Hestur Kára einn sá elsti sem hefur keppt á Landsmóti Telma Tómasson skrifar 5. júlí 2022 13:01 Kári Stefánsson klappar hér hinum 26 vetra Stakki frá Halldórsstöðum. Vísir/Telma „Mér þykir mjög vænt um þennan hest en var hræddur um að hann hefði ekki nægan kraft. Guði sé lof að ég hafði rangt fyrir mér. Ég var mjög stressaður,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og hrossaræktandi, eftir óvenjulega sýningu Stakks frá Halldórsstöðum, hests í hans eigu, og knapa hans Sigurbjörns Bárðarsonar í sérstakri forkeppni í A-flokki á Landsmóti hestamanna á Hellu í gær. Stakkur er 26 vetra sem er óvenju hár aldur fyrir hest á keppnisvellinum, ekki síst í keppni á hæsta stigi eins og á Landsmóti. Stakkur var í fremstu röð í fyrri tíð en hefur ekki sést á keppnisvellinum í átta ár. Sýningin í gær heppnaðist vel utan að hesturinn tók skeiðið heldur seint. En líklega var þetta þó hans svanasöngur á keppnisvellinum. „Það má leiða að því rök að við urðum fórnarlömb nostalgíunnar og langaði svolítið í gamla tíma en hér er hann Stakkur, stóð sig vel og var mjög flottur og kraftmikill. Öllum til sóma og sérstaklega sjálfum sér. Aldur hestsins var ekki vandamál,“ sagði Kári. Hesturinn er eins og lyftingamaður Knapinn var sammála. „Stakkur er alveg ótrúlegur, blés varla úr nös og þoldi þetta vel. Það vaknaði í honum gamla villidýrið að vera tilbúinn, en hesturinn er eins og lyftingamaður hann setur sig í ham. Þegar hann bíður eftir skeiðspretti byrjar hann að krafsa og setur hausinn í áttina til mín og byrjar að glefsa til mín, herðir sig upp og prjónar jafnvel, alveg til í að starta bara og ég á fullt í fangi með að halda honum. Ég hélt að þetta væri farið, en aldeilis ekki, Stakkur fór í gamla gírinn sinn við brautarendann. Þetta var ekki einfalt því ég var þriðji í röðinni að taka skeiðsprett og hann lét mig vita af öllum sínum gömlu töktum meðan við þurftum að bíða eftir að hinir tveir kláruðu sínar,“ sagði Sigurbjörn eftir sýninguna, sem skráist að líkindum í sögubækurnar. Kári segir að Stakkur og Sigurbjörn passi svo vel saman að sá möguleiki sé fyrir hendi að þeir séu eineggja tvíburar.Vísir/Telma „Þeir eru mjög líkir“ Mikilvægt er að gott og nákvæmt samband sé milli knapa og hests, ekki síst þegar árangri þarf að ná í keppni og segir Kári að þeir Stakkur og Sigurbjörn passi vel saman. „Því hefur verið fleygt að sá möguleiki sé fyrir hendi að þeir séu eineggja tvíburar,“ sagði Kári og hló. En fé er jafnan fóstra líkt og Stakkur er sagður sérlundaður líkt og eigandinn, Kári Stefáns. „Jú, þeir eru mjög líkir,“ samþykkir Sigurbjörn. „Það getur snúist allt þvert í honum. Til dæmis við upphaf skeiðspretts getur Stakkur orðið alveg trompaður. Og gefur mér puttann. Þá er það eina sem ég get gert er að láta hann bara fara. Svo þegar hann er búinn að pústa mesta ofsanum þá getur maður spurt: „ertu til?“. Þetta er svo líkt með Kára og honum.“ Lagði Kári álög á Sigurbjörn 2008? Tæplega 100 hestar voru skráðir til leiks í sérstakri forkeppni í A-flokki alhliða gæðinga á Landsmótinu í ár en aðeins 30 komust áfram í milliriðil sem fram fer á morgun. Þar ræðst síðan hvaða 15 hestar komast áfram í A- og B-úrslit sem verða riðin í vikulokin. Úrslitin hafa í gegnum tíðina oft verið þyrnum stráð en ýmislegt getur farið úrskeiðis þegar kappið er mest. Þrálát saga er um dramatíska atburði á Gaddstaðaflötum á Landsmóti hestamanna 2008, en þá hafði Sigurbjörn úr tveimur hestum að velja í úrslitum, Stakki og Kolskeggi frá Oddhóli. Kolskeggur var tekinn framyfir Stakk og segir sagan að Kári hafi setið í brekkunni þungur á brún og lagt álög á Sigurbjörn um að hestur hans myndi ekki klára keppnina og þar með kæmu honum hin eftirsóttu verðlaun, sigur í A-flokki í hlut annars hests og knapa. Kári vill ekki kannast við söguna. „Ég trúi ekki á galdra og hef aldrei gert það. Nei, nei, ég lagði ekki á hann álög, en muldraði eitthvað uppi í brekkunni í einhverju geðvonskukasti og sá eftir því um leið.“ Það flaug nú samt skeifa undan hesti Sigurbjörns í úrslitunum og náði hann ekki að klára keppni. Niðurstaðan varð sú að A-flokkinn það árið vann Aris frá Oddhóli með knapa sínum Árna Birni Pálssyni með 8,86 í einkunn en Kolskeggur frá Oddhóli og Sigurbjörn þurftu að sætta sig við neðsta úrslitasætið með 7,87. Sigurbjörn hefur á sínum langa og farsæla ferli í hestamennsku unnið allar greinar sem hægt er í hestaíþróttum, enda eini knapinn sem hefur öðlast þann heiður að vera valinn íþróttamaður ársins. Gulli í A-flokki á Landsmóti hefur honum þó ekki enn tekist að landa. „Ætli mér auðnist það nokkuð úr þessu,“ segir hinn öflugi sjötugi knapi og landsliðsþjálfari, sem er þó eins og áratugum yngri maður og er hvergi nærri hættur. Beinar útsendingar og dagleg samantekt á Vísi Landsmót hestamanna stendur yfir á Gaddstaðaflötum á Hellu dagana 3. til 10. júlí. Streymisveitan Alendis TV tryggði sér útsendingarétt á Landsmóti og sýnir bæði frá keppnisbrautinni og kynbótabrautinni. Vísir er í samstarfi við Alendis, sýnir daglega samantekt og tengist beinni útsendingu frá völdum dagskrárliðum á kvöldin. Lesendur Vísis og áhorfendur Stöðvar 2 Vísis geta því fengið innsýn í Landsmót hestamanna, en útsendingu frá allri dagskrá má síðan nálgast með áskrift á alendis.is. Hér fyrir neðan má sjá samantektarmyndbönd frá keppni gærdagsins. Klippa: Forkeppni í A-flokki - Landsmót hestamanna Klippa: Forkeppni í ungmennaflokki - Landsmót hestamanna Klippa: Forkeppni í B-flokki - Landsmót hestamanna Landsmót hestamanna Hestar Rangárþing ytra Tengdar fréttir Gera ráð fyrir átta til tíu þúsund mótsgestum Von er á þúsundum gesta á Landsmót hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu. „Stemningin er frábær nú þegar,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri LM2022 en mótið stendur yfir alla vikuna. 4. júlí 2022 11:01 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Stakkur er 26 vetra sem er óvenju hár aldur fyrir hest á keppnisvellinum, ekki síst í keppni á hæsta stigi eins og á Landsmóti. Stakkur var í fremstu röð í fyrri tíð en hefur ekki sést á keppnisvellinum í átta ár. Sýningin í gær heppnaðist vel utan að hesturinn tók skeiðið heldur seint. En líklega var þetta þó hans svanasöngur á keppnisvellinum. „Það má leiða að því rök að við urðum fórnarlömb nostalgíunnar og langaði svolítið í gamla tíma en hér er hann Stakkur, stóð sig vel og var mjög flottur og kraftmikill. Öllum til sóma og sérstaklega sjálfum sér. Aldur hestsins var ekki vandamál,“ sagði Kári. Hesturinn er eins og lyftingamaður Knapinn var sammála. „Stakkur er alveg ótrúlegur, blés varla úr nös og þoldi þetta vel. Það vaknaði í honum gamla villidýrið að vera tilbúinn, en hesturinn er eins og lyftingamaður hann setur sig í ham. Þegar hann bíður eftir skeiðspretti byrjar hann að krafsa og setur hausinn í áttina til mín og byrjar að glefsa til mín, herðir sig upp og prjónar jafnvel, alveg til í að starta bara og ég á fullt í fangi með að halda honum. Ég hélt að þetta væri farið, en aldeilis ekki, Stakkur fór í gamla gírinn sinn við brautarendann. Þetta var ekki einfalt því ég var þriðji í röðinni að taka skeiðsprett og hann lét mig vita af öllum sínum gömlu töktum meðan við þurftum að bíða eftir að hinir tveir kláruðu sínar,“ sagði Sigurbjörn eftir sýninguna, sem skráist að líkindum í sögubækurnar. Kári segir að Stakkur og Sigurbjörn passi svo vel saman að sá möguleiki sé fyrir hendi að þeir séu eineggja tvíburar.Vísir/Telma „Þeir eru mjög líkir“ Mikilvægt er að gott og nákvæmt samband sé milli knapa og hests, ekki síst þegar árangri þarf að ná í keppni og segir Kári að þeir Stakkur og Sigurbjörn passi vel saman. „Því hefur verið fleygt að sá möguleiki sé fyrir hendi að þeir séu eineggja tvíburar,“ sagði Kári og hló. En fé er jafnan fóstra líkt og Stakkur er sagður sérlundaður líkt og eigandinn, Kári Stefáns. „Jú, þeir eru mjög líkir,“ samþykkir Sigurbjörn. „Það getur snúist allt þvert í honum. Til dæmis við upphaf skeiðspretts getur Stakkur orðið alveg trompaður. Og gefur mér puttann. Þá er það eina sem ég get gert er að láta hann bara fara. Svo þegar hann er búinn að pústa mesta ofsanum þá getur maður spurt: „ertu til?“. Þetta er svo líkt með Kára og honum.“ Lagði Kári álög á Sigurbjörn 2008? Tæplega 100 hestar voru skráðir til leiks í sérstakri forkeppni í A-flokki alhliða gæðinga á Landsmótinu í ár en aðeins 30 komust áfram í milliriðil sem fram fer á morgun. Þar ræðst síðan hvaða 15 hestar komast áfram í A- og B-úrslit sem verða riðin í vikulokin. Úrslitin hafa í gegnum tíðina oft verið þyrnum stráð en ýmislegt getur farið úrskeiðis þegar kappið er mest. Þrálát saga er um dramatíska atburði á Gaddstaðaflötum á Landsmóti hestamanna 2008, en þá hafði Sigurbjörn úr tveimur hestum að velja í úrslitum, Stakki og Kolskeggi frá Oddhóli. Kolskeggur var tekinn framyfir Stakk og segir sagan að Kári hafi setið í brekkunni þungur á brún og lagt álög á Sigurbjörn um að hestur hans myndi ekki klára keppnina og þar með kæmu honum hin eftirsóttu verðlaun, sigur í A-flokki í hlut annars hests og knapa. Kári vill ekki kannast við söguna. „Ég trúi ekki á galdra og hef aldrei gert það. Nei, nei, ég lagði ekki á hann álög, en muldraði eitthvað uppi í brekkunni í einhverju geðvonskukasti og sá eftir því um leið.“ Það flaug nú samt skeifa undan hesti Sigurbjörns í úrslitunum og náði hann ekki að klára keppni. Niðurstaðan varð sú að A-flokkinn það árið vann Aris frá Oddhóli með knapa sínum Árna Birni Pálssyni með 8,86 í einkunn en Kolskeggur frá Oddhóli og Sigurbjörn þurftu að sætta sig við neðsta úrslitasætið með 7,87. Sigurbjörn hefur á sínum langa og farsæla ferli í hestamennsku unnið allar greinar sem hægt er í hestaíþróttum, enda eini knapinn sem hefur öðlast þann heiður að vera valinn íþróttamaður ársins. Gulli í A-flokki á Landsmóti hefur honum þó ekki enn tekist að landa. „Ætli mér auðnist það nokkuð úr þessu,“ segir hinn öflugi sjötugi knapi og landsliðsþjálfari, sem er þó eins og áratugum yngri maður og er hvergi nærri hættur. Beinar útsendingar og dagleg samantekt á Vísi Landsmót hestamanna stendur yfir á Gaddstaðaflötum á Hellu dagana 3. til 10. júlí. Streymisveitan Alendis TV tryggði sér útsendingarétt á Landsmóti og sýnir bæði frá keppnisbrautinni og kynbótabrautinni. Vísir er í samstarfi við Alendis, sýnir daglega samantekt og tengist beinni útsendingu frá völdum dagskrárliðum á kvöldin. Lesendur Vísis og áhorfendur Stöðvar 2 Vísis geta því fengið innsýn í Landsmót hestamanna, en útsendingu frá allri dagskrá má síðan nálgast með áskrift á alendis.is. Hér fyrir neðan má sjá samantektarmyndbönd frá keppni gærdagsins. Klippa: Forkeppni í A-flokki - Landsmót hestamanna Klippa: Forkeppni í ungmennaflokki - Landsmót hestamanna Klippa: Forkeppni í B-flokki - Landsmót hestamanna
Landsmót hestamanna Hestar Rangárþing ytra Tengdar fréttir Gera ráð fyrir átta til tíu þúsund mótsgestum Von er á þúsundum gesta á Landsmót hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu. „Stemningin er frábær nú þegar,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri LM2022 en mótið stendur yfir alla vikuna. 4. júlí 2022 11:01 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Gera ráð fyrir átta til tíu þúsund mótsgestum Von er á þúsundum gesta á Landsmót hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu. „Stemningin er frábær nú þegar,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri LM2022 en mótið stendur yfir alla vikuna. 4. júlí 2022 11:01
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti