Í samtali við CNN fréttastofuna lýsa talsmenn hinna ýmsu kima íslenskrar ferðaþjónustu yfir óánægju sinni vegna hvalveiða. Haft er eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar að íslensk ferðaþjónusta verði vör við það um leið og umræðan um hvalveiðar hefst á ný.
Ásberg Jónsson, forstjóri Travel connect lýsir yfir óánægju sinni við CNN og segir það sorglegt og ergjandi að aftur eigi að hefja hvalveiðar. Ásberg segir veiðarnar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor landsins sem hafi afleiðingar í för með sér fyrir útflutning og ferðamannaiðnaðinn í landinu. Hann segir að erfitt sé að skilja af hverju hvalveiðar séu enn við lýði enda hafi þær neikvæð áhrif á umhverfið og gangi ekki lengur upp fjárhagslega.
Ásberg tekur fram að fyrirtækið upplifi ekki mikið af afbókunum vegna hvalveiðanna en endrum og einu sinni fái þau senda til sín neikvæða tölvupósta vegna málsins. Fyrirtækið taki þá fram við ferðamenn að það sé mótfallið hvalveiðum.