástralinn Cameron Smith er í fyrsta sæti á Opna breska mótinu í golfi eftir annan hring mótsins. Mótið stendur yfir frá 14. til 17. júlí. Smith fylgdi eftir öflugri frammistöðu sinni á fyrsta degi mótsins sem hann fór á fimm höggum undir pari með því að klára dag tvö á átta höggum undir pari sem gerir að verkum að hann leiðir Opna breska á samtals 13 höggum undir pari. Smith náði alls sex fuglum og einum erni í dag. A special round of golf from our leader 👏Watch the best of Cam Smith's stunning 64 on Friday at #The150thOpen 👇 pic.twitter.com/JC3sBrctZQ— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 „Það er spennandi að leiða Opna breska eftir fyrstu tvö dagana,“ sagði Smith eftir daginn í dag áður en hann bætti við. „Upplifunin á morgun á eftir að vera góð þar sem það eru fullt af Áströlum í áhorfendahópnum að fylgjast með. Ég er búinn að fá góðan stuðning fyrstu tvo dagana og get ekki beðið eftir næstu tveimur.“ Næstur á eftir Smith er hinn bandaríski Cameron Young sem er að keppa á sínu fyrsta á Opna breska. Young er tveimur höggum á eftir Smith, alls á 11 höggum undir pari. „Ég er frekar til í að vera í öðru sæti en tíunda. Maður verður samt að spila gott golf yfir helgina hvort sem er, það er samt gott að vera meðal efstu manna,“ sagði Young við CBS. Í þriðja sæti eru Norður-Írinn Rory McIlroy, sem margir töldu sigurstranglegastan fyrir mótið, ásamt hinum 24 ára gamla Viktor Hovland frá Noregi. Hinn ungi Hovland hefur verið að vekja verðskuldaða athygli á fyrstu tveimur dögum mótsins. A piece of Hovland magic 🪄#The150thOpen pic.twitter.com/FKUXBmFaCW— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Dustin Johnson er í fimmta sæti á samtals níu höggum undir pari og efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er í sjötta sæti ásamt Tyrell Hatton. Báðir eru þeir á átta höggum undir pari. Það voru þó nokkrir stórkylfingar sem náðu ekki að forðast niðurskurðinn í dag. Tiger Woods, Brooks Koepka, Phil Mickelson eru á meðal þeirra sem hafa lokið leik á Opna breska meistaramótinu. Tiger, we hope to see you at St Andrews againThank you#The150thOpen pic.twitter.com/1rdD8tZKKE— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Ok Twitter, who's making the biggest move tomorrow? ⬆️ #The150thOpen #NTTDATAWall #NTTDATA #drivingdatafurther pic.twitter.com/C3wEQPS0HK— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Opna breska meistaramótið heldur áfram klukkan 09.00 í fyrramálið í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf Opna breska Tengdar fréttir Tárvotur Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews-vellinum í Skotlandi. Tiger átti erfitt uppdráttar frá upphafi, en honum var vel fagnað þegar hann gekk inn á 18. flöt. 15. júlí 2022 16:15 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
Smith fylgdi eftir öflugri frammistöðu sinni á fyrsta degi mótsins sem hann fór á fimm höggum undir pari með því að klára dag tvö á átta höggum undir pari sem gerir að verkum að hann leiðir Opna breska á samtals 13 höggum undir pari. Smith náði alls sex fuglum og einum erni í dag. A special round of golf from our leader 👏Watch the best of Cam Smith's stunning 64 on Friday at #The150thOpen 👇 pic.twitter.com/JC3sBrctZQ— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 „Það er spennandi að leiða Opna breska eftir fyrstu tvö dagana,“ sagði Smith eftir daginn í dag áður en hann bætti við. „Upplifunin á morgun á eftir að vera góð þar sem það eru fullt af Áströlum í áhorfendahópnum að fylgjast með. Ég er búinn að fá góðan stuðning fyrstu tvo dagana og get ekki beðið eftir næstu tveimur.“ Næstur á eftir Smith er hinn bandaríski Cameron Young sem er að keppa á sínu fyrsta á Opna breska. Young er tveimur höggum á eftir Smith, alls á 11 höggum undir pari. „Ég er frekar til í að vera í öðru sæti en tíunda. Maður verður samt að spila gott golf yfir helgina hvort sem er, það er samt gott að vera meðal efstu manna,“ sagði Young við CBS. Í þriðja sæti eru Norður-Írinn Rory McIlroy, sem margir töldu sigurstranglegastan fyrir mótið, ásamt hinum 24 ára gamla Viktor Hovland frá Noregi. Hinn ungi Hovland hefur verið að vekja verðskuldaða athygli á fyrstu tveimur dögum mótsins. A piece of Hovland magic 🪄#The150thOpen pic.twitter.com/FKUXBmFaCW— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Dustin Johnson er í fimmta sæti á samtals níu höggum undir pari og efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er í sjötta sæti ásamt Tyrell Hatton. Báðir eru þeir á átta höggum undir pari. Það voru þó nokkrir stórkylfingar sem náðu ekki að forðast niðurskurðinn í dag. Tiger Woods, Brooks Koepka, Phil Mickelson eru á meðal þeirra sem hafa lokið leik á Opna breska meistaramótinu. Tiger, we hope to see you at St Andrews againThank you#The150thOpen pic.twitter.com/1rdD8tZKKE— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Ok Twitter, who's making the biggest move tomorrow? ⬆️ #The150thOpen #NTTDATAWall #NTTDATA #drivingdatafurther pic.twitter.com/C3wEQPS0HK— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Opna breska meistaramótið heldur áfram klukkan 09.00 í fyrramálið í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf
Opna breska Tengdar fréttir Tárvotur Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews-vellinum í Skotlandi. Tiger átti erfitt uppdráttar frá upphafi, en honum var vel fagnað þegar hann gekk inn á 18. flöt. 15. júlí 2022 16:15 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
Tárvotur Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews-vellinum í Skotlandi. Tiger átti erfitt uppdráttar frá upphafi, en honum var vel fagnað þegar hann gekk inn á 18. flöt. 15. júlí 2022 16:15