Polestar tekið til viðskipta á Nasdaq Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. júní 2022 07:00 Úr verksmiðju Polestar. Viðskipti með bréf sænska rafbílaframleiðandans Polestar hófust á Nasdaq í New York í gær undir skráningarheitinu PSNY. Polestar hóf starfsemi árið 2017 og hefur nú þegar selt 55.000 bíla á heimsvísu. Viðskipti með bréf sænska rafbílaframleiðandans Polestar hófust á Nasdaq í New York í gær undir skráningarheitinu PSNY. Polestar hóf starfsemi árið 2017 og hefur nú þegar selt 55.000 bíla á heimsvísu. „Þetta er gríðarlega stór stund fyrir allt teymið hjá Polestar,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Við opnum nú nýjan kafla í sögu okkar sem hægt er að draga saman í einu orði - vöxtur. Árið 2025 stefnum við að því að selja 290.000 bíla á ári, 10 sinnum fleiri en við seldum árið 2021. Við erum nú þegar með raunverulegan og árangursríkan rekstur; Þessi skráning aflar okkur fjármuna og vettvang til að hjálpa til við að ná metnaðarfullum framtíðaráætlunum okkar og knýja fram leiðandi sjálfbærnimarkmið í bílaiðnaðinum.“ Polestar tilkynnti nýlega að pantanir á Polestar 2 hefðu náð yfir 32.000 það sem af er ári. Söluaukning um 290% frá því á sama tíma í fyrra. Polestar fjölgaði mörkuðum sínum úr 19 í 25, framleiðandinn fór meðal annars að bjóða bíla sína til sölu hérlendis. Polestar mun hringja opnunarbjöllunni á Nasdaq á þriðjudag og fagna með því komu sinni á almennan markað. Skráning Polestar var í gegnum svokallaðan SPAC (Special Purpose Acquisition Company) samruna, við COres Guggenheim Inc., stofnað af dótturfélögum The Cores Group og Guggenheim Capital, LLC. Vistvænir bílar Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent
Viðskipti með bréf sænska rafbílaframleiðandans Polestar hófust á Nasdaq í New York í gær undir skráningarheitinu PSNY. Polestar hóf starfsemi árið 2017 og hefur nú þegar selt 55.000 bíla á heimsvísu. „Þetta er gríðarlega stór stund fyrir allt teymið hjá Polestar,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Við opnum nú nýjan kafla í sögu okkar sem hægt er að draga saman í einu orði - vöxtur. Árið 2025 stefnum við að því að selja 290.000 bíla á ári, 10 sinnum fleiri en við seldum árið 2021. Við erum nú þegar með raunverulegan og árangursríkan rekstur; Þessi skráning aflar okkur fjármuna og vettvang til að hjálpa til við að ná metnaðarfullum framtíðaráætlunum okkar og knýja fram leiðandi sjálfbærnimarkmið í bílaiðnaðinum.“ Polestar tilkynnti nýlega að pantanir á Polestar 2 hefðu náð yfir 32.000 það sem af er ári. Söluaukning um 290% frá því á sama tíma í fyrra. Polestar fjölgaði mörkuðum sínum úr 19 í 25, framleiðandinn fór meðal annars að bjóða bíla sína til sölu hérlendis. Polestar mun hringja opnunarbjöllunni á Nasdaq á þriðjudag og fagna með því komu sinni á almennan markað. Skráning Polestar var í gegnum svokallaðan SPAC (Special Purpose Acquisition Company) samruna, við COres Guggenheim Inc., stofnað af dótturfélögum The Cores Group og Guggenheim Capital, LLC.
Vistvænir bílar Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent