Hundrað bókanir eftir Michelin-stjörnuna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júlí 2022 12:07 Frá vinstri: Agne Petkeviciute, Guðgeir Ingi Kanneworff Steindórsson, Rúnar Pierre Heriveaux yfirkokkur á ÓX og Þráinn Freyr Vigfússon stofnandi og einn eigenda ÓX. Þeir Rúnar og Þráinn eru staddir í Stafangri. Aðsend Stofnandi Óx segir það mikinn heiður að hljóta Michelin-stjörnu eftir áralanga þróun og vinnu með veitingastaðinn. Tveir íslenskir staðir státa nú af stjörnunni eftirsóttu. Veitingastaðurinn ÓX á Laugavegi hlaut í gærkvöld Michelin-stjörnu á hátíðlegri athöfn í Stafangri í Noregi. Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og stofnandi segir tilfinninguna hafa verið mjög sæta. „Þetta var mikill heiður fyrir okkur. Eftir áralanga þróun og vinnu erum við komin á þennan stað sem við erum á í dag. Þetta er frábært fyrir okkur og bara fyrir íslenska veitingamarkaðinn að það séu nú komnir tveir en ekki bara einn Michelin staðir og vonandi bara fleiri í framtíðinni,“ segir Þráinn. Hinn veitingastaðurinn er Dill sem hlaut fyrstu stjörnuna 2017 og hélt henni nú. Staðurinn halut einnig svokallaða græna stjörnu sem veitt er sjálfbærum veitingahúsum. Michelin stjörnur eru gríðarlega eftirsóttar enda trekkja þær matgæðinga að - líkt og kom bersýnilega í ljós eftir athöfnina í gær. „Í framtíðarsýninni hefur þetta mikla þýðingu, staðurinn hefur sem betur fer alltaf verið fullbókaður en núna væntanlega verður það enn meira og meiri ásókn. Við sáum það strax í gær og það bókuðu sig held ég hundrað manns.“ Segja má að Óx sé nokkuð óhefðbundinn veitingastaður. Einungis er pláss fyrir ellefu gesti á kvöldi sem allir þurfa að mæta á sama tíma. Eitt verð gildir einnig fyrir alla, eða 42.900 krónur. Innifaldir eru fjölmargir réttir og vín. Staðurinn var opnaður árið 2018 en hafði verið hugarfóstur Þráins um margra ára skeið. „Þetta er þriggja tíma „show“ þar sem gestirnir sjá hvað við erum að gera og við kynnumst þeim og vitum hvaðan þeir eru. Eftir kvöldið er þetta pínu eins og þú hafir farið heim eftir matarboð hjá einhverjum sem þú kannski þekktir ekki fyrst en þekkir vel eftir kvöldið,“ segir Þráinn. Michelin Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Veitingastaðurinn ÓX á Laugavegi hlaut í gærkvöld Michelin-stjörnu á hátíðlegri athöfn í Stafangri í Noregi. Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og stofnandi segir tilfinninguna hafa verið mjög sæta. „Þetta var mikill heiður fyrir okkur. Eftir áralanga þróun og vinnu erum við komin á þennan stað sem við erum á í dag. Þetta er frábært fyrir okkur og bara fyrir íslenska veitingamarkaðinn að það séu nú komnir tveir en ekki bara einn Michelin staðir og vonandi bara fleiri í framtíðinni,“ segir Þráinn. Hinn veitingastaðurinn er Dill sem hlaut fyrstu stjörnuna 2017 og hélt henni nú. Staðurinn halut einnig svokallaða græna stjörnu sem veitt er sjálfbærum veitingahúsum. Michelin stjörnur eru gríðarlega eftirsóttar enda trekkja þær matgæðinga að - líkt og kom bersýnilega í ljós eftir athöfnina í gær. „Í framtíðarsýninni hefur þetta mikla þýðingu, staðurinn hefur sem betur fer alltaf verið fullbókaður en núna væntanlega verður það enn meira og meiri ásókn. Við sáum það strax í gær og það bókuðu sig held ég hundrað manns.“ Segja má að Óx sé nokkuð óhefðbundinn veitingastaður. Einungis er pláss fyrir ellefu gesti á kvöldi sem allir þurfa að mæta á sama tíma. Eitt verð gildir einnig fyrir alla, eða 42.900 krónur. Innifaldir eru fjölmargir réttir og vín. Staðurinn var opnaður árið 2018 en hafði verið hugarfóstur Þráins um margra ára skeið. „Þetta er þriggja tíma „show“ þar sem gestirnir sjá hvað við erum að gera og við kynnumst þeim og vitum hvaðan þeir eru. Eftir kvöldið er þetta pínu eins og þú hafir farið heim eftir matarboð hjá einhverjum sem þú kannski þekktir ekki fyrst en þekkir vel eftir kvöldið,“ segir Þráinn.
Michelin Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira