Rapinoe og Biles fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2022 08:01 Megan Rapinoe hefur átt frábæran feril, bæði innan vallar sem utan. Erin Chang/Getty Images Hvíta húsið tilkynnti í dag að knattspyrnukonan Megan Rapinoe yrði meðal þeirra sem myndi fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta. Fimleikadrottningin Simone Biles verður einnig meðal þeirra sem hlotnast sá heiður að þessu sinni. Í næstu viku mun Joe Biden, Bandaríkjaforseti, heiðra vel valda einstaklinga í Hvíta húsinu. Alls munu 17 einstaklingar fá hina svokölluðu Frelsisorðu (e. Presidential Medal of Freedom). Hin 36 ára gamla Rapinoe hefur barist ötullega fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín. Hefur hún barist fyrir því að kvennalandslið Bandaríkjanna fái sömu laun og leikmenn karlaliðsins. Þá hefur hún barist gegn kynþáttafordómum og réttindum LGBTQIA+ fólks. Ásamt því hefur Rapinoe átt ótrúlegan feril á knattspyrnuvellinum og til að mynda tvisvar orðið heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari. Hún verður fyrst allra knattspyrnumanna, karla eða kvenna, sem hlýtur Frelsisorðu Bandaríkjaforseta. USWNT's Megan Rapinoe will be presented with the nation's highest civilian honor, the Presidential Medal of Freedom, the White House announced.She will be the first ever footballer to receive this award pic.twitter.com/2p9pFiGXI9— ESPN FC (@ESPNFC) July 1, 2022 Hin 25 ára gamla Biles er ein albesta – ef ekki sú besta – fimleikakona allra tíma. Engin hefur unnið til fleiri verðlauna en hún. Alls vann Biles til 32 verðlauna á Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppnum. Hún er einnig dugleg að láta til sín taka er kemur að málefnum þeirra sem minna mega sín. Þá sérstaklega er varðar málefni sem standa henni nærri. Má þar nefna andlega vellíðan íþróttafólks, fósturbörn og þolendur kynferðisofbeldis. Simone Biles er engri lík.Laurence Griffiths/Getty Images „Þau 17 sem tilnefnd eru hafa öll yfirstigið miklar hindranir á lífsleið sinni og hafa keyrt í gegn breytingar í samfélögum sínum sem og heiminum öllum. Hafa þau rautt leiðina fyrir okkur hin,“ segir í yfirlýsingu Hvíta hússins. Fótbolti Fimleikar Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Í næstu viku mun Joe Biden, Bandaríkjaforseti, heiðra vel valda einstaklinga í Hvíta húsinu. Alls munu 17 einstaklingar fá hina svokölluðu Frelsisorðu (e. Presidential Medal of Freedom). Hin 36 ára gamla Rapinoe hefur barist ötullega fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín. Hefur hún barist fyrir því að kvennalandslið Bandaríkjanna fái sömu laun og leikmenn karlaliðsins. Þá hefur hún barist gegn kynþáttafordómum og réttindum LGBTQIA+ fólks. Ásamt því hefur Rapinoe átt ótrúlegan feril á knattspyrnuvellinum og til að mynda tvisvar orðið heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari. Hún verður fyrst allra knattspyrnumanna, karla eða kvenna, sem hlýtur Frelsisorðu Bandaríkjaforseta. USWNT's Megan Rapinoe will be presented with the nation's highest civilian honor, the Presidential Medal of Freedom, the White House announced.She will be the first ever footballer to receive this award pic.twitter.com/2p9pFiGXI9— ESPN FC (@ESPNFC) July 1, 2022 Hin 25 ára gamla Biles er ein albesta – ef ekki sú besta – fimleikakona allra tíma. Engin hefur unnið til fleiri verðlauna en hún. Alls vann Biles til 32 verðlauna á Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppnum. Hún er einnig dugleg að láta til sín taka er kemur að málefnum þeirra sem minna mega sín. Þá sérstaklega er varðar málefni sem standa henni nærri. Má þar nefna andlega vellíðan íþróttafólks, fósturbörn og þolendur kynferðisofbeldis. Simone Biles er engri lík.Laurence Griffiths/Getty Images „Þau 17 sem tilnefnd eru hafa öll yfirstigið miklar hindranir á lífsleið sinni og hafa keyrt í gegn breytingar í samfélögum sínum sem og heiminum öllum. Hafa þau rautt leiðina fyrir okkur hin,“ segir í yfirlýsingu Hvíta hússins.
Fótbolti Fimleikar Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira