Yrðlingur og hundur bestu vinir á Mjóeyri á Eskifirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júlí 2022 21:01 Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubóndi á Mjóeyri og fjölskylda hans hafa byggt upp myndarlega ferðaþjónustu á Mjóeyri á Eskifirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tíkin Skotta og nokkra vikna yrðlingur á bænum Mjóeyri við Eskifjörð eru bestu vinir og leika sér mikið saman. Þá er mjög gæf maríuerla líka á bænum og heiti potturinn á staðnum vekur sérstaka athygli. Á Mjóeyri er rekin myndarleg ferðaþjónustu með fjölbreyttri afþreyingu. Gistiheimili og tíu sumarhús eru á staðnum. Þar er líka boðið upp á gönguferðir og hreindýraleiðsögn. Yrðlingurinn vekur sérstaka athygli en hann og tíkin á staðnum leika sér mikið saman. „Þetta er yrðlingsgrey, sem er hérna að leika sér. Hann kom hingað til okkar og er bara frjáls á Mjóeyrinni, getur komið og farið eins og hann vill,“ segir Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubóndi á Mjóeyri. Skotta og yrðlingurinn leika sér mikið saman á Mjóeyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, það gengur bara mjög vel í dag og mikið bókað hjá okkur í sumar, þannig að við erum bara alsæl og í sumarskapi,“ segir Sævar aðspurður um ferðasumarið. Heiti potturinn er svolítið öðruvísi á Mjóeyri en annars staðar. „Þetta er bátabaðið, þetta er mjög skemmtilegt og mjög vinsælt að stelast í þetta.“ Heiti potturinn á staðnum er frumlegur og skemmtilegur.Magnús Hlynur Hreiðarsson :Óvenju gæf maríuerla er á Mjóeyri en hún er með nokkra unga upp í rjáfri í einu sumarhúsinu. Sævar og fjölskylda eru líka með glæsilegan veitingastað rétt við Mjóeyri og þau fá sömu gestina til sín ár eftir ár í gistingu og þá í nokkra daga í senn, fólk sem kemur til að hlaða batteríin eins og stundum er sagt. „Já, þetta er bara uppáhaldsstaðurinn minn. Ég kom hingað fyrst fyrir 11 árum en ég hafði aldrei komið hingað áður í þennan fjörð og það gerðist bara eitthvað, þetta er töfrastaður. Ég einmitt svaf í 12 tíma í nótt, sem ég hef ekki gert í langan tíma, það gerist eitthvað hérna út á Mjóeyri,“ segir Þórunn Erna Clausen, leikari og fastagestur á Mjóeyri. Þórunn Erna Clausen, leikari og fastagestur á Mjóeyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan á Mjóeyri Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Hundar Dýr Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Á Mjóeyri er rekin myndarleg ferðaþjónustu með fjölbreyttri afþreyingu. Gistiheimili og tíu sumarhús eru á staðnum. Þar er líka boðið upp á gönguferðir og hreindýraleiðsögn. Yrðlingurinn vekur sérstaka athygli en hann og tíkin á staðnum leika sér mikið saman. „Þetta er yrðlingsgrey, sem er hérna að leika sér. Hann kom hingað til okkar og er bara frjáls á Mjóeyrinni, getur komið og farið eins og hann vill,“ segir Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubóndi á Mjóeyri. Skotta og yrðlingurinn leika sér mikið saman á Mjóeyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, það gengur bara mjög vel í dag og mikið bókað hjá okkur í sumar, þannig að við erum bara alsæl og í sumarskapi,“ segir Sævar aðspurður um ferðasumarið. Heiti potturinn er svolítið öðruvísi á Mjóeyri en annars staðar. „Þetta er bátabaðið, þetta er mjög skemmtilegt og mjög vinsælt að stelast í þetta.“ Heiti potturinn á staðnum er frumlegur og skemmtilegur.Magnús Hlynur Hreiðarsson :Óvenju gæf maríuerla er á Mjóeyri en hún er með nokkra unga upp í rjáfri í einu sumarhúsinu. Sævar og fjölskylda eru líka með glæsilegan veitingastað rétt við Mjóeyri og þau fá sömu gestina til sín ár eftir ár í gistingu og þá í nokkra daga í senn, fólk sem kemur til að hlaða batteríin eins og stundum er sagt. „Já, þetta er bara uppáhaldsstaðurinn minn. Ég kom hingað fyrst fyrir 11 árum en ég hafði aldrei komið hingað áður í þennan fjörð og það gerðist bara eitthvað, þetta er töfrastaður. Ég einmitt svaf í 12 tíma í nótt, sem ég hef ekki gert í langan tíma, það gerist eitthvað hérna út á Mjóeyri,“ segir Þórunn Erna Clausen, leikari og fastagestur á Mjóeyri. Þórunn Erna Clausen, leikari og fastagestur á Mjóeyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan á Mjóeyri
Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Hundar Dýr Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira