G.RUN sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á bolfiski. Fyrirtækið var stofnað í núverandi mynd árið 1974 en saga þess nær aftur til ársins 1947. Alla tíð hefur félagið verið í eigu sömu fjölskyldunnar og hafa þrír ættliðir komið að rekstri þess og uppbyggingu. Í dag starfa að meðaltali um 85 starfsmenn hjá fyrirtækinu, við fiskveiðar, fiskvinnslu og netagerð. Fyrirtækið á og gerir út tvö skip; Runólf SH 135 og Hring SH 153.
„Þessi fiskur er auðvitað bara étin að mestu og nær eingöngu erlendis. Fluttur út á okkar helstu fiskmarkaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Það eru bara fín verð í gangi núna, fiskverð hefur hækkað eins og allt verðlag í heiminum. Við þurfum líka á því að halda, olían hefur tvöfaldast í verði, umbúðir hafa hækkað, þannig að það var nauðsynlegt að fá einhverja fiskverðshækkun,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN.
![](https://www.visir.is/i/A7D7BAE899E37FD655395BCBC3295A2A089D4E743541EAD8A3AF9BB65EA952B8_713x0.jpg)
„Þegar vel gengur er verksmiðjan að framleiða fyrir svona tólf til sextán milljónir á dag, þá er ég allavega hamingjusamur,“ segir Guðmundur og skellihlær.
Og framkvæmdastjórinn, borðar hann mikinn fisk?
„Já, já, hann borðar mikinn fisk, ætti nú að vera frekar grennri miðað við það en fjórum sinnum í viku að lágmarki. Þorskur er lang besti fiskurinn,“ segir Guðmundur Smári, eldhress að vanda.