Sakaður um að deila ríkisleyndarmálum með fjölskyldunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2022 11:22 Lars Findsen var nafngreindur vegna málsins í janúar á þessu ári. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Lars Findsen, fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, er sakaður um að hafa deilt ríkisleyndarmálum með nánum ættingjum hans, þar á meðal móður, bróður og kærustu. Sérfræðingur telur málið byggt á veikum grunni Greint var frá því fyrr á árinu að Findsen væri í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. Findsen var yfirmaður leyniþjónustunnar um sex ára skeið. Í janúar var greint frá því að hann væri grunaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til fjölmiðla. Í ítarlegri umfjöllun Berlingske Tidende er nánara ljósi varpað á þær ásakanir sem Findsen stendur frammi fyrir. Ekki rökstuddur grunur vegna samtals við aldraða móður Findsen Þar kemur fram að Findsen sé grunaður um að hafa í alls níu skipti rætt ríkisleyndarmál við blaðamenn og fjölskyldumeðlimi. Í frétt blaðsins kemur fram að dómari í málinu hafi úrskurðað að í sex af þessum níu skiptum sé rökstuddur grunur um að Findsen hafi brotið lög. Kaupmannahöfn.Getty Á það við um þau skipti sem Findsen ræddi við tvo blaðamenn hjá tveimur af helstu fjölmiðlum Danmerkur, sem og kærustu og vin Findsen. Dómarinn taldi hins vegar að ekki væri rökstuddur grunur um að Findsen hafi brotið lög er hann ræddi við aldraða móður sína, og bróður, þvert á það sem lögregla í málinu hélt fram. Byggt á veikum grunni að mati sérfræðings Í frétt blaðsins er rætt við sérfræðing í sakamálum sem telur að ásakanir lögreglu sé byggðar á veikum grunni, þar sem þær séu byggðar að töluverðu leyti á einkasamtölum sem Findsen átti við vandamenn sína. „Ef við notum það viðmið er ég nokkuð viss um að flestir danskir embættismenn hafi á einverjum tímapunkti brotið lög um trúnaðarupplýsingar,“ sagði Lasse Lund Madsen, sérfræðingurinn sem BT ræddi við. Findsen situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Danmörk Tengdar fréttir Fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur grunaður um landráð Claus Hjort Fredriksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur verið ákærður af dönsku lögreglunni fyrir að hafa brotið trúnað með því að greina fjölmiðlum frá upplýsingum sem varða við þjóðaröryggi, á þeim tíma er hann gegndi ráðherraembætti. 14. janúar 2022 14:58 Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar í haldi vegna lekamáls Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. 10. janúar 2022 13:01 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Greint var frá því fyrr á árinu að Findsen væri í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. Findsen var yfirmaður leyniþjónustunnar um sex ára skeið. Í janúar var greint frá því að hann væri grunaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til fjölmiðla. Í ítarlegri umfjöllun Berlingske Tidende er nánara ljósi varpað á þær ásakanir sem Findsen stendur frammi fyrir. Ekki rökstuddur grunur vegna samtals við aldraða móður Findsen Þar kemur fram að Findsen sé grunaður um að hafa í alls níu skipti rætt ríkisleyndarmál við blaðamenn og fjölskyldumeðlimi. Í frétt blaðsins kemur fram að dómari í málinu hafi úrskurðað að í sex af þessum níu skiptum sé rökstuddur grunur um að Findsen hafi brotið lög. Kaupmannahöfn.Getty Á það við um þau skipti sem Findsen ræddi við tvo blaðamenn hjá tveimur af helstu fjölmiðlum Danmerkur, sem og kærustu og vin Findsen. Dómarinn taldi hins vegar að ekki væri rökstuddur grunur um að Findsen hafi brotið lög er hann ræddi við aldraða móður sína, og bróður, þvert á það sem lögregla í málinu hélt fram. Byggt á veikum grunni að mati sérfræðings Í frétt blaðsins er rætt við sérfræðing í sakamálum sem telur að ásakanir lögreglu sé byggðar á veikum grunni, þar sem þær séu byggðar að töluverðu leyti á einkasamtölum sem Findsen átti við vandamenn sína. „Ef við notum það viðmið er ég nokkuð viss um að flestir danskir embættismenn hafi á einverjum tímapunkti brotið lög um trúnaðarupplýsingar,“ sagði Lasse Lund Madsen, sérfræðingurinn sem BT ræddi við. Findsen situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi.
Danmörk Tengdar fréttir Fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur grunaður um landráð Claus Hjort Fredriksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur verið ákærður af dönsku lögreglunni fyrir að hafa brotið trúnað með því að greina fjölmiðlum frá upplýsingum sem varða við þjóðaröryggi, á þeim tíma er hann gegndi ráðherraembætti. 14. janúar 2022 14:58 Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar í haldi vegna lekamáls Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. 10. janúar 2022 13:01 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur grunaður um landráð Claus Hjort Fredriksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur verið ákærður af dönsku lögreglunni fyrir að hafa brotið trúnað með því að greina fjölmiðlum frá upplýsingum sem varða við þjóðaröryggi, á þeim tíma er hann gegndi ráðherraembætti. 14. janúar 2022 14:58
Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar í haldi vegna lekamáls Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. 10. janúar 2022 13:01