Meðaltekjur 640 þúsund krónur á mánuði Árni Sæberg skrifar 14. júlí 2022 10:11 Frá undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara árið 2019. Tekjur landsmanna árið 2021 byggðu að miklu leyti á þeim samningum. Vísir/Vilhelm Heildartekjur einstaklinga voru um 7,7 milljónir króna að meðaltali árið 2021. Það gerir um 640 þúsund krónur á mánuði. Miðgildi tekna var lægra, um fimm hundruð þúsund krónur á mánuði. Það þýðir að helmingur var með tekjur undir fimm hundruð þúsund krónum og helmingur yfir. Þetta kemur fram í skýrslu á vef Hagstofunnar. Þar segir að tekjur hafi verið rúmlega átta prósent hærri en árið 2020 en sé horft til verðlagsleiðréttra heildartekna er hækkunin tæplega fjögur prósent. Meðaltekjur eru hæstar í aldurshópunum 45 til 49 ára, 50 til 54 ára og 55 til 59 ára, rúmlega tíu milljónir króna á ári, og lægstar í yngsta aldurhópnum 16 til 19 ára, tæplega 1,6 milljón króna á ári. „í því samhengi er rétt að benda á að hér er um að ræða einstaklingstekjur og að margir í þessum aldurshópi búa enn í foreldrahúsum,“ segir í skýrslunni. Hér að neða má sjá heildartekjur á ári í þúsundum króna eftir aldri árið 2021: Hlutfall atvinnuleysisbóta dróst saman milli ára Heildartekjur samanstanda af atvinnu-, fjármagns- og öðrum tekjum. Atvinnutekjur mynda stærstan hluta tekna flestra aldurshópa. Aðeins hjá 67 ára og eldri eru atvinnutekjur ekki meirihluti tekna, eða aðeins fjórtán prósent. Árið 2021 skiptust heildartekjur allra einstaklinga þannig að atvinnutekjur voru 68,2 prósent af heildartekjum, fjármagnstekjur 9,2 prósent og aðrar tekjur 22,6 prósent. Til annarra tekna teljast meðal annars lífeyrisgreiðslur, greiðslur frá Tryggingastofnun og aðrar bótagreiðslur. Hlutfall annarra tekna dróst saman á milli ára og skýrist það af því að hlutfall atvinnuleysisbóta dróst saman frá árinu 2020. „Árið 2020 hafði hins vegar summa tekna vegna atvinnuleysisbóta aukist verulega á milli ára, meðal annars vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Summa tekna vegna atvinnuleysisbóta var þó eftir sem áður sögulega há árið 2021,“ segir í skýrslunni. Ítarlegt yfirlit yfir tekjur Íslendinga má lesa á vef Hagstofunnar hér. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Það þýðir að helmingur var með tekjur undir fimm hundruð þúsund krónum og helmingur yfir. Þetta kemur fram í skýrslu á vef Hagstofunnar. Þar segir að tekjur hafi verið rúmlega átta prósent hærri en árið 2020 en sé horft til verðlagsleiðréttra heildartekna er hækkunin tæplega fjögur prósent. Meðaltekjur eru hæstar í aldurshópunum 45 til 49 ára, 50 til 54 ára og 55 til 59 ára, rúmlega tíu milljónir króna á ári, og lægstar í yngsta aldurhópnum 16 til 19 ára, tæplega 1,6 milljón króna á ári. „í því samhengi er rétt að benda á að hér er um að ræða einstaklingstekjur og að margir í þessum aldurshópi búa enn í foreldrahúsum,“ segir í skýrslunni. Hér að neða má sjá heildartekjur á ári í þúsundum króna eftir aldri árið 2021: Hlutfall atvinnuleysisbóta dróst saman milli ára Heildartekjur samanstanda af atvinnu-, fjármagns- og öðrum tekjum. Atvinnutekjur mynda stærstan hluta tekna flestra aldurshópa. Aðeins hjá 67 ára og eldri eru atvinnutekjur ekki meirihluti tekna, eða aðeins fjórtán prósent. Árið 2021 skiptust heildartekjur allra einstaklinga þannig að atvinnutekjur voru 68,2 prósent af heildartekjum, fjármagnstekjur 9,2 prósent og aðrar tekjur 22,6 prósent. Til annarra tekna teljast meðal annars lífeyrisgreiðslur, greiðslur frá Tryggingastofnun og aðrar bótagreiðslur. Hlutfall annarra tekna dróst saman á milli ára og skýrist það af því að hlutfall atvinnuleysisbóta dróst saman frá árinu 2020. „Árið 2020 hafði hins vegar summa tekna vegna atvinnuleysisbóta aukist verulega á milli ára, meðal annars vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Summa tekna vegna atvinnuleysisbóta var þó eftir sem áður sögulega há árið 2021,“ segir í skýrslunni. Ítarlegt yfirlit yfir tekjur Íslendinga má lesa á vef Hagstofunnar hér.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent