Listinn samanstendur af leikmönnum fæddum 2003 og síðar, en Ísland er eina landið sem á tvo leikmenn á listanum.
Amanda er yngsti leikmaðurinn sem tekur þátt á EM í sumar. Hún er aðeins 18 ára gömul og hefur vakið verðskuldaða athygli, en hún er leikmaður Kristianstad í Svíþjóð.
„Amanda er sóknarsinnaður miðjumaður sem er góð í að rekja boltan“ segir í umfjöllun Goal.
„Hún hefur auga fyrir markinu og er með góða yfirsýn. Frábær fótavinna er möguilega hennar besti eiginleiki, en það gerir henni kleift að dansa auðveldlega framhjá varnarmönnum andstæðinganna.“
Markvörðurinn Cecilía Rán er einnig aðeins 18 ára gömul og er leikmaður Bayern München í Þýskalandi. Þrátt fyrir ungan aldur fær Cecilía hrós fyrir mikla reynslu.
„Cecilía er aðeins 18 ára gömul, en það er ótrúlegt að sjá hversu mikilli reynslu hún býr yfir. Hún er góð á milli stanganna og sterk í teignum, en ásamt því er hún líka andlega sterk,“ segir Goal um Cecilíu.
Amanda Andradóttir og Cecilía Rán eru á lista Goal .com um “Next generation stars to watch” á EM í sumar. Það er stórt, og geggjað að hafa íslenskan leikmenn endurtek leikmenn á þeim lista innan um allar stórstjörnurnar sem taka þátt á mótinu #fotboltinet https://t.co/rdJ3dDD3Z7
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 2, 2022