Mikil vinna framundan áður en nýja hverfið rís Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2022 19:00 Reiknað er með að nýja hverfið rísi innan rauðu útlínunnar norðan og vestan við Leirtjörn. Egill Aðalsteinsson / Kristján Jónsson Þrjú hundruð og sextíu íbúðir munu rísa í nýju hverfi við Leirtjörn í Úlfarsárdal en mikil vinna er framundan við deiliskipulag. Formaður borgarráðs segir mikilvægt að ryðja land undir ný hverfi samhliða þéttingu byggðar. Skipulagslýsing hverfisins er nýsamþykkt í umhverfis- og skipulagsráði en svæðið sem er undir í Úlfarsárdalnum er um 8,6 hektarar. Áður en hægt verður að byrja að byggja þarf þó að kortleggja hvort sprungur séu á svæðinu, auk þess sem klára þarf deiliskipulag. Það verður umfangsmikið verkefni sem ljúka á næsta vor. „Það er gert ráð fyrir um 360 íbúðum á þessu svæði, þannig að þetta er nýtt hverfi. Þetta er blönduð byggð, bæði fjölbýlishús, rað-, par og einbýlishús og atvinnustarfsemi eftir atvikum. Það er mjög mikilvægt að byrja þetta ferli því það er tímafrekt,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri í fjarveru Dags B. Eggertssonar.Vísir/Egill Í nýja hverfinu er jafnframt reiknað með möguleika á hjúkrunarheimili, þjónustukjörnum eða leikskóla. Einar treystir sér ekki til að spá fyrir um hvenær framkvæmdir hefjist en meigináhersla meirihlutans sé eftir sem áður að flýta allri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í þeirri húsnæðiskrísu sem nú ríkir. „Það var stefna Framsóknar að styðja við áframhaldandi þéttingu borgar þar sem innviðir leyfa en líka að ryðja land og byggja ný hverfi og þetta er hluti af því. En líka að hefja skipulagningu við Keldnalandið sem liggur mikið á að koma í gang. Svo eru lóðir uppi á Kjalarnesi sem þarf að ryðja,“ segir Einar. „En þéttingin, þar eru lóðirnar sem eru lengst komnar og þess vegna verðum við að halda áfram með þær. Og það er líka skynsamlegt, þar eru skólar og leikskólar og innviðir.“ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Skipulagslýsing hverfisins er nýsamþykkt í umhverfis- og skipulagsráði en svæðið sem er undir í Úlfarsárdalnum er um 8,6 hektarar. Áður en hægt verður að byrja að byggja þarf þó að kortleggja hvort sprungur séu á svæðinu, auk þess sem klára þarf deiliskipulag. Það verður umfangsmikið verkefni sem ljúka á næsta vor. „Það er gert ráð fyrir um 360 íbúðum á þessu svæði, þannig að þetta er nýtt hverfi. Þetta er blönduð byggð, bæði fjölbýlishús, rað-, par og einbýlishús og atvinnustarfsemi eftir atvikum. Það er mjög mikilvægt að byrja þetta ferli því það er tímafrekt,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri í fjarveru Dags B. Eggertssonar.Vísir/Egill Í nýja hverfinu er jafnframt reiknað með möguleika á hjúkrunarheimili, þjónustukjörnum eða leikskóla. Einar treystir sér ekki til að spá fyrir um hvenær framkvæmdir hefjist en meigináhersla meirihlutans sé eftir sem áður að flýta allri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í þeirri húsnæðiskrísu sem nú ríkir. „Það var stefna Framsóknar að styðja við áframhaldandi þéttingu borgar þar sem innviðir leyfa en líka að ryðja land og byggja ný hverfi og þetta er hluti af því. En líka að hefja skipulagningu við Keldnalandið sem liggur mikið á að koma í gang. Svo eru lóðir uppi á Kjalarnesi sem þarf að ryðja,“ segir Einar. „En þéttingin, þar eru lóðirnar sem eru lengst komnar og þess vegna verðum við að halda áfram með þær. Og það er líka skynsamlegt, þar eru skólar og leikskólar og innviðir.“
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira