Ríkasti skákmaður heims er ekki sá besti Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. júlí 2022 16:30 Hikaru Nakamura hefur streymt skákum við miklar vinsældir síðustu ár. Miguel Pereira/Getty Átta sterkustu skákmenn heims, að undanskildum heimsmeistarunum, Magnus Carlsen, bítast nú um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm, í áskorendamóti sem haldið er í Madrid. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu bendir allt til þess að Rússinn Ian Nepómníatsjí fari með sigur af hólmi, en engu að síður en það Bandaríkjamaðurinn Nakamura, sem athygli flestra beinist að. Hikaru Nakamura er 34 ára og er nú þegar langríkasti skákmaður veraldar. Auðævi hans eru metin á tæpar 50 milljónir Bandaríkjadala, andvirði tæplega 7 milljarða íslenskra króna. Það er því ekki verðlaunaféð sem laðar Nakamura að skákeinvíginu í Madrid, því verðlaunafé í skák eru hreinir smámunir í samanburði við auðævi hans. Til samanburðar má nefna að talið er að auðævi heimsmeistarans, Carlsens, nemi um 8 milljónum evra, sem losar rétt rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Covid gerði hann ríkan Nakamura hefur auðgast svona gríðarlega á tveimur síðustu árum, eða frá því að Covid-farsóttin læsti heimsbyggðina í greipum sér. Hann fékk þá hugmynd að fara að streyma skákum sem hann teflir við fólk um allan heim á YouTube. Hann teflir og talar og 1,3 milljónir áskrifenda fylgjast með. Hann er einnig afar vinsæll á Twitter, Facebook og Instagram og meðfram því sem hann teflir og talar, þá auglýsir hann hinn og þennan varninginn, til að mynda orkudrykki. Sló met Fischer Nakamura fæddist í Japan, en foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna þegar hann var tveggja ára. Skákhæfileikar hans komu fljótt í ljós og þegar hann var 15 ára varð hann yngsti stórmeistari í sögu Bandaríkjanna og sló þar með met Bobby Fischer, sem ávallt hefur verið talinn mesta undrabarn bandarískrar skáksögu. Hefðbundinni skólagöngu hans lauk þegar hann var níu ára og síðan hefur hann helgað sig skákinni og stundað heimanám undir handleiðslu foreldra sinna. Hann er fimmfaldur Bandaríkjameistari í skák. Sérhæfir sig í hraðskák Nakamura hefur hæst komist í 2. sæti á heimslistanum í skák, það var árið 2015, en sem stendur er hann í 11. sæti. Hann stendur mjög höllum fæti þegar skákir hans við Magnus Carlsen eru skoðaðar, hann hefur einungis einu sinni lagt hann að velli, tapað 14 sinnum og 26 sinnum hafa þeir gert jafntefli. Nakamura hefur sérhæft sig í örstuttum skákum, svokölluðum byssukúluskákum, þar sem hvor keppandi hefur eina mínútu í umhugsunartíma. Hann er efstur á þeim heimslista, en reyndar vilja margir skákáhugamenn meina að það sé ekki alvöru skák. Margir hafa líka efasemdir um hversu mikil alvara er að baki þátttöku Nakamura í áskorendamótinu í Madrid, eða hvort hann sé að nota það mót til þess að auglýsa sjálfan sig til þess að afla meiri tekna. Eða, eins og spænska blaðið El País spurði þegar mótið var hálfnað, getur einhver unnið svona gríðarlega sterkt mót sem er með hálfan hugann við það að skunda heim á hótel sem fyrst, til þess að brynja sig heyrnartólum og mús og verja nóttinni í að streyma hraðskákum. Skák Bandaríkin Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Dagskráin: Meistaradeildin og einvígi NBA leikmanna í Bónus deildinni Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Fullt hús hjá Mjölni í Skotlandi Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Sjá meira
Hikaru Nakamura er 34 ára og er nú þegar langríkasti skákmaður veraldar. Auðævi hans eru metin á tæpar 50 milljónir Bandaríkjadala, andvirði tæplega 7 milljarða íslenskra króna. Það er því ekki verðlaunaféð sem laðar Nakamura að skákeinvíginu í Madrid, því verðlaunafé í skák eru hreinir smámunir í samanburði við auðævi hans. Til samanburðar má nefna að talið er að auðævi heimsmeistarans, Carlsens, nemi um 8 milljónum evra, sem losar rétt rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Covid gerði hann ríkan Nakamura hefur auðgast svona gríðarlega á tveimur síðustu árum, eða frá því að Covid-farsóttin læsti heimsbyggðina í greipum sér. Hann fékk þá hugmynd að fara að streyma skákum sem hann teflir við fólk um allan heim á YouTube. Hann teflir og talar og 1,3 milljónir áskrifenda fylgjast með. Hann er einnig afar vinsæll á Twitter, Facebook og Instagram og meðfram því sem hann teflir og talar, þá auglýsir hann hinn og þennan varninginn, til að mynda orkudrykki. Sló met Fischer Nakamura fæddist í Japan, en foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna þegar hann var tveggja ára. Skákhæfileikar hans komu fljótt í ljós og þegar hann var 15 ára varð hann yngsti stórmeistari í sögu Bandaríkjanna og sló þar með met Bobby Fischer, sem ávallt hefur verið talinn mesta undrabarn bandarískrar skáksögu. Hefðbundinni skólagöngu hans lauk þegar hann var níu ára og síðan hefur hann helgað sig skákinni og stundað heimanám undir handleiðslu foreldra sinna. Hann er fimmfaldur Bandaríkjameistari í skák. Sérhæfir sig í hraðskák Nakamura hefur hæst komist í 2. sæti á heimslistanum í skák, það var árið 2015, en sem stendur er hann í 11. sæti. Hann stendur mjög höllum fæti þegar skákir hans við Magnus Carlsen eru skoðaðar, hann hefur einungis einu sinni lagt hann að velli, tapað 14 sinnum og 26 sinnum hafa þeir gert jafntefli. Nakamura hefur sérhæft sig í örstuttum skákum, svokölluðum byssukúluskákum, þar sem hvor keppandi hefur eina mínútu í umhugsunartíma. Hann er efstur á þeim heimslista, en reyndar vilja margir skákáhugamenn meina að það sé ekki alvöru skák. Margir hafa líka efasemdir um hversu mikil alvara er að baki þátttöku Nakamura í áskorendamótinu í Madrid, eða hvort hann sé að nota það mót til þess að auglýsa sjálfan sig til þess að afla meiri tekna. Eða, eins og spænska blaðið El País spurði þegar mótið var hálfnað, getur einhver unnið svona gríðarlega sterkt mót sem er með hálfan hugann við það að skunda heim á hótel sem fyrst, til þess að brynja sig heyrnartólum og mús og verja nóttinni í að streyma hraðskákum.
Skák Bandaríkin Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Dagskráin: Meistaradeildin og einvígi NBA leikmanna í Bónus deildinni Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Fullt hús hjá Mjölni í Skotlandi Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Sjá meira