Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum Atli Ísleifsson skrifar 8. júlí 2022 14:30 Halldór G. Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar, segir mikilvægt að húsið verði ekki látið drabbast niður, enda að finna í hjarta þorpsins. Skagaströnd/Já.is „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ Þetta segir Halldór G. Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar, um fyrirhugaða lokun þjónustumiðstöðvar Olís á Skagaströnd, en til stendur að breyta stöðinni í sjálfsafgreiðslustöð. Olís tilkynnti á dögunum að þjónustustöðvum félagsins á Skagaströnd, í Ólafsfirði og í Fellabæ yrði lokað og stöðvunum breytt í ÓB-sjálfsafgreiðslustöðvar. „Þeir bera fyrir sig rekstrarvandræði, en þarna má segja að um 75 ára sögu BP og síðar Olís ljúki hérna á Skagaströnd. En það hafa tveir nýir veitingastaðir opnað á Skagaströnd á undanförnum árum svo menn eru kannski að missa tekjur af sölu á hamborgurum og pylsum. Svo er kjörbúðin auðvitað líka opin sjö daga vikunnar,“ segir Halldór. En verður þá ekki hægt að fá sér eina með öllu á Skagaströnd eftir þessa lokun? „Ekki eins og staðan er í dag, en við vonum auðvitað að einhver sjái sér þarna leik á borði og fylli upp í það gat á markaðnum,“ segir Halldór. Hafa safnast saman við Olís á morgnana Halldór segir ennfremur að þjónustumiðstöðin hafi verið eins konar félagsmiðstöð fyrir suma. Þannig hafi hópur eldri manna mætt á bílum sínum marga daga vikunnar fyrir opnun klukkan níu til að fá sér morgunkaffið. Sömuleiðis hafi þetta verið miðstöð fyrir iðnaðarmenn í kaffitíma. „Það er líka mikilvægt að þetta hús standi ekki bara autt og verði látið drabbast niður. Þetta stendur hérna í hjarta þorpsins og við viljum auðvitað ekki að hús í niðurníðslu taki á móti fólki,“ segir Halldór. Hann segir að fulltrúar Olís hafi sagt að félagið ætli sér að áfram þjónusta höfnina og bíla í kringum Skagaströnd þar sem sérstakur umboðsmaður verði á svæðinu. Harma ákvörðun Olís Í fundargerð sveitarstjórnar Skagastrandar frá í upphafi mánaðar er bókað að sveitarstjórn harmi þá ákvörðun Olís að loka þjónustustöð fyrirtækisins. „Ljóst er að ákvörðunin leiðir til mikillar þjónustuskerðingar við íbúa og fækkunar starfa í sveitarfélaginu.“ Ennfremur segist sveitarstjórn vonast til að nýir rekstraraðilar muni starfrækja rekstur í húsnæðinu og að gott samstarf verði við Olís um að finna húsinu nýjan tilgang og að skilið verði við mannvirkið í viðunandi ástandi. Skagaströnd Bensín og olía Verslun Byggðamál Tengdar fréttir Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7. júlí 2022 07:24 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Þetta segir Halldór G. Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar, um fyrirhugaða lokun þjónustumiðstöðvar Olís á Skagaströnd, en til stendur að breyta stöðinni í sjálfsafgreiðslustöð. Olís tilkynnti á dögunum að þjónustustöðvum félagsins á Skagaströnd, í Ólafsfirði og í Fellabæ yrði lokað og stöðvunum breytt í ÓB-sjálfsafgreiðslustöðvar. „Þeir bera fyrir sig rekstrarvandræði, en þarna má segja að um 75 ára sögu BP og síðar Olís ljúki hérna á Skagaströnd. En það hafa tveir nýir veitingastaðir opnað á Skagaströnd á undanförnum árum svo menn eru kannski að missa tekjur af sölu á hamborgurum og pylsum. Svo er kjörbúðin auðvitað líka opin sjö daga vikunnar,“ segir Halldór. En verður þá ekki hægt að fá sér eina með öllu á Skagaströnd eftir þessa lokun? „Ekki eins og staðan er í dag, en við vonum auðvitað að einhver sjái sér þarna leik á borði og fylli upp í það gat á markaðnum,“ segir Halldór. Hafa safnast saman við Olís á morgnana Halldór segir ennfremur að þjónustumiðstöðin hafi verið eins konar félagsmiðstöð fyrir suma. Þannig hafi hópur eldri manna mætt á bílum sínum marga daga vikunnar fyrir opnun klukkan níu til að fá sér morgunkaffið. Sömuleiðis hafi þetta verið miðstöð fyrir iðnaðarmenn í kaffitíma. „Það er líka mikilvægt að þetta hús standi ekki bara autt og verði látið drabbast niður. Þetta stendur hérna í hjarta þorpsins og við viljum auðvitað ekki að hús í niðurníðslu taki á móti fólki,“ segir Halldór. Hann segir að fulltrúar Olís hafi sagt að félagið ætli sér að áfram þjónusta höfnina og bíla í kringum Skagaströnd þar sem sérstakur umboðsmaður verði á svæðinu. Harma ákvörðun Olís Í fundargerð sveitarstjórnar Skagastrandar frá í upphafi mánaðar er bókað að sveitarstjórn harmi þá ákvörðun Olís að loka þjónustustöð fyrirtækisins. „Ljóst er að ákvörðunin leiðir til mikillar þjónustuskerðingar við íbúa og fækkunar starfa í sveitarfélaginu.“ Ennfremur segist sveitarstjórn vonast til að nýir rekstraraðilar muni starfrækja rekstur í húsnæðinu og að gott samstarf verði við Olís um að finna húsinu nýjan tilgang og að skilið verði við mannvirkið í viðunandi ástandi.
Skagaströnd Bensín og olía Verslun Byggðamál Tengdar fréttir Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7. júlí 2022 07:24 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7. júlí 2022 07:24