Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Atli Arason skrifar 13. júlí 2022 22:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. „Við vitum meira um þá núna heldur en við vissum um þá fyrir leikina. Þeir eru með ákveðna veikleika sem við þurfum að nýta okkur. Fyrst og síðast þá held ég að þessi leikur snúist um að hlaupa. Mér fannst við ekki alveg tilbúnir til að hlaupa í leiknum úti en þar voru erfiðar og krefjandi aðstæður,“ sagði Óskar í viðtali við Stöð 2 Sport í aðdraganda seinni viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld. „Við þurfum að gera hlutina hratt og gera þá af krafti. Þeir vilja gera hægja á leiknum og hafa hægt tempó. Við þurfum að stíga á bensíngjöfina og ekki fara af henni,“ bætti hann við. Staðan á leikmannahóp Breiðabliks fyrir leikinn mikilvæga á morgun er góð. „Það eru þannig lagað enginn teljandi meiðsli en auðvitað högg hér og þar. Það er bara Sölvi [Snær Guðbjargarson] sem er að koma til baka eftir beinmar á ökkla og svo er það Pétur Theódór [Árnason] sem verður ekki klár fyrr en í nóvember. Fyrir utan það er staðan mjög góð.“ Óskar varar sína menn við því að vanmeta Santa Coloma, líkt og restin af þjóðinni gerir. „Við stefnum á að spila eins vel og við getum. Þetta andorrska lið er sýnd veiði en ekki gefin. Ég held þeir séu betri en margir Íslendingar gefa þeim kredit fyrir. Við þurfum að passa okkur á því að bera virðingu fyrir þeim.“ „Það eru 15 atvinnumenn í þessu liði. Þeir eru búnir að setja mikla peninga í þetta og eru með fínt lið. Þetta eru góðir fótboltamenn og ef þeir fá tíma og pláss þá geta þeir sært okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Viðtalið við Óskar í heild má sjá hér að neðan. Breiðablik mætir Santa Coloma klukkan 19.05 á Kópavogsvelli annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Klippa: Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira
„Við vitum meira um þá núna heldur en við vissum um þá fyrir leikina. Þeir eru með ákveðna veikleika sem við þurfum að nýta okkur. Fyrst og síðast þá held ég að þessi leikur snúist um að hlaupa. Mér fannst við ekki alveg tilbúnir til að hlaupa í leiknum úti en þar voru erfiðar og krefjandi aðstæður,“ sagði Óskar í viðtali við Stöð 2 Sport í aðdraganda seinni viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld. „Við þurfum að gera hlutina hratt og gera þá af krafti. Þeir vilja gera hægja á leiknum og hafa hægt tempó. Við þurfum að stíga á bensíngjöfina og ekki fara af henni,“ bætti hann við. Staðan á leikmannahóp Breiðabliks fyrir leikinn mikilvæga á morgun er góð. „Það eru þannig lagað enginn teljandi meiðsli en auðvitað högg hér og þar. Það er bara Sölvi [Snær Guðbjargarson] sem er að koma til baka eftir beinmar á ökkla og svo er það Pétur Theódór [Árnason] sem verður ekki klár fyrr en í nóvember. Fyrir utan það er staðan mjög góð.“ Óskar varar sína menn við því að vanmeta Santa Coloma, líkt og restin af þjóðinni gerir. „Við stefnum á að spila eins vel og við getum. Þetta andorrska lið er sýnd veiði en ekki gefin. Ég held þeir séu betri en margir Íslendingar gefa þeim kredit fyrir. Við þurfum að passa okkur á því að bera virðingu fyrir þeim.“ „Það eru 15 atvinnumenn í þessu liði. Þeir eru búnir að setja mikla peninga í þetta og eru með fínt lið. Þetta eru góðir fótboltamenn og ef þeir fá tíma og pláss þá geta þeir sært okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Viðtalið við Óskar í heild má sjá hér að neðan. Breiðablik mætir Santa Coloma klukkan 19.05 á Kópavogsvelli annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Klippa: Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina
Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira