Fín byrjun í Tungufljóti í Biskupstungum Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2022 10:01 Einn af fjórum löxum sem Jónas landaði við opnun á Tungufljóti í Biskupstungum Mynd: Árni Baldursson FB Tungufljót í Biskupstungum er á sem flestir veiðimenn myndi ætla að fari ekki í gang fyrr en líða tekur á sumarið. Það er nú ekki svo því nú þegar hafa líklega á annan tug laxa veiðst nú þegar og það er töluvert líf að sjá við fossinn Faxa en þar er líka einn aðalveiðistaðurinn í ánni. Tungufljót hefur ekki verið mikið stundað frá opnun eftir okkar heimildum en það ætti kannski að fara setja það á blað því áin er eitt af þeim vatnasvæðum sem ætti að njóta þess afraksturs sem upptaka neta í Ölfusá og Hvítá er að skila. Árnar sem upptaka netana ætti að hafa áhrif á og er í raun þegar farin að hafa áhrif á eru Sogið, Tungufljót og Stóra Laxá en sú síðast nefnda opnaði efsta svæðið sitt fyrir veiðimönnum í fyrradag og þar var ein besta opnun í Stóru Laxá sem menn muna eftir. Tungufljót gæti þess vegna átt töluvert inni og það verður áhugavert að sjá hvernig veiðin verður í júlí þegar stærstu göngurnar eru að skila sér. Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Tuttugu punda maríulax úr Víðidalsá Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Laxá á Ásum með flesta laxa á stöng Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Veiði Veiðimenn mjög ósáttir við fyrirkomulag um rjúpnaveiðar Veiði
Það er nú ekki svo því nú þegar hafa líklega á annan tug laxa veiðst nú þegar og það er töluvert líf að sjá við fossinn Faxa en þar er líka einn aðalveiðistaðurinn í ánni. Tungufljót hefur ekki verið mikið stundað frá opnun eftir okkar heimildum en það ætti kannski að fara setja það á blað því áin er eitt af þeim vatnasvæðum sem ætti að njóta þess afraksturs sem upptaka neta í Ölfusá og Hvítá er að skila. Árnar sem upptaka netana ætti að hafa áhrif á og er í raun þegar farin að hafa áhrif á eru Sogið, Tungufljót og Stóra Laxá en sú síðast nefnda opnaði efsta svæðið sitt fyrir veiðimönnum í fyrradag og þar var ein besta opnun í Stóru Laxá sem menn muna eftir. Tungufljót gæti þess vegna átt töluvert inni og það verður áhugavert að sjá hvernig veiðin verður í júlí þegar stærstu göngurnar eru að skila sér.
Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Tuttugu punda maríulax úr Víðidalsá Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Laxá á Ásum með flesta laxa á stöng Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Veiði Veiðimenn mjög ósáttir við fyrirkomulag um rjúpnaveiðar Veiði