Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum greinum við frá því að stjórnvöld ætla að taka upp veggjöld í öllum göngum landsins til að standa undir gerð nýrra gangna. Meðal annars umdeildra gangna undir Fjarðaheiði sem kosta 70 milljónir á hvern íbúa Seyðisfjarðar.

Samherji á og tengist 20 prósentum heildar veiðiheimilda í landinu eftir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi, sem er langt yfir 12 prósent viðmiðunarmörkum, sem engu að síður telst löglegt vegna orðalags í fiskveiðilögunum.

Erlendir ferðamenn eru aftur farnir að dæla gjaldeyri í fjárhirslur landsmanna. Þeir hafa aldrei eytt meiru með greiðslukortum og í júnímánuði eins og í ár.

Geimferðastofnanir Bandaríkjanna og Evrópu opinberuðu einstakar myndir af alheiminum í dag sem teknar voru með James Webb sjónaukanum. Vísindamenn telja þær geta breytt sýn mannkyns á alheiminum.

Innviðaráðherra og sveitarfélögin skrifuðu undir samkomulag í dag um byggingu 35 þúsund íbúða á næstu tíu árum til að mæta vaxandi eftirspurn. Þetta er fyrsta samræmda áætlun ríkis og sveitafélaga varðandi húsnæðisuppbyggingu.

Þetta og marg fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×