„Það er mikill heiður að hljóta þessa viðurkenningu á okkar heimamarkaði. Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með vinsældum EV6 út um allan heim. Við erum stolt af þessum árangri og hlökkum til að halda áfram að færa Íslendingum framúrskarandi rafbíla á komandi misserum,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju.
BÍBB hefur nú valið bíl ársins í síðasta sinn samkvæmt upplýsingum frá bandalaginu. Ástæða þess að þau eru lögð niður er meðal annars lítill áhugi bílaumboðana á Íslandi fyrir verðlaununum.

Í öðru sæti að þessu síðasta sinni var Hyundai Ioniq 5 og í þriðja sæti var Aiways U5.