Dalvík – „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júlí 2022 09:04 Kristín Aðalheiður og Bjarni, sem eiga og reka kaffihúsið og barinn Gísli, Eiríkur og Helgi með miklum myndarskap. Bjarni segir að það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu til að draga vagninn, hann sé svona asninn, sem er bundin aftan í og fylgi bara með. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bakkabræðurnir, Gísli, Eiríkur og Helgi eiga „heima“ á Dalvík og gera það gott að kaffihúsi og bar í bæjarfélaginu. Magnús Hlynur, fréttamaður heimsótti Dalvík og tók hús á nokkrum bæjarbúum. Þegar hugsað er um Dalvík þá dettur eflaust mörgum fyrst í hug Fiskidagurinn mikli, Samherji og tónlistarmennirnir Friðrik Ómar, Eyþór Ingi og Matti Matt, allt miklir snillingar og Dalvíkingar. Á staðnum eru líka öflug fyrirtæki eins og Sæplast og Samherji og þá eru margir flottir veitingastaðir í bæjarfélaginu eins og Gísli, Eiríkur og Helgi en þar eru öflugir eigendur, hjónin Kristín Aðalheiður, alltaf kölluð Heiða og Bjarni, sem eru líka allt í öllu þegar Dalvík er annars vegar þó að hann sé Grenvíkingur. Bræðurnir fá sitt pláss á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er kaffihús bakkabræðra en alla daga bjóðum við upp á fiskisúpu og erum búin að gera í mörg, mörg ár, eiginlega nánast frá opnun, fiskisúpu og við bökum öll brauðin úr kalda bjór,“ segir Heiða. En hvernig karlar voru þetta, Gísli, Eiríkur og Helgi? „Þeir voru frábærir og miklir frumkvöðlar á mörgum sviðum, meðal annars á sviði fjallaskíðamennsku, sem er að tröllríða öllu hér á Tröllaskaganum. Við viljum meina að þeir hafi verið þeir fyrstu, sem stunduðu fjallaskíði af miklum eldmóð,“ segir Heiða enn fremur. Heiða með hluta af starfsfólki sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða og Bjarni eru ekki hætt, þau ætla að byggja upp frekari ferðaþjónustu á staðnum. Bjarni reynir þó að halda Heiðu niðri og segir að þetta sé komið nóg en hún er ekki á þeim buxunum. „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu til að draga vagninn, ég er svona asninn, sem er bundin aftan í og ég fylgi bara með. Hún fær mikið af hugmyndum en ég reyni bara að kreista augun aftur þegar við leggjumst á koddann á kvöldin og loka eyrunum á meðan hún heldur áfram að mala,“ segir Bjarni og hlær. Gott að búa á Dalvík Það þykir mjög gott að ala upp börn og unglinga á Dalvík, enda nóg um að vera í íþrótta- og æskulýðsmálum og góður leik og grunnskóli eru á staðnum. Íbúar eru mjög sammála um að það sé gott að búa í Dalvíkurbyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru hjartanlega sammála um að það sé gott að búa á Dalvík? „Það er skemmtilegast að leika og það eru skemmtilegir krakkar hérna og skemmtilegur skóli“, segir Barði Björgvinsson 11 ára. "Það eru mjög margir vinir hérna og skólinn er skemmtilegur,“ segir Hilmir Þór Hafþórsson 12. „Það besta við Dalvík er félagslífið og fólkið og þetta er bara æðislegur staður,“ segir Unnur Elsa Aðalsteinsdóttir, sem vinnur á Gísla, Eiríki og Helga. Þessi er staddur á Dalvík, sem margir kannast eflaust mjög vel við.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Það besta við Dalvík er vinnan og félagslífið og allt sem ég hef hérna, og veðrið svo sannarlega líka. Hér er dásamlegt að eiga heima, fullt af sætum stelpum og alveg frábært. Þetta er lífið sjálft hérna á Dalvík, bara alveg frábært,“ segir Valdimar Jón Gunnþórsson, sem vinnur líka hjá Gísla, Eiríki og Helga. Það er mjög gamana að koma á Byggðasafnið Hvol á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalvíkurbyggð Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Þegar hugsað er um Dalvík þá dettur eflaust mörgum fyrst í hug Fiskidagurinn mikli, Samherji og tónlistarmennirnir Friðrik Ómar, Eyþór Ingi og Matti Matt, allt miklir snillingar og Dalvíkingar. Á staðnum eru líka öflug fyrirtæki eins og Sæplast og Samherji og þá eru margir flottir veitingastaðir í bæjarfélaginu eins og Gísli, Eiríkur og Helgi en þar eru öflugir eigendur, hjónin Kristín Aðalheiður, alltaf kölluð Heiða og Bjarni, sem eru líka allt í öllu þegar Dalvík er annars vegar þó að hann sé Grenvíkingur. Bræðurnir fá sitt pláss á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er kaffihús bakkabræðra en alla daga bjóðum við upp á fiskisúpu og erum búin að gera í mörg, mörg ár, eiginlega nánast frá opnun, fiskisúpu og við bökum öll brauðin úr kalda bjór,“ segir Heiða. En hvernig karlar voru þetta, Gísli, Eiríkur og Helgi? „Þeir voru frábærir og miklir frumkvöðlar á mörgum sviðum, meðal annars á sviði fjallaskíðamennsku, sem er að tröllríða öllu hér á Tröllaskaganum. Við viljum meina að þeir hafi verið þeir fyrstu, sem stunduðu fjallaskíði af miklum eldmóð,“ segir Heiða enn fremur. Heiða með hluta af starfsfólki sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða og Bjarni eru ekki hætt, þau ætla að byggja upp frekari ferðaþjónustu á staðnum. Bjarni reynir þó að halda Heiðu niðri og segir að þetta sé komið nóg en hún er ekki á þeim buxunum. „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu til að draga vagninn, ég er svona asninn, sem er bundin aftan í og ég fylgi bara með. Hún fær mikið af hugmyndum en ég reyni bara að kreista augun aftur þegar við leggjumst á koddann á kvöldin og loka eyrunum á meðan hún heldur áfram að mala,“ segir Bjarni og hlær. Gott að búa á Dalvík Það þykir mjög gott að ala upp börn og unglinga á Dalvík, enda nóg um að vera í íþrótta- og æskulýðsmálum og góður leik og grunnskóli eru á staðnum. Íbúar eru mjög sammála um að það sé gott að búa í Dalvíkurbyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru hjartanlega sammála um að það sé gott að búa á Dalvík? „Það er skemmtilegast að leika og það eru skemmtilegir krakkar hérna og skemmtilegur skóli“, segir Barði Björgvinsson 11 ára. "Það eru mjög margir vinir hérna og skólinn er skemmtilegur,“ segir Hilmir Þór Hafþórsson 12. „Það besta við Dalvík er félagslífið og fólkið og þetta er bara æðislegur staður,“ segir Unnur Elsa Aðalsteinsdóttir, sem vinnur á Gísla, Eiríki og Helga. Þessi er staddur á Dalvík, sem margir kannast eflaust mjög vel við.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Það besta við Dalvík er vinnan og félagslífið og allt sem ég hef hérna, og veðrið svo sannarlega líka. Hér er dásamlegt að eiga heima, fullt af sætum stelpum og alveg frábært. Þetta er lífið sjálft hérna á Dalvík, bara alveg frábært,“ segir Valdimar Jón Gunnþórsson, sem vinnur líka hjá Gísla, Eiríki og Helga. Það er mjög gamana að koma á Byggðasafnið Hvol á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Dalvíkurbyggð Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira