Er einhver raunveruleg lausn á eigin vandamálum? Steinar Fjeldsted skrifar 10. júlí 2022 13:46 FNNR gefur út tvöfalda smáskífu sem bera heitin Lokkar hjartað / Er ég kominn heim. Hér er um að ræða ungan og virkilega efnilegan tónlistarmann sem heitir Kári Fannar Jónsson. Kári hefur unnið mikið bakvið tjöldin sem upptökustjóri og lagahöfundur seinustu ár en hann hefur verið virkur í pop, electro og R&B senunni hér á landi. Á ákveðnum tímapunkti ákvað Kári að hefja sinn eigin tónlistarferil undir sínu eigin listamannsnafni „FNNR“ þar sem hann stígur út með sínar gífurlega vönduðu útsetningar sem færir fólki kraftmikinn hljóðheim af margvíslegum víddum tónlistarsköpunar. Lögin tvö, sem gefin eru út sem tvær smáskífur er einlæg tjáning FNNR þar sem hann spilar, útsetur og syngur inn á báðar útgáfurnar. Lokkar hjartað – Lagið snýst um þennan svokallaðan ástarleik, þar sem maður fellur alltaf í sömu ástargildru þar sem hinn aðilinn leikur sér að hjartanu þínu eins og strengjabrúðu sem maður tekur ekki eftir. Er ég kominn heim – Í stuttu máli snýst lagið um sátt (að sættast við aðstæður). Í þessu lagi talar hann um sín eigin vandamál sem koma upp í lífinu, samhliða því spyr hann sig hvort maður verði alltaf svona? Er einhver raunveruleg lausn á eigin vandamálum? Lögin fæddust í byrjun 2022 og þar sem hann fann laglínurnar og smá brot af textanum, en í byrjun apríl ákvað hann að klára lögin því þau áttu sér mikla meiningu á þeim tíma. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið
Kári hefur unnið mikið bakvið tjöldin sem upptökustjóri og lagahöfundur seinustu ár en hann hefur verið virkur í pop, electro og R&B senunni hér á landi. Á ákveðnum tímapunkti ákvað Kári að hefja sinn eigin tónlistarferil undir sínu eigin listamannsnafni „FNNR“ þar sem hann stígur út með sínar gífurlega vönduðu útsetningar sem færir fólki kraftmikinn hljóðheim af margvíslegum víddum tónlistarsköpunar. Lögin tvö, sem gefin eru út sem tvær smáskífur er einlæg tjáning FNNR þar sem hann spilar, útsetur og syngur inn á báðar útgáfurnar. Lokkar hjartað – Lagið snýst um þennan svokallaðan ástarleik, þar sem maður fellur alltaf í sömu ástargildru þar sem hinn aðilinn leikur sér að hjartanu þínu eins og strengjabrúðu sem maður tekur ekki eftir. Er ég kominn heim – Í stuttu máli snýst lagið um sátt (að sættast við aðstæður). Í þessu lagi talar hann um sín eigin vandamál sem koma upp í lífinu, samhliða því spyr hann sig hvort maður verði alltaf svona? Er einhver raunveruleg lausn á eigin vandamálum? Lögin fæddust í byrjun 2022 og þar sem hann fann laglínurnar og smá brot af textanum, en í byrjun apríl ákvað hann að klára lögin því þau áttu sér mikla meiningu á þeim tíma. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið