Íslendingar of óþolinmóðir gagnvart erlendum hreim Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2022 12:16 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár. Vísir/Arnar Prófessor í íslensku hvetur Íslendinga til að sýna útlendingum sem tala ófullkomna íslensku eða íslensku með sterkum hreim þolinmæði. Hann var ánægður með ávarp fjallkonunnar í ár sem flutti íslenskt ljóð á þjóðhátíðardaginn með sterkum pólskum hreim. Fjallkonan í ár var Sylwia Zajkowska sem flutti til landsins frá Póllandi en hún flutti ljóð í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní, samið af Brynju Hjálmsdóttur. En sú staðreynd að fjallkonan væri pólsk í ár og flytti ávarp sitt með áberandi pólskum hreim virðist hafa farið fyrir brjóstið á sumum, sem eru þeirrar skoðunar að fjallkonan eigi að tala á lýtalausri íslensku. „Ég skil það svo sem vel í þessu tilviki að sumum hafi gengið misjafnlega að skilja fjallkonuna því að auðvitað var sterkur erlendur hreimur í máli hennar,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus við íslenskudeild Háskóla Íslands. Hann var gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni í morgun. „Við erum svo vön því að búa í eintyngdu samfélagi. Við erum ekkert vön því að heyra til fólks sem ekki á íslensku að móðurmáli.“ Þetta telur Eiríkur eina helstu ástæðu þess hve Íslendingar geta verið óþolinmóðir gagnvart fólki af erlendum uppruna sem reynir að tala íslensku. Óttast að fólk læri ekki íslensku og einangrist Hann bendir á að hér búi fjöldi fólks af erlendum uppruna og að þeim muni fjölga í framtíðinni. „Við þurfum bara að gera það upp við okkur; ætlum við að auðvelda þessu fólki að ná valdi á íslensku og sýna því þá þolinmæði á meðan það er að læra málið eða ætlum við að vera ósveigjanleg í kröfum um einhverja fullkomna íslensku, fullkominn framburð og fullkomnar beygingar og svo framvegis?“ segir Eiríkur. Fari Íslendingar seinni leiðina telur hann ljóst að hér yrðu til stórir hópar sem ná aldrei valdi á íslensku. „Og þeir einangrast bara í samfélaginu. Og það er náttúrulega stórhættulegt bæði fyrir íslenskuna og náttúrulega fólkið sjálft og bara lýðræðið í landinu,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að það að taka á móti fólki inn í samfélagið feli í sér að taka á móti því á öllum sviðum þess. Líka þegar kemur að vali á fjallkonunni. Íslensk fræði 17. júní Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Fjallkonan í ár var Sylwia Zajkowska sem flutti til landsins frá Póllandi en hún flutti ljóð í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní, samið af Brynju Hjálmsdóttur. En sú staðreynd að fjallkonan væri pólsk í ár og flytti ávarp sitt með áberandi pólskum hreim virðist hafa farið fyrir brjóstið á sumum, sem eru þeirrar skoðunar að fjallkonan eigi að tala á lýtalausri íslensku. „Ég skil það svo sem vel í þessu tilviki að sumum hafi gengið misjafnlega að skilja fjallkonuna því að auðvitað var sterkur erlendur hreimur í máli hennar,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus við íslenskudeild Háskóla Íslands. Hann var gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni í morgun. „Við erum svo vön því að búa í eintyngdu samfélagi. Við erum ekkert vön því að heyra til fólks sem ekki á íslensku að móðurmáli.“ Þetta telur Eiríkur eina helstu ástæðu þess hve Íslendingar geta verið óþolinmóðir gagnvart fólki af erlendum uppruna sem reynir að tala íslensku. Óttast að fólk læri ekki íslensku og einangrist Hann bendir á að hér búi fjöldi fólks af erlendum uppruna og að þeim muni fjölga í framtíðinni. „Við þurfum bara að gera það upp við okkur; ætlum við að auðvelda þessu fólki að ná valdi á íslensku og sýna því þá þolinmæði á meðan það er að læra málið eða ætlum við að vera ósveigjanleg í kröfum um einhverja fullkomna íslensku, fullkominn framburð og fullkomnar beygingar og svo framvegis?“ segir Eiríkur. Fari Íslendingar seinni leiðina telur hann ljóst að hér yrðu til stórir hópar sem ná aldrei valdi á íslensku. „Og þeir einangrast bara í samfélaginu. Og það er náttúrulega stórhættulegt bæði fyrir íslenskuna og náttúrulega fólkið sjálft og bara lýðræðið í landinu,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að það að taka á móti fólki inn í samfélagið feli í sér að taka á móti því á öllum sviðum þess. Líka þegar kemur að vali á fjallkonunni.
Íslensk fræði 17. júní Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira