„Metnaðurinn var mikill og framfarirnar ótrúlega hraðar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. júlí 2022 19:30 Markmannsþjálfarinn Þorsteinn Magnússon er viss um það að Cecilía Rán taki við aðalmarkmannsstöðunni í íslenska landsliðinu á næstu misserum. Vísir/Sigurjón Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur samið við stórlið Bayern München til ársins 2026 í þýska boltanum. Markmannsþjálfarinn Þorsteinn Magnússon segir að liðið hafi lengi verið á eftir Cecilíu, sem á framtíðina fyrir sér í íslenska landsliðinu. „Bayern München var á eftir henni fyrir tveimur árum og þeir vildu fá hana til að spila með 19 ára liðinu. En eftir góðan fund þá töldum við það ekki vera það skref sem við töldum vera best fyrir hana þannig það var slegið af borðinu,“ sagði markmannsþjálfarinn Þorsteinn Magnússon í samtali við Stöð 2 í dag. „Bianca, sem er svona „sports director“ þarna, hún bara elskar hana og var að fylgjast með henni og hringja í mann og spurjast fyrir um hana einu sinni í mánuði liggur við. Þannig að þetta kemur ekkert á óvart.“ Hin 18 ára gamla Cecilía Rán er hluti af íslenska landsliðshópnum sem mætir til leiks á EM kvenna í knattpyrnu þann 10. júlí. Hún gekk í raðir Bayern í janúar á þessu ári, en þá á láni frá enska félaginu Everton. Áður hafði hún verið á láni hjá Örebro í Svíþjóð eftir að hafa spilað frábærlega með Fylki hér á landi. Þorsteinn þjálfaði Cecilíu fyrst þegar hún var mjög ung, en hann segist fljótlega hafa séð hvað í henni bjó. „Það var eiginlega það fyrsta sem ég horfði á var stærðin. Fyrstu tvo mánuðina gerði maður sér grein fyrir því hvað hún gæti orðið og þá varð ég að setjast niður og byrja að skipuleggja hvernig við myndum þjálfa hana af því að það er mjög erfitt að þjálfa svona háa markmenn.“ „En sem betur fer þá var hún að bregðast vel við öllu og tók þetta all-in. Það skipti ekki máli hvort það var laugardagur eða mánudagur, eða hvort að það var sól eða rigning eða snjókoma. Við vorum úti fjóra til sex daga vikunnar. Metnaðurinn var mikill og framfarirnar ótrúlega hraðar.“ Cecilía á að baki 24 leiki með yngri landsliðum Íslands og átta með A-landsliðinu. Aðspurður að því hvort Cecilía sé framtíðarmarkvörður íslenska landsliðsins var Þorsteinn ekki lengi að svara. „Já,“ sagði Þorsteinn að lokum, viss í sinni sök. Klippa: Cecilía Rán semur við Bayern til 2026 Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
„Bayern München var á eftir henni fyrir tveimur árum og þeir vildu fá hana til að spila með 19 ára liðinu. En eftir góðan fund þá töldum við það ekki vera það skref sem við töldum vera best fyrir hana þannig það var slegið af borðinu,“ sagði markmannsþjálfarinn Þorsteinn Magnússon í samtali við Stöð 2 í dag. „Bianca, sem er svona „sports director“ þarna, hún bara elskar hana og var að fylgjast með henni og hringja í mann og spurjast fyrir um hana einu sinni í mánuði liggur við. Þannig að þetta kemur ekkert á óvart.“ Hin 18 ára gamla Cecilía Rán er hluti af íslenska landsliðshópnum sem mætir til leiks á EM kvenna í knattpyrnu þann 10. júlí. Hún gekk í raðir Bayern í janúar á þessu ári, en þá á láni frá enska félaginu Everton. Áður hafði hún verið á láni hjá Örebro í Svíþjóð eftir að hafa spilað frábærlega með Fylki hér á landi. Þorsteinn þjálfaði Cecilíu fyrst þegar hún var mjög ung, en hann segist fljótlega hafa séð hvað í henni bjó. „Það var eiginlega það fyrsta sem ég horfði á var stærðin. Fyrstu tvo mánuðina gerði maður sér grein fyrir því hvað hún gæti orðið og þá varð ég að setjast niður og byrja að skipuleggja hvernig við myndum þjálfa hana af því að það er mjög erfitt að þjálfa svona háa markmenn.“ „En sem betur fer þá var hún að bregðast vel við öllu og tók þetta all-in. Það skipti ekki máli hvort það var laugardagur eða mánudagur, eða hvort að það var sól eða rigning eða snjókoma. Við vorum úti fjóra til sex daga vikunnar. Metnaðurinn var mikill og framfarirnar ótrúlega hraðar.“ Cecilía á að baki 24 leiki með yngri landsliðum Íslands og átta með A-landsliðinu. Aðspurður að því hvort Cecilía sé framtíðarmarkvörður íslenska landsliðsins var Þorsteinn ekki lengi að svara. „Já,“ sagði Þorsteinn að lokum, viss í sinni sök. Klippa: Cecilía Rán semur við Bayern til 2026
Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira