Æt blóm í einu garðyrkjustöðinni á Snæfellsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júní 2022 20:06 Þórður og Áslaug, sem reka og eiga einu garðyrkjustöðina á Snæfellsnesi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eina garðyrkjustöðin á Snæfellsnesi gerir það gott en hún framleiðir meðal annars salöt og æt blóm, ásamt því að vera með kaffihús með gómsætum hnallþórum. Það eru þau Áslaug Sigvaldadóttir og Þórður Runólfsson, sem eiga og reka stöðina og hafa gert það síðustu ár. Salat fyrir Snæfellinga er uppistaðan í ræktuninni, sem er vatnsræktun. „Við erum ekki tæknivædd, þetta er allt á höndum, þannig að við þurfum að passa þetta reglulega. Þórður er eiginlega vakandi og sofandi yfir þessu alla daga og sér um áburðargjöfina og loftunina og allt, sem snýr að því húsi. Ég aftur á móti sái og pakka,“ segir Áslaug. Eins og allt salat þá er það borðað með góðri lyst, en í Lágafelli eru líka ræktuð blóm, sem má borða með góðri lyst. Áslaug segir meira en nóg að gera í einu garðyrkjustöðinni á Snæfellsnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, fólk er svolítið hrætt við að borða blóm af því að það heldur að þau séu eitruð eða eitthvað en salat og margt af þessu, sem við erum að borða eru blómin, eins og blómkál, það er í rauninni blómið af kálinu,“ bætir Áslaug við. Það er mikil vinna að reka garðyrkjustöð eins og Lágafell. „Þetta er náttúrulega eins og að vera með tveggja mánaða ungabarn allt lífið á meðan þú starfar við, því þú þarft að sinna þessu dag og nótt. Þú mátt ekkert fara af bæ eina nótt, þú veist ekkert hvað getur gerst, getur vatnið dottið af salatinu eða eitthvað annað komið uppá,“ segir Þórður. Þórður Runólfsson segir að það sé eins og að vera með tveggja mánaða ungabarn að reka garðyrkjustöð eins og Lágafell.Magnús Hlynur Hreiðarsson Áslaug og Þórður eru líka með kaffihús og gallerí við gróðrarstöðina þar sem boðið er upp á hnallþórur af bestu gerð. Áslaug með eina af kökunum í kaffihúsi þeirra hjóna, eplakaka með trönuberjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér er hægt að sjá upplýsingar um garðyrkjustöðina Snæfellsbær Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Það eru þau Áslaug Sigvaldadóttir og Þórður Runólfsson, sem eiga og reka stöðina og hafa gert það síðustu ár. Salat fyrir Snæfellinga er uppistaðan í ræktuninni, sem er vatnsræktun. „Við erum ekki tæknivædd, þetta er allt á höndum, þannig að við þurfum að passa þetta reglulega. Þórður er eiginlega vakandi og sofandi yfir þessu alla daga og sér um áburðargjöfina og loftunina og allt, sem snýr að því húsi. Ég aftur á móti sái og pakka,“ segir Áslaug. Eins og allt salat þá er það borðað með góðri lyst, en í Lágafelli eru líka ræktuð blóm, sem má borða með góðri lyst. Áslaug segir meira en nóg að gera í einu garðyrkjustöðinni á Snæfellsnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, fólk er svolítið hrætt við að borða blóm af því að það heldur að þau séu eitruð eða eitthvað en salat og margt af þessu, sem við erum að borða eru blómin, eins og blómkál, það er í rauninni blómið af kálinu,“ bætir Áslaug við. Það er mikil vinna að reka garðyrkjustöð eins og Lágafell. „Þetta er náttúrulega eins og að vera með tveggja mánaða ungabarn allt lífið á meðan þú starfar við, því þú þarft að sinna þessu dag og nótt. Þú mátt ekkert fara af bæ eina nótt, þú veist ekkert hvað getur gerst, getur vatnið dottið af salatinu eða eitthvað annað komið uppá,“ segir Þórður. Þórður Runólfsson segir að það sé eins og að vera með tveggja mánaða ungabarn að reka garðyrkjustöð eins og Lágafell.Magnús Hlynur Hreiðarsson Áslaug og Þórður eru líka með kaffihús og gallerí við gróðrarstöðina þar sem boðið er upp á hnallþórur af bestu gerð. Áslaug með eina af kökunum í kaffihúsi þeirra hjóna, eplakaka með trönuberjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér er hægt að sjá upplýsingar um garðyrkjustöðina
Snæfellsbær Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira