Sagði að Malmö þyrfti að einbeita sér að litlu atriðunum og að Ísland væri hans annað heimili Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 20:30 Miloš Milojević er þjálfari sænska meistaraliðsins Malmö. Malmö FF Miloš Milojević, þjálfari Malmö, var mættur á sinn gamla heimavöll er hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi fyrir leik Víkings og Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Annað kvöld mætast liðin öðru sinni en Malmö vann nauman 3-2 heimasigur í fyrri leiknum þar sem Kristall Máni Ingason fékk rautt spjald eftir að hafa jafnað metin 1-1 í fyrri hálfleik. Manni færri lentu Víkingar 3-1 undir en minnkuðu muninn undir lokin þökk sé ofur-varamanninum Helga Guðjónssyni og einvígið því enn á lífi. Bæði lið héldu blaðamannafund í Víkinni í dag þar sem hinn 39 ára gamli Miloš var spurður hvernig það væri að vera kominn aftur til Íslands og aftur í Víkina. „Það er tilfinningaþrungið. Ég var hér í marga daga og margar nætur. Ég er þannig gerður að ég reyni aðeins að muna eftir því góða. Þess vegna byrjaði ég í fótbolta, til að skapa góðar minningar. Ég á margar slíkar frá Íslandi og Víkinni, sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og loks þjálfari.“ „Ég hef verið 11 af mínum 39 árum á Íslandi og þó það sé tilgerðarlegt að segja það þá myndi ég kalla Ísland mitt annað heimili,“ sagði Miloš að endingu um komuna aftur til Íslands. Miloš er frá Serbíu en kom hingað til lands að spila með Hamri árið 2006. Þaðan lá leiðin til Ægis, aftur til Hamars og svo í Víkina er Víkingur var í B-deild. Hann lék með Víking í þrjú sumur áður en skórnir fóru upp á hillu. Eftir það færði hann sig yfir í þjálfun og þjálfaði yngri flokka Víkings áður en hann komst inn í meistaraflokksteymið og tók svo við liðinu. Árið 2017 færði hann svo yfir til Breiðabliks en haustið sama ár fór hann af landi brott og hélt til Svíþjóðar. Miloš Milojević og Ólafur Þórðarson á góðri stundu.Vísir/Andri Marinó Um Víking „Ég hef fylgst vel með íslensku deildinni og Víkingum undanfarin 4-5 ár. Vissi því margt um liðið og taldi mig þekkja hópinn þeirra ágætlega. Þetta er metnaðarfullur hópur, eru með marga leikmenn sem hafa spilað erlendis og vilja komast þangað á nýjan leik. Við lærðum að Víkingar eru með mjög samkeppnishæft lið og trúa á það sem þeir eru að gera,“ sagði Miloš aðspurður hvort hann hefði lært eitthvað um Víking í fyrri leik liðanna. „Að því sögðu þá trúum að við getum unnið leikinn og farið áfram í næstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.“ Um leik morgundagsins „Ég tel að við þurfum að einbeita okkur að litlu atriðunum sem fóru úrskeiðis í síðasta leik. Við vissum fyrir leikinn að Víkingar myndu nota hvert tækifæri til að særa okkar, sama hvort það væru skyndisóknir eða föst leikatriði. Það gekk upp, þeir áttu tvo skot á markið og skoruðu tvö mörk.“ „Þeim tókst að halda einvíginu á lífi með því og nú spila þeir heima, við verðum að virða það en að sama skapi þurfum við að spila okkar leik, á því getustigi sem við getum og trúa á það sem við erum að gera.“ Hann sagði stöðuna á leikmannahópi Malmö þá sömu og fyrir fyrri leik liðanna í Svíþjóð. Miloš tók þó fram að það þyrfti að fylgjast með álagi leikmanna þar sem þeir ættu einnig leik á gervigrasi um næstu helgi. Leikur Víkings og Malmö hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrr eða klukkan 19.15. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Annað kvöld mætast liðin öðru sinni en Malmö vann nauman 3-2 heimasigur í fyrri leiknum þar sem Kristall Máni Ingason fékk rautt spjald eftir að hafa jafnað metin 1-1 í fyrri hálfleik. Manni færri lentu Víkingar 3-1 undir en minnkuðu muninn undir lokin þökk sé ofur-varamanninum Helga Guðjónssyni og einvígið því enn á lífi. Bæði lið héldu blaðamannafund í Víkinni í dag þar sem hinn 39 ára gamli Miloš var spurður hvernig það væri að vera kominn aftur til Íslands og aftur í Víkina. „Það er tilfinningaþrungið. Ég var hér í marga daga og margar nætur. Ég er þannig gerður að ég reyni aðeins að muna eftir því góða. Þess vegna byrjaði ég í fótbolta, til að skapa góðar minningar. Ég á margar slíkar frá Íslandi og Víkinni, sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og loks þjálfari.“ „Ég hef verið 11 af mínum 39 árum á Íslandi og þó það sé tilgerðarlegt að segja það þá myndi ég kalla Ísland mitt annað heimili,“ sagði Miloš að endingu um komuna aftur til Íslands. Miloš er frá Serbíu en kom hingað til lands að spila með Hamri árið 2006. Þaðan lá leiðin til Ægis, aftur til Hamars og svo í Víkina er Víkingur var í B-deild. Hann lék með Víking í þrjú sumur áður en skórnir fóru upp á hillu. Eftir það færði hann sig yfir í þjálfun og þjálfaði yngri flokka Víkings áður en hann komst inn í meistaraflokksteymið og tók svo við liðinu. Árið 2017 færði hann svo yfir til Breiðabliks en haustið sama ár fór hann af landi brott og hélt til Svíþjóðar. Miloš Milojević og Ólafur Þórðarson á góðri stundu.Vísir/Andri Marinó Um Víking „Ég hef fylgst vel með íslensku deildinni og Víkingum undanfarin 4-5 ár. Vissi því margt um liðið og taldi mig þekkja hópinn þeirra ágætlega. Þetta er metnaðarfullur hópur, eru með marga leikmenn sem hafa spilað erlendis og vilja komast þangað á nýjan leik. Við lærðum að Víkingar eru með mjög samkeppnishæft lið og trúa á það sem þeir eru að gera,“ sagði Miloš aðspurður hvort hann hefði lært eitthvað um Víking í fyrri leik liðanna. „Að því sögðu þá trúum að við getum unnið leikinn og farið áfram í næstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.“ Um leik morgundagsins „Ég tel að við þurfum að einbeita okkur að litlu atriðunum sem fóru úrskeiðis í síðasta leik. Við vissum fyrir leikinn að Víkingar myndu nota hvert tækifæri til að særa okkar, sama hvort það væru skyndisóknir eða föst leikatriði. Það gekk upp, þeir áttu tvo skot á markið og skoruðu tvö mörk.“ „Þeim tókst að halda einvíginu á lífi með því og nú spila þeir heima, við verðum að virða það en að sama skapi þurfum við að spila okkar leik, á því getustigi sem við getum og trúa á það sem við erum að gera.“ Hann sagði stöðuna á leikmannahópi Malmö þá sömu og fyrir fyrri leik liðanna í Svíþjóð. Miloš tók þó fram að það þyrfti að fylgjast með álagi leikmanna þar sem þeir ættu einnig leik á gervigrasi um næstu helgi. Leikur Víkings og Malmö hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrr eða klukkan 19.15.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti