Stelpurnar hafa æft saman fyrir keppnina í allt sumar í aðstöðu hjá Reebok Fitness og munu keppendur gista saman í tvær nætur fyrir lokakvöldið á Center hotel plaza.
Ásamt því að krýna MUI sem mun keppa fyrir hönd Íslands í Miss Universe 2022 verða einnig aðrir aukatitlar í boði. Það má helst nefna: Vinsælasta stúlkan, Miss Eskimo Model, Miss ReebookFitness, Miss Max Factor, Miss Adidas.is, Miss Ak Pure Skin og Directors Choice.
Keppendur eru sem áður segir sautján talsins en þær eru:
Jóna Vigdís Guðmundsdóttir, Kolbrún Perla Þórhallsdóttir, Hrafnhildur Haraldsdóttir, Elva Björk Jónsdóttir, Tinna Elísa Guðmundsdóttir, Sylwia Sienkiewicz, Ísabella Þorvaldsdóttir, Sunna Dögg Jónsdóttir, Elsa Rún Stefánsdóttir, Elísabet Tinna Haraldsdóttir, Maríanna Líf Swain, Erika Bjarkadóttir, Alexandra Andreyeva Tomasdottir, Karen Ósk Kjartansdóttir, Jónína Sigurðardóttir, Erla Bergmann Einarsdóttir og Þorbjörg Kristinsdóttir.
Fóru í myndatöku
„Þetta undirbúningsferli er alltaf svo skemmtilegt og það er svo gaman að sjá hópinn tengjast. Það myndast rosalega sterk og falleg vináttubönd á hverju ári - sem endast út ævina. Ég tala af reynslu, þar sem ég kynntist sumum af mínum bestu vinkonum í fegurðarsamkeppni fyrir 20 árum“ segir Manuela Ósk Harðardóttir annar eigandi keppninnar hér á landi.

Á dögunum fór fram myndataka sem var í höndum Arnórs Trausta, fatahönnuðurinn Sædís Ýr sá um að klæða stúlkurnar, Hárakademían og Blondie hársnyrtistofa sá um hárið á stelpunum og Reykjavík MakeUp School sá um förðunina. Myndirnar birtast á Lífinu á Vísi á næstu dögum og vikum samhliða viðtölum við hvern keppanda.